Rakettu fullnæging Sigga Dögg skrifar 10. janúar 2013 19:00 Spurning: Ég hef verið að pæla í fullnægingarsvekkelsi. Þetta svekkelsi lýsir sér einna helst í vanupplifan í kynlífi og daufri fullnægingu sem varla skarar fram úr hrolli sökum kulda. Kynlífið var kannski frábært, það vantaði bara punktinn yfir i-ið og svo loksins, eftir að hafa skipt ítrekað um stellingu þar til þeirri réttu er náð og allar hendur og tungur eru á sínum stað og hún er alveg að koma, bara rétt ókomin, þá loksins kemur hún. Eða var það? Var þessi létti hrollur fullnægingin að loknu tólf mínútna púli? Svar: Stundum veldur fullnægingin vonbrigðum, það er bara þannig (svo við tölum nú ekki um skiptin þar sem hún lætur á sér standa og kemur ekki). Það er oft erfitt að útskýra hvernig upplifun fullnæging er fyrir öðrum því þetta er einstaklingsbundin tilfinning. Vissulega getum við talað um sæluhroll, krampakennda samdrætti í líkamanum, vellíðan, bros á vör, losun spennu, svita, klórfar á baki og þar fram eftir götunum. Þegar lýsingin á að vera sérlega myndræn er oftar en ekki vísað til flugelda. Stóra, tignarlega og litríka flugelda sem springa í allar áttir og það er engu líkara en hausinn á þeim fullnægða ætli að þjóta upp í loft með flugeldunum, svo magnaður er þessi hápunktur kynlífsins. Ég er ekki frá því að þetta gefi nokkuð skakka mynd af fullnægingunni sjálfri. Nú hef ég lifað mörg áramótin og tilheyri frekar sprengjuglaðri fjölskyldu. Það bregst ekki að í hverjum flugeldapakka leynast nokkrir sem valda vonbrigðum. Þeir lögðu af stað litríkir og háværir en hurfu svo út í myrkrið á meðan við biðum enn eftir tignarlegri sprengingu. En svo má ekki gleyma þessum litlu sem enginn tekur eftir þegar fara í loftið en enda svo í fallegu gullregni sem lýsir upp allt hverfið. Það gleymist stundum að tala um fullnæginguna út frá öllum blæbrigðum hennar. Það er betra að hafa raunhæfar væntingar til kynlífs, sér í lagi á tímum samstilltrar fullnægingar þar sem leggöngin eru spiluð eftir nótum tónlistarkennarans. Stundum lendir maður á tívolíbombu og stundum bara á ýlu. Það þýðir samt ekki að allt sé fyrir bí því það má alltaf kynda upp aftur og vona að næsta fullnæging valdi litríkri sprengingu. Fullnægingin er aðeins eitt augnablik í unaðinum og alls ekki það mikilvægasta og reynum að gleyma því ekki. Þó fullnæging láti á sér standa þá þarf ekki að vera að mojo-inu sé tapað, þú bara reynir aftur síðar og manst að hausinn þarf líka að vera í stuði. Ég þakka þér lesturinn á liðnu ári og vona að þú bjóðir nýtt ár velkomið með pompi og prakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Spurning: Ég hef verið að pæla í fullnægingarsvekkelsi. Þetta svekkelsi lýsir sér einna helst í vanupplifan í kynlífi og daufri fullnægingu sem varla skarar fram úr hrolli sökum kulda. Kynlífið var kannski frábært, það vantaði bara punktinn yfir i-ið og svo loksins, eftir að hafa skipt ítrekað um stellingu þar til þeirri réttu er náð og allar hendur og tungur eru á sínum stað og hún er alveg að koma, bara rétt ókomin, þá loksins kemur hún. Eða var það? Var þessi létti hrollur fullnægingin að loknu tólf mínútna púli? Svar: Stundum veldur fullnægingin vonbrigðum, það er bara þannig (svo við tölum nú ekki um skiptin þar sem hún lætur á sér standa og kemur ekki). Það er oft erfitt að útskýra hvernig upplifun fullnæging er fyrir öðrum því þetta er einstaklingsbundin tilfinning. Vissulega getum við talað um sæluhroll, krampakennda samdrætti í líkamanum, vellíðan, bros á vör, losun spennu, svita, klórfar á baki og þar fram eftir götunum. Þegar lýsingin á að vera sérlega myndræn er oftar en ekki vísað til flugelda. Stóra, tignarlega og litríka flugelda sem springa í allar áttir og það er engu líkara en hausinn á þeim fullnægða ætli að þjóta upp í loft með flugeldunum, svo magnaður er þessi hápunktur kynlífsins. Ég er ekki frá því að þetta gefi nokkuð skakka mynd af fullnægingunni sjálfri. Nú hef ég lifað mörg áramótin og tilheyri frekar sprengjuglaðri fjölskyldu. Það bregst ekki að í hverjum flugeldapakka leynast nokkrir sem valda vonbrigðum. Þeir lögðu af stað litríkir og háværir en hurfu svo út í myrkrið á meðan við biðum enn eftir tignarlegri sprengingu. En svo má ekki gleyma þessum litlu sem enginn tekur eftir þegar fara í loftið en enda svo í fallegu gullregni sem lýsir upp allt hverfið. Það gleymist stundum að tala um fullnæginguna út frá öllum blæbrigðum hennar. Það er betra að hafa raunhæfar væntingar til kynlífs, sér í lagi á tímum samstilltrar fullnægingar þar sem leggöngin eru spiluð eftir nótum tónlistarkennarans. Stundum lendir maður á tívolíbombu og stundum bara á ýlu. Það þýðir samt ekki að allt sé fyrir bí því það má alltaf kynda upp aftur og vona að næsta fullnæging valdi litríkri sprengingu. Fullnægingin er aðeins eitt augnablik í unaðinum og alls ekki það mikilvægasta og reynum að gleyma því ekki. Þó fullnæging láti á sér standa þá þarf ekki að vera að mojo-inu sé tapað, þú bara reynir aftur síðar og manst að hausinn þarf líka að vera í stuði. Ég þakka þér lesturinn á liðnu ári og vona að þú bjóðir nýtt ár velkomið með pompi og prakt.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun