Kostnaður SFO alls 745 milljónir króna Þórður Snær Júlíusson skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Vincent Tchenguiz og Robert bróðir hans hafa farið fram á himinháar skaðabætur. MYND/Lucienne Sencier Rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar (SFO) á falli Kaupþings hefur kostað stofnunina 745 milljónir króna. Tveir þriðju hlutar þeirrar upphæðar er tilkominn vegna þess að SFO var gert að greiða málskostnað bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz, sem voru á meðal þeirra sem voru til rannsóknar. Þetta kemur fram í skriflegu svari breska dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn í breska þinginu frá 23. janúar síðastliðnum. Rannsókn á málefnum Kaupþings var hætt í október á síðasta ári. SFO viðurkenndi auk þess að mistök hefðu verið gerð við rannsókn málsins. Fréttablaðið greindi frá því að SFO hefði eytt um 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á Kaupþingi fyrr á þessu ári. Þar af hefðu 729 þúsund pund, 151 milljón krónur, farið í að greiða átta ráðgjöfum sem aðstoðuðu við rannsóknina. Um 417 þúsund pund, 86 milljónir króna, hefðu farið í að greiða málflutningsmönnum og afgangurinn í launagreiðslur til þeirra starfsmanna SFO sem unnu að rannsókninni. Til viðbótar var SFO dæmt til að greiða málskostnað Tchenguiz-bræðranna vegna langvarandi málaferla sem fylgdu í kjölfar rannsóknar stofnunarinnar á bræðrunum. Í svarinu segir að þegar hafi verið greiddar 2,4 milljónir punda, um 475 milljónir króna, vegna þessa. Samtals nemur kostnaður SFO vegna rannsóknarinnar því um 745 milljónum króna. Kostnaðurinn gæti hækkað umtalsvert þar sem bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz, sem voru á meðal hinna grunuðu, hafa farið fram á himinháar skaðabætur frá stofnuninni vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar, en hún snerist að mestu um lánveitingar Kaupþings til bræðranna. Vincent og Robert eru taldir fara fram á samtals um 400 milljónir punda, 83 milljarða króna, í bætur vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar. Málaferlin, sem talið er að muni standa í átta vikur, munu líkast til ekki hefjast fyrr en í byrjun árs 2014.- þsj Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar (SFO) á falli Kaupþings hefur kostað stofnunina 745 milljónir króna. Tveir þriðju hlutar þeirrar upphæðar er tilkominn vegna þess að SFO var gert að greiða málskostnað bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz, sem voru á meðal þeirra sem voru til rannsóknar. Þetta kemur fram í skriflegu svari breska dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn í breska þinginu frá 23. janúar síðastliðnum. Rannsókn á málefnum Kaupþings var hætt í október á síðasta ári. SFO viðurkenndi auk þess að mistök hefðu verið gerð við rannsókn málsins. Fréttablaðið greindi frá því að SFO hefði eytt um 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á Kaupþingi fyrr á þessu ári. Þar af hefðu 729 þúsund pund, 151 milljón krónur, farið í að greiða átta ráðgjöfum sem aðstoðuðu við rannsóknina. Um 417 þúsund pund, 86 milljónir króna, hefðu farið í að greiða málflutningsmönnum og afgangurinn í launagreiðslur til þeirra starfsmanna SFO sem unnu að rannsókninni. Til viðbótar var SFO dæmt til að greiða málskostnað Tchenguiz-bræðranna vegna langvarandi málaferla sem fylgdu í kjölfar rannsóknar stofnunarinnar á bræðrunum. Í svarinu segir að þegar hafi verið greiddar 2,4 milljónir punda, um 475 milljónir króna, vegna þessa. Samtals nemur kostnaður SFO vegna rannsóknarinnar því um 745 milljónum króna. Kostnaðurinn gæti hækkað umtalsvert þar sem bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz, sem voru á meðal hinna grunuðu, hafa farið fram á himinháar skaðabætur frá stofnuninni vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar, en hún snerist að mestu um lánveitingar Kaupþings til bræðranna. Vincent og Robert eru taldir fara fram á samtals um 400 milljónir punda, 83 milljarða króna, í bætur vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar. Málaferlin, sem talið er að muni standa í átta vikur, munu líkast til ekki hefjast fyrr en í byrjun árs 2014.- þsj
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira