Ólíklegt að bannið nái fram að ganga Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Obama Bandaríkjaforseti skrifaði undir 23 tilskipanir sem hann getur látið koma í kring. Börn sem skrifuðu honum bréf og báðu hann að herða byssulöggjöfina eftir Sandy Hook-árásina í desember voru með honum á sviðinu. fréttablaðið/ap Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun. Ólíklegt er talið að Barack Obama Bandaríkjaforseta takist að koma banni gegn sjálfvirkum árásarskotvopnum, sem hann lagði til í fyrradag, í gegnum þingið. Meiri líkur eru taldar á því að þingmenn samþykki að öll viðskipti með byssur verði undir eftirliti og bakgrunnur kaupenda verði skoðaður betur. Obama biðlaði til þingmanna að aðhafast mjög fljótt í málunum þegar hann kynnti tillögur sínar í Washington, mánuði eftir skotárásina á Sandy Hook-barnaskólann í Newton, þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir. Tillögurnar munu kosta 500 milljónir dollara ef þær ná fram að ganga, og eru sagðar þær víðfeðmustu í takmörkun á byssueign í tuttugu ár. Forsetinn mun ferðast um landið til að kynna tillögurnar. Staðan í þinginu Repúblikanar eru í meirihluta í bandarísku fulltrúadeildinni og þeir eru mótfallnir hertri byssulöggjöf. Í öldungadeild eru flokksmenn forsetans, demókratar, í meirihluta en hann á stuðning þeirra alls ekki vísan. Örlög tillagna hans eru talin ráðast af afstöðu nokkurra hófsamra öldungadeildarþingmanna meðal demókrata. Litlar líkur eru á því að þeir muni styðja bann við árásarrifflum, en þeir gætu stutt hinar tillögurnar sem forsetinn hefur sett fram. Forsetinn, sem sver embættiseið í annað sinn á morgun, á erfiða baráttu fram undan við fulltrúadeildina. Nú í byrjun annars kjörtímabilsins þarf hann stuðning repúblikana í efnahagsmálum og til þess að koma umfangsmiklum breytingum á innflytjendalögum í gegn. Byssulöggjöfin gæti svo bæst ofan á. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa gert það ljóst að þeir muni bíða aðgerða öldungadeildarinnar í málinu. „Nefndir fulltrúadeildarinnar munu skoða þessar tillögur. Og ef öldungadeildin samþykkir þær, mun fulltrúadeildin einnig skoða þær," sagði talsmaður forseta deildarinnar, Johns Boehner. Öldungadeildarþingmenn munu koma saman á ný í næstu viku og er búist við því að þá hefjist umræður um hvernig tekið verði á tillögunum. Mögulegt er að þeim verði skipt upp og kosið verði um þær hvora í sínu lagi. NRA tilbúið í átök aldarinnar Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, segjast tilbúin í „átök aldarinnar," gegn tillögunum. David Keene, yfirmaður NRA, sagði í gær að samtökin væru þó samþykk því að bakgrunnur byssukaupenda væri kannaður betur. Þau væru hins vegar mótfallin öðrum takmörkunum og teldu of mikla áherslu lagða á að banna ákveðnar tegundir vopna. „Raunverulega spurningin sem þarf að svara er ekki hvað á að gera í sambandi við byssurnar, heldur hvernig á að gera skólana okkar öruggari." Þá sagði hann að embættismenn ættu frekar að beina sjónum sínum að brotalömum í geðheilbrigðiskerfinu ef ætlun þeirra væri að útrýma byssuárásum. „Rétturinn til að bera vopn er réttur, þrátt fyrir óbeit forsetans á öðrum viðauka stjórnarskrárinnar," sagði Tim Huelskamp, þingmaður repúblikana við fjölmiðla í gær, en margir telja tillögurnar brjóta í bága við viðaukann, þar sem kveðið er á um rétt manna til að eiga og bera vopn. Obama hefur þverneitað að tillögurnar gangi gegn stjórnarskránni og Leon Panetta, fráfarandi varnarmálaráðherra, hefur tekið í sama streng. „Ég veit ekki af hverju í fjandanum fólk þarf að eiga sjálfvirk vopn," sagði hann við hóp bandarískra hermanna sem hann heimsótti á Ítalíu í gær. „Hver í fjandanum þarf byssukúlur sem ná í gegnum skotheldan klæðnað nema þið sem eruð í bardögum?" spurði hann þá einnig. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun. Ólíklegt er talið að Barack Obama Bandaríkjaforseta takist að koma banni gegn sjálfvirkum árásarskotvopnum, sem hann lagði til í fyrradag, í gegnum þingið. Meiri líkur eru taldar á því að þingmenn samþykki að öll viðskipti með byssur verði undir eftirliti og bakgrunnur kaupenda verði skoðaður betur. Obama biðlaði til þingmanna að aðhafast mjög fljótt í málunum þegar hann kynnti tillögur sínar í Washington, mánuði eftir skotárásina á Sandy Hook-barnaskólann í Newton, þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir. Tillögurnar munu kosta 500 milljónir dollara ef þær ná fram að ganga, og eru sagðar þær víðfeðmustu í takmörkun á byssueign í tuttugu ár. Forsetinn mun ferðast um landið til að kynna tillögurnar. Staðan í þinginu Repúblikanar eru í meirihluta í bandarísku fulltrúadeildinni og þeir eru mótfallnir hertri byssulöggjöf. Í öldungadeild eru flokksmenn forsetans, demókratar, í meirihluta en hann á stuðning þeirra alls ekki vísan. Örlög tillagna hans eru talin ráðast af afstöðu nokkurra hófsamra öldungadeildarþingmanna meðal demókrata. Litlar líkur eru á því að þeir muni styðja bann við árásarrifflum, en þeir gætu stutt hinar tillögurnar sem forsetinn hefur sett fram. Forsetinn, sem sver embættiseið í annað sinn á morgun, á erfiða baráttu fram undan við fulltrúadeildina. Nú í byrjun annars kjörtímabilsins þarf hann stuðning repúblikana í efnahagsmálum og til þess að koma umfangsmiklum breytingum á innflytjendalögum í gegn. Byssulöggjöfin gæti svo bæst ofan á. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa gert það ljóst að þeir muni bíða aðgerða öldungadeildarinnar í málinu. „Nefndir fulltrúadeildarinnar munu skoða þessar tillögur. Og ef öldungadeildin samþykkir þær, mun fulltrúadeildin einnig skoða þær," sagði talsmaður forseta deildarinnar, Johns Boehner. Öldungadeildarþingmenn munu koma saman á ný í næstu viku og er búist við því að þá hefjist umræður um hvernig tekið verði á tillögunum. Mögulegt er að þeim verði skipt upp og kosið verði um þær hvora í sínu lagi. NRA tilbúið í átök aldarinnar Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, segjast tilbúin í „átök aldarinnar," gegn tillögunum. David Keene, yfirmaður NRA, sagði í gær að samtökin væru þó samþykk því að bakgrunnur byssukaupenda væri kannaður betur. Þau væru hins vegar mótfallin öðrum takmörkunum og teldu of mikla áherslu lagða á að banna ákveðnar tegundir vopna. „Raunverulega spurningin sem þarf að svara er ekki hvað á að gera í sambandi við byssurnar, heldur hvernig á að gera skólana okkar öruggari." Þá sagði hann að embættismenn ættu frekar að beina sjónum sínum að brotalömum í geðheilbrigðiskerfinu ef ætlun þeirra væri að útrýma byssuárásum. „Rétturinn til að bera vopn er réttur, þrátt fyrir óbeit forsetans á öðrum viðauka stjórnarskrárinnar," sagði Tim Huelskamp, þingmaður repúblikana við fjölmiðla í gær, en margir telja tillögurnar brjóta í bága við viðaukann, þar sem kveðið er á um rétt manna til að eiga og bera vopn. Obama hefur þverneitað að tillögurnar gangi gegn stjórnarskránni og Leon Panetta, fráfarandi varnarmálaráðherra, hefur tekið í sama streng. „Ég veit ekki af hverju í fjandanum fólk þarf að eiga sjálfvirk vopn," sagði hann við hóp bandarískra hermanna sem hann heimsótti á Ítalíu í gær. „Hver í fjandanum þarf byssukúlur sem ná í gegnum skotheldan klæðnað nema þið sem eruð í bardögum?" spurði hann þá einnig.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira