Vill pólitíkusa frá samningaborðinu Trausti Hafliðason skrifar 22. febrúar 2013 07:00 Orri Vigfússon skrifaði nýlega opnugrein um makríldeiluna í dagblaðið The Scottish Times. Fyrir tveimur áratugum var komið í veg fyrir ofveiði á laxi í hafi. Þetta var gert fyrir tilstilli Verndarsjóðs villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund - NASF), sem keypti upp veiðihlunnindi á laxi í sjó og heldur sú vinna áfram í dag. Orri Vigfússon, formaður sjóðsins, veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að nota sömu aðferðafræði til að leysa makríldeiluna – bjarga makrílnum. Í samtali við Fréttablaðið segir Orri að nánast allur laxastofninn í Norður-Atlantshafi sæki fæðu sína í hafsvæði sem eru utan umráðasvæðis Evrópusambandsins og að nú virðist sem makríllinn sé að gera slíkt hið sama. Makríllinn sé nú þegar byrjaður að hrygna innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og hafi jafnframt ákveðið að bestu fæðuna sé að finna hér við land. Að sögn Orra sýna rannsóknir Hafrannsóknastofnunar að makríllinn hafi étið um tvær milljónir tonna af lífmassa á svæðinu sem sé gríðarlegt magn. Til samanburðar sé samanlagður lífmassi íslenska laxastofnsins um 200 tonn. Mikilvægt sé að hafa í huga að fæðan sem makríllinn étur sé sú sama og þorskur og ýsa, tvær af verðmætustu fisktegundum Íslendinga, éta. „Það má kenna hlýnun jarðar um þessa þróun en það hjálpar ekki þeim þjóðum sem veiða makrílinn að komast að niðurstöðu um kvóta heldur flækir bara þá vinnu," segir Orri. „Ef fram heldur sem horfir blasir því við að örlög makrílsins gætu orðið þau sömu og síldarinnar sem var veidd af miklu offorsi á síðustu öld. Svo miklu að stofninn varð nánast útdauður."Tvískinnungur í málflutningi Verndarsjóðurinn er bandalag náttúruverndarhópa, þar sem einkaaðilar og opinberir aðilar hafa sameinast um að endurreisa villta laxastofna. Orri segir að þetta hafi tekist þrátt fyrir að Norðmenn, Skotar og Bretar, þjóðirnar sem nú deila hvað harðast á Íslendinga fyrir makrílveiðar, hafi um árabil gróflega misnotað laxastofnana. Það sé því tvískinnungur í málflutningi þessara þjóða í makríldeilunni. „Ég vil taka það fram að ég er ekki með neina töfralausn en það er hins vegar alveg ljóst að Evrópusambandinu og stjórnmálamönnum hefur mistekist að leysa þessa deilu," segir Orri. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að skoða hvort ekki sé hægt að nýta þá reynslu sem við höfum fengið við að reisa laxastofninn úr öskustónni. Hvort nú sé ekki rétti tíminn til að hleypa hagsmunaaðilum að borðinu því ég held að það sé lykillinn að því að leysa þetta mál." Að sögn Orra eru hagsmunaaðilar oft úrræðabetri en stjórnmálamenn þegar kemur að deilum sem þessum. Spurningin sé hins vegar sú hvort stjórnmálamenn hleypi hagsmunaaðilum að samningaborðinu. „Aðalatriðið er að leysa þessa deilu," segir Orri. „Þeir sem stunda ósjálfbærar makrílveiðar eiga að hætta þeim og þeir sem stunda sjálfbærar veiðar eiga að fá að halda áfram á sömu braut. Lausnin er fólgin í því að láta þá sem þurfa að hætta fá eitthvað annað í staðinn. Sem dæmi sé ég fyrir mér að útgerðir hér gætu samið við erlendar útgerðir um skiptingu kvóta. Íslenskir útgerðarmenn gætu til dæmis fengið aðrar tegundir í skiptum fyrir makríl og öfugt ef því er að skipta. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að semja til langs tíma um makrílinn, sem líkt og laxinn og síldin er flökkustofn, en það væri kannski hægt að búa til formúlu sem yrði síðan endurskoðuð eftir nokkur ár." Loftslagsmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Fyrir tveimur áratugum var komið í veg fyrir ofveiði á laxi í hafi. Þetta var gert fyrir tilstilli Verndarsjóðs villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund - NASF), sem keypti upp veiðihlunnindi á laxi í sjó og heldur sú vinna áfram í dag. Orri Vigfússon, formaður sjóðsins, veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að nota sömu aðferðafræði til að leysa makríldeiluna – bjarga makrílnum. Í samtali við Fréttablaðið segir Orri að nánast allur laxastofninn í Norður-Atlantshafi sæki fæðu sína í hafsvæði sem eru utan umráðasvæðis Evrópusambandsins og að nú virðist sem makríllinn sé að gera slíkt hið sama. Makríllinn sé nú þegar byrjaður að hrygna innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og hafi jafnframt ákveðið að bestu fæðuna sé að finna hér við land. Að sögn Orra sýna rannsóknir Hafrannsóknastofnunar að makríllinn hafi étið um tvær milljónir tonna af lífmassa á svæðinu sem sé gríðarlegt magn. Til samanburðar sé samanlagður lífmassi íslenska laxastofnsins um 200 tonn. Mikilvægt sé að hafa í huga að fæðan sem makríllinn étur sé sú sama og þorskur og ýsa, tvær af verðmætustu fisktegundum Íslendinga, éta. „Það má kenna hlýnun jarðar um þessa þróun en það hjálpar ekki þeim þjóðum sem veiða makrílinn að komast að niðurstöðu um kvóta heldur flækir bara þá vinnu," segir Orri. „Ef fram heldur sem horfir blasir því við að örlög makrílsins gætu orðið þau sömu og síldarinnar sem var veidd af miklu offorsi á síðustu öld. Svo miklu að stofninn varð nánast útdauður."Tvískinnungur í málflutningi Verndarsjóðurinn er bandalag náttúruverndarhópa, þar sem einkaaðilar og opinberir aðilar hafa sameinast um að endurreisa villta laxastofna. Orri segir að þetta hafi tekist þrátt fyrir að Norðmenn, Skotar og Bretar, þjóðirnar sem nú deila hvað harðast á Íslendinga fyrir makrílveiðar, hafi um árabil gróflega misnotað laxastofnana. Það sé því tvískinnungur í málflutningi þessara þjóða í makríldeilunni. „Ég vil taka það fram að ég er ekki með neina töfralausn en það er hins vegar alveg ljóst að Evrópusambandinu og stjórnmálamönnum hefur mistekist að leysa þessa deilu," segir Orri. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að skoða hvort ekki sé hægt að nýta þá reynslu sem við höfum fengið við að reisa laxastofninn úr öskustónni. Hvort nú sé ekki rétti tíminn til að hleypa hagsmunaaðilum að borðinu því ég held að það sé lykillinn að því að leysa þetta mál." Að sögn Orra eru hagsmunaaðilar oft úrræðabetri en stjórnmálamenn þegar kemur að deilum sem þessum. Spurningin sé hins vegar sú hvort stjórnmálamenn hleypi hagsmunaaðilum að samningaborðinu. „Aðalatriðið er að leysa þessa deilu," segir Orri. „Þeir sem stunda ósjálfbærar makrílveiðar eiga að hætta þeim og þeir sem stunda sjálfbærar veiðar eiga að fá að halda áfram á sömu braut. Lausnin er fólgin í því að láta þá sem þurfa að hætta fá eitthvað annað í staðinn. Sem dæmi sé ég fyrir mér að útgerðir hér gætu samið við erlendar útgerðir um skiptingu kvóta. Íslenskir útgerðarmenn gætu til dæmis fengið aðrar tegundir í skiptum fyrir makríl og öfugt ef því er að skipta. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að semja til langs tíma um makrílinn, sem líkt og laxinn og síldin er flökkustofn, en það væri kannski hægt að búa til formúlu sem yrði síðan endurskoðuð eftir nokkur ár."
Loftslagsmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira