Vandi sem er ekki til Ögmundur Jónasson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri segir í leiðara Fréttablaðsins 30. janúar mig vilja smíða lög utan um vanda sem ekki sé til. Þar vísar hann í lagafrumvarp sem ég hef látið gera með það fyrir augum að takmarka landakaup útlendinga á Íslandi og er það í samræmi við þá stefnu sem ég hef margoft gert grein fyrir að halda beri eignarhaldi á landi innan íslensks samfélags. Slíkt sé enn mikilvægara nú en áður en auðlindalöggjöfin var samþykkt illu heilli árið 1998 þar sem eignarhald á auðlindum, þar með vatni, var bundið eignarhaldi á landi. Með öðum orðum, sala á landi er sala á grunnvatni. Af þessu hefur Ólafur engar áhyggjur og segir lagabreytingar mínar mundu auk þess stuðla „að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag". Ólafur vitnar í ummæli mín í fjölmiðlum um að landakaup auðmanna geti valdið héraðsbresti. Hið sama gerir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur í grein á leiðaraopnu í sama blaði: „Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga."Gull 21. aldar Ég verð að játa að ég varð svolítið hissa að heyra afdráttarlausar yfirlýsingar sumra sveitarstjórnarmanna um þessi efni því orð mín voru ekki úr lausu lofti gripin. Ég hef setið fundi þar sem sveitarstjórnarmenn lýstu því yfir að þar sem auðmenn keyptu jarðir þar sem áður var búskapur, en til þess eins að eiga þær, þá vildi brenna við að dofnaði svo mjög yfir samfélaginu að til mikilla vandræða horfði. Minnist ég þess að á einum slíkum fundi var orðalagið viðhaft sem ég notaði í fréttum. Ég lét þess hins vegar getið í fréttatímum að hér væri fyrst og fremst um að ræða vísbendingar í þessa átt. Þann vanda sem Ólafur telur engan vera, verður að skoða með hliðsjón af langtímaþróun. Við þurfum nefnilega að fara að líkt að og Kínverjar, að temja okkur að hugsa langt fram í tímann, ekki síst þegar gull 21. aldarinnar, drykkjarvatnið, er annars vegar.Verðsprenging ekki til góðs Varðandi ábendingar ritstjórans um fasteignaverð. Ég leyfi mér að fullyrða að fjárfestingar auðmanna í bújörðum hafi verið til ills, þrýst verðinu upp fyrir kaupgetu venjulegra Íslendinga. Þess eru ófá dæmi um að afkomandi bónda sem er að bregða búi vilji kaupa systkini sín út en ráði ekki við það vegna söluverðsins eða þá að auðkýfingar setji verðið upp. Að sjálfsögðu eru þeir ekki síður innlendir en erlendir. En mér finnst ástæða til að geta þessa í ljósi framangreindra ummæla ritstjórans um ágæti verðsprengingar á fasteignamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. 30. janúar 2013 06:00 Lög gegn vanda sem er ekki til Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. 30. janúar 2013 06:00 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri segir í leiðara Fréttablaðsins 30. janúar mig vilja smíða lög utan um vanda sem ekki sé til. Þar vísar hann í lagafrumvarp sem ég hef látið gera með það fyrir augum að takmarka landakaup útlendinga á Íslandi og er það í samræmi við þá stefnu sem ég hef margoft gert grein fyrir að halda beri eignarhaldi á landi innan íslensks samfélags. Slíkt sé enn mikilvægara nú en áður en auðlindalöggjöfin var samþykkt illu heilli árið 1998 þar sem eignarhald á auðlindum, þar með vatni, var bundið eignarhaldi á landi. Með öðum orðum, sala á landi er sala á grunnvatni. Af þessu hefur Ólafur engar áhyggjur og segir lagabreytingar mínar mundu auk þess stuðla „að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag". Ólafur vitnar í ummæli mín í fjölmiðlum um að landakaup auðmanna geti valdið héraðsbresti. Hið sama gerir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur í grein á leiðaraopnu í sama blaði: „Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga."Gull 21. aldar Ég verð að játa að ég varð svolítið hissa að heyra afdráttarlausar yfirlýsingar sumra sveitarstjórnarmanna um þessi efni því orð mín voru ekki úr lausu lofti gripin. Ég hef setið fundi þar sem sveitarstjórnarmenn lýstu því yfir að þar sem auðmenn keyptu jarðir þar sem áður var búskapur, en til þess eins að eiga þær, þá vildi brenna við að dofnaði svo mjög yfir samfélaginu að til mikilla vandræða horfði. Minnist ég þess að á einum slíkum fundi var orðalagið viðhaft sem ég notaði í fréttum. Ég lét þess hins vegar getið í fréttatímum að hér væri fyrst og fremst um að ræða vísbendingar í þessa átt. Þann vanda sem Ólafur telur engan vera, verður að skoða með hliðsjón af langtímaþróun. Við þurfum nefnilega að fara að líkt að og Kínverjar, að temja okkur að hugsa langt fram í tímann, ekki síst þegar gull 21. aldarinnar, drykkjarvatnið, er annars vegar.Verðsprenging ekki til góðs Varðandi ábendingar ritstjórans um fasteignaverð. Ég leyfi mér að fullyrða að fjárfestingar auðmanna í bújörðum hafi verið til ills, þrýst verðinu upp fyrir kaupgetu venjulegra Íslendinga. Þess eru ófá dæmi um að afkomandi bónda sem er að bregða búi vilji kaupa systkini sín út en ráði ekki við það vegna söluverðsins eða þá að auðkýfingar setji verðið upp. Að sjálfsögðu eru þeir ekki síður innlendir en erlendir. En mér finnst ástæða til að geta þessa í ljósi framangreindra ummæla ritstjórans um ágæti verðsprengingar á fasteignamarkaði.
Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. 30. janúar 2013 06:00
Lög gegn vanda sem er ekki til Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. 30. janúar 2013 06:00
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun