Aníta: Stefni á bætingu í Gautaborg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2013 06:00 Aníta Hinriksdóttir hefur bætt sig mikið á stuttum tíma. Mynd/ÓskarÓ Anítu Hinriksdóttur virðast fá takmörk sett þessa dagana en um helgina setti hún nýtt Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss þegar hún hljóp á 2:03,27 mínútum á Meistaramóti Íslands fyrir 15-22 ára um helgina. Gamla metið setti hún á Reykjavíkurleikunum tveimur vikum áður en bætingin er upp á rúma eina og hálfa sekúndu. Metið er rétt við Íslandsmet Anítu í 800 m hlaupi utanhúss, 2:03,15 mínútur, sem hún setti á HM unglinga í Barcelona í sumar. „Mér hefur gengið mjög vel að undanförnu," sagði Aníta hógvær í samtali við Fréttablaðið. „Ég veit ekki af hverju það stafar. Ég ætlaði mér fyrst og fremst fyrir þetta hlaup að hlaupa á jafnari millitímum heldur en síðast. Þá var ég orðin mjög þreytt á síðasta hringnum en núna átti ég aðeins meira inni. Ég var mjög kát með þennan tíma," bætti hún við. Árangurinn er ekki síst athyglisverður í ljósi þess að Aníta er aðeins sextán ára gömul. Hún undirbýr sig nú af kappi undir EM fullorðinna í Gautaborg í mars. Þangað til eru tvö mót á dagskrá hér á landi. „Meistaramót Íslands er um næstu helgi og svo bikarmót helgina eftir. Það er því nóg að gera og ég held að það sé fínn undirbúningur fyrir mig," sagði hún. Aníta keppti í flokki 16-17 ára og fékk litla samkeppni, eins og gefur að skilja, þó svo að fleiri hafi verið í hennar flokki. „Ég held að ég eigi örlítið meira inni með samkeppni og ég stefni á að bæta mig aftur í Gautaborg." Aníta á spennandi ár í vændum en meðal annars keppir hún á HM 17 ára og yngri í sumar. Síðastliðið sumar varð hún fjórða sæti í 800 m hlaupi á HM 19 ára og yngri. Frjálsar íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Sjá meira
Anítu Hinriksdóttur virðast fá takmörk sett þessa dagana en um helgina setti hún nýtt Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss þegar hún hljóp á 2:03,27 mínútum á Meistaramóti Íslands fyrir 15-22 ára um helgina. Gamla metið setti hún á Reykjavíkurleikunum tveimur vikum áður en bætingin er upp á rúma eina og hálfa sekúndu. Metið er rétt við Íslandsmet Anítu í 800 m hlaupi utanhúss, 2:03,15 mínútur, sem hún setti á HM unglinga í Barcelona í sumar. „Mér hefur gengið mjög vel að undanförnu," sagði Aníta hógvær í samtali við Fréttablaðið. „Ég veit ekki af hverju það stafar. Ég ætlaði mér fyrst og fremst fyrir þetta hlaup að hlaupa á jafnari millitímum heldur en síðast. Þá var ég orðin mjög þreytt á síðasta hringnum en núna átti ég aðeins meira inni. Ég var mjög kát með þennan tíma," bætti hún við. Árangurinn er ekki síst athyglisverður í ljósi þess að Aníta er aðeins sextán ára gömul. Hún undirbýr sig nú af kappi undir EM fullorðinna í Gautaborg í mars. Þangað til eru tvö mót á dagskrá hér á landi. „Meistaramót Íslands er um næstu helgi og svo bikarmót helgina eftir. Það er því nóg að gera og ég held að það sé fínn undirbúningur fyrir mig," sagði hún. Aníta keppti í flokki 16-17 ára og fékk litla samkeppni, eins og gefur að skilja, þó svo að fleiri hafi verið í hennar flokki. „Ég held að ég eigi örlítið meira inni með samkeppni og ég stefni á að bæta mig aftur í Gautaborg." Aníta á spennandi ár í vændum en meðal annars keppir hún á HM 17 ára og yngri í sumar. Síðastliðið sumar varð hún fjórða sæti í 800 m hlaupi á HM 19 ára og yngri.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Sjá meira