Vandi sem er ekki til Ögmundur Jónasson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri segir í leiðara Fréttablaðsins 30. janúar mig vilja smíða lög utan um vanda sem ekki sé til. Þar vísar hann í lagafrumvarp sem ég hef látið gera með það fyrir augum að takmarka landakaup útlendinga á Íslandi og er það í samræmi við þá stefnu sem ég hef margoft gert grein fyrir að halda beri eignarhaldi á landi innan íslensks samfélags. Slíkt sé enn mikilvægara nú en áður en auðlindalöggjöfin var samþykkt illu heilli árið 1998 þar sem eignarhald á auðlindum, þar með vatni, var bundið eignarhaldi á landi. Með öðum orðum, sala á landi er sala á grunnvatni. Af þessu hefur Ólafur engar áhyggjur og segir lagabreytingar mínar mundu auk þess stuðla „að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag". Ólafur vitnar í ummæli mín í fjölmiðlum um að landakaup auðmanna geti valdið héraðsbresti. Hið sama gerir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur í grein á leiðaraopnu í sama blaði: „Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga."Gull 21. aldar Ég verð að játa að ég varð svolítið hissa að heyra afdráttarlausar yfirlýsingar sumra sveitarstjórnarmanna um þessi efni því orð mín voru ekki úr lausu lofti gripin. Ég hef setið fundi þar sem sveitarstjórnarmenn lýstu því yfir að þar sem auðmenn keyptu jarðir þar sem áður var búskapur, en til þess eins að eiga þær, þá vildi brenna við að dofnaði svo mjög yfir samfélaginu að til mikilla vandræða horfði. Minnist ég þess að á einum slíkum fundi var orðalagið viðhaft sem ég notaði í fréttum. Ég lét þess hins vegar getið í fréttatímum að hér væri fyrst og fremst um að ræða vísbendingar í þessa átt. Þann vanda sem Ólafur telur engan vera, verður að skoða með hliðsjón af langtímaþróun. Við þurfum nefnilega að fara að líkt að og Kínverjar, að temja okkur að hugsa langt fram í tímann, ekki síst þegar gull 21. aldarinnar, drykkjarvatnið, er annars vegar.Verðsprenging ekki til góðs Varðandi ábendingar ritstjórans um fasteignaverð. Ég leyfi mér að fullyrða að fjárfestingar auðmanna í bújörðum hafi verið til ills, þrýst verðinu upp fyrir kaupgetu venjulegra Íslendinga. Þess eru ófá dæmi um að afkomandi bónda sem er að bregða búi vilji kaupa systkini sín út en ráði ekki við það vegna söluverðsins eða þá að auðkýfingar setji verðið upp. Að sjálfsögðu eru þeir ekki síður innlendir en erlendir. En mér finnst ástæða til að geta þessa í ljósi framangreindra ummæla ritstjórans um ágæti verðsprengingar á fasteignamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. 30. janúar 2013 06:00 Lög gegn vanda sem er ekki til Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. 30. janúar 2013 06:00 Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri segir í leiðara Fréttablaðsins 30. janúar mig vilja smíða lög utan um vanda sem ekki sé til. Þar vísar hann í lagafrumvarp sem ég hef látið gera með það fyrir augum að takmarka landakaup útlendinga á Íslandi og er það í samræmi við þá stefnu sem ég hef margoft gert grein fyrir að halda beri eignarhaldi á landi innan íslensks samfélags. Slíkt sé enn mikilvægara nú en áður en auðlindalöggjöfin var samþykkt illu heilli árið 1998 þar sem eignarhald á auðlindum, þar með vatni, var bundið eignarhaldi á landi. Með öðum orðum, sala á landi er sala á grunnvatni. Af þessu hefur Ólafur engar áhyggjur og segir lagabreytingar mínar mundu auk þess stuðla „að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag". Ólafur vitnar í ummæli mín í fjölmiðlum um að landakaup auðmanna geti valdið héraðsbresti. Hið sama gerir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur í grein á leiðaraopnu í sama blaði: „Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga."Gull 21. aldar Ég verð að játa að ég varð svolítið hissa að heyra afdráttarlausar yfirlýsingar sumra sveitarstjórnarmanna um þessi efni því orð mín voru ekki úr lausu lofti gripin. Ég hef setið fundi þar sem sveitarstjórnarmenn lýstu því yfir að þar sem auðmenn keyptu jarðir þar sem áður var búskapur, en til þess eins að eiga þær, þá vildi brenna við að dofnaði svo mjög yfir samfélaginu að til mikilla vandræða horfði. Minnist ég þess að á einum slíkum fundi var orðalagið viðhaft sem ég notaði í fréttum. Ég lét þess hins vegar getið í fréttatímum að hér væri fyrst og fremst um að ræða vísbendingar í þessa átt. Þann vanda sem Ólafur telur engan vera, verður að skoða með hliðsjón af langtímaþróun. Við þurfum nefnilega að fara að líkt að og Kínverjar, að temja okkur að hugsa langt fram í tímann, ekki síst þegar gull 21. aldarinnar, drykkjarvatnið, er annars vegar.Verðsprenging ekki til góðs Varðandi ábendingar ritstjórans um fasteignaverð. Ég leyfi mér að fullyrða að fjárfestingar auðmanna í bújörðum hafi verið til ills, þrýst verðinu upp fyrir kaupgetu venjulegra Íslendinga. Þess eru ófá dæmi um að afkomandi bónda sem er að bregða búi vilji kaupa systkini sín út en ráði ekki við það vegna söluverðsins eða þá að auðkýfingar setji verðið upp. Að sjálfsögðu eru þeir ekki síður innlendir en erlendir. En mér finnst ástæða til að geta þessa í ljósi framangreindra ummæla ritstjórans um ágæti verðsprengingar á fasteignamarkaði.
Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. 30. janúar 2013 06:00
Lög gegn vanda sem er ekki til Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. 30. janúar 2013 06:00
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar