Stóllinn Hugleikur lítur dagsins ljós Sara McMahon skrifar 4. mars 2013 15:00 Andrés Þór Björnsson innanhúsarkitekt. Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt frumsýnir stólinn Hugleik á Hönnunarmars helgina 14. til 17. mars. Teikningar eftir listamanninn Hugleik Dagsson prýða stólinn. Andrés Þór kveðst hafa fengið hugmyndina að stólnum fyrir rúmum áratug, þegar hann stundaði nám í innanhússarkitektúr á Ítalíu. "Ég var á einhverri hönnunarsýningu og sá þar stól sem var skreyttur teiknimyndum og varð mjög hrifinn af honum. Hugmyndin að stólnum hefur blundað í mér síðan þá,“ útskýrir hann. Andrés er mikill aðdáandi Hugleiks og ákvað því að leita til hans í von um samstarf. "Hann tók strax vel í hugmyndina og við erum báðir sannfærðir um að við séum með mjög söluvæna vöru í höndunum.“ Andrés og Hugleikur hittust nokkrum sinnum og ræddu hönnun og útlit stólsins. Andrés fékk svo það vandasama verk að velja teikningar á stólinn. "Það var erfitt að velja úr öllum teikningunum því þær voru allar svo fyndnar. Ég sleppti þessum grófustu því þær hefðu til dæmis ekki hentað inn á heimili þar sem eru börn.“ Andrés útilokar ekki áframhaldandi samstarf við Hugleik og segir möguleika á stærri vörulínu í sama dúr, til dæmis púða og kolla. Aðspurður kveðst Hugleikur hafa slegið til vegna þess að stólar eru húsgagn sem eru honum að skapi. "Ég sagði já af því þetta er stóll, sem er jákvætt fyrirbæri í mínum huga, og ég hlakka mikið til að sjá útkomuna.“ Teikningar Hugleiks prýða nú stuttermaboli, húsgagn og líkama fólks, því einhverjir hafa látið húðflúra teikningar hans á sig. "Það verður forvitnilegt að sjá hvert hægt er að setja þær næst. Ég mundi allaveganna ekki vilja sjá þær allstaðar, ég vil ekki að þær séu eins og Coka Cola.“ Stóllinn Hugleikur verður frumsýndur á HönnunarMars. HönnunarMars Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt frumsýnir stólinn Hugleik á Hönnunarmars helgina 14. til 17. mars. Teikningar eftir listamanninn Hugleik Dagsson prýða stólinn. Andrés Þór kveðst hafa fengið hugmyndina að stólnum fyrir rúmum áratug, þegar hann stundaði nám í innanhússarkitektúr á Ítalíu. "Ég var á einhverri hönnunarsýningu og sá þar stól sem var skreyttur teiknimyndum og varð mjög hrifinn af honum. Hugmyndin að stólnum hefur blundað í mér síðan þá,“ útskýrir hann. Andrés er mikill aðdáandi Hugleiks og ákvað því að leita til hans í von um samstarf. "Hann tók strax vel í hugmyndina og við erum báðir sannfærðir um að við séum með mjög söluvæna vöru í höndunum.“ Andrés og Hugleikur hittust nokkrum sinnum og ræddu hönnun og útlit stólsins. Andrés fékk svo það vandasama verk að velja teikningar á stólinn. "Það var erfitt að velja úr öllum teikningunum því þær voru allar svo fyndnar. Ég sleppti þessum grófustu því þær hefðu til dæmis ekki hentað inn á heimili þar sem eru börn.“ Andrés útilokar ekki áframhaldandi samstarf við Hugleik og segir möguleika á stærri vörulínu í sama dúr, til dæmis púða og kolla. Aðspurður kveðst Hugleikur hafa slegið til vegna þess að stólar eru húsgagn sem eru honum að skapi. "Ég sagði já af því þetta er stóll, sem er jákvætt fyrirbæri í mínum huga, og ég hlakka mikið til að sjá útkomuna.“ Teikningar Hugleiks prýða nú stuttermaboli, húsgagn og líkama fólks, því einhverjir hafa látið húðflúra teikningar hans á sig. "Það verður forvitnilegt að sjá hvert hægt er að setja þær næst. Ég mundi allaveganna ekki vilja sjá þær allstaðar, ég vil ekki að þær séu eins og Coka Cola.“ Stóllinn Hugleikur verður frumsýndur á HönnunarMars.
HönnunarMars Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira