Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2013 12:58 Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson boraði við Vestur-Grænland fyrir 2 árum. Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun; Exxon Mobil vilji á næstu árum leggja meiri áherslu á tiltölulega hagkvæma olíuvinnslu úr olíusandi fremur en mjög dýra og áhættusama olíuleit á heimskautasvæðum. Danska blaðið Berlingske Tidende og olíuviðskiptavefurinn Upstream hafa bæði greint frá þessu. Exxon Mobil hefur þegar skilað inn einu sérleyfi við Vestur-Grænland og er einnig sagt ætla að skila öðru leyfi til baka. Félagið hefur ekki staðfest þessa stefnubreytingu, aðeins sagt að það hafi ekki tekið þátt í síðasta útboði við Grænland og sé sem stendur ekki í olíuleit þar. Talsmaður Exxon Mobil undirstrikar þó að félagið sé áfram stór þátttakandi í starfsemi á öðrum heimskautasvæðum, þar á meðal í Kanada og Alaska, og einnig undan ströndum Rússlands, þar sem það áformi olíuboranir í Karahafi á næsta ári. „Þetta er fremur spurning um hvernig við forgangsröðum fjármunum til olíuleitar,“ hefur Upstream eftir talsmanni Exxon Mobil. Berlingske Tidende bendir á að í olíusandinum geti félögin gengið að olíunni nokkurn veginn vísri. Á Norðurslóðum, eins og við Austur- og Vestur-Grænland, þurfi þau hins vegar að gera ráð fyrir verja milljörðum dollara til olíuleitar án þess að vera viss um að finna einn einasta dropa. Þá segir Upstream að leitarkostnaður við Grænland hafi hækkað verulega vegna strangari öryggiskrafna landsins. Exxon Mobil er sem stendur þátttakandi í svokölluðum Kanumas-hópi, með olíurisum eins og Statoil, BP, Chevron og Shell, sem hefur forgang að sérleyfum við Austur-Grænland. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun; Exxon Mobil vilji á næstu árum leggja meiri áherslu á tiltölulega hagkvæma olíuvinnslu úr olíusandi fremur en mjög dýra og áhættusama olíuleit á heimskautasvæðum. Danska blaðið Berlingske Tidende og olíuviðskiptavefurinn Upstream hafa bæði greint frá þessu. Exxon Mobil hefur þegar skilað inn einu sérleyfi við Vestur-Grænland og er einnig sagt ætla að skila öðru leyfi til baka. Félagið hefur ekki staðfest þessa stefnubreytingu, aðeins sagt að það hafi ekki tekið þátt í síðasta útboði við Grænland og sé sem stendur ekki í olíuleit þar. Talsmaður Exxon Mobil undirstrikar þó að félagið sé áfram stór þátttakandi í starfsemi á öðrum heimskautasvæðum, þar á meðal í Kanada og Alaska, og einnig undan ströndum Rússlands, þar sem það áformi olíuboranir í Karahafi á næsta ári. „Þetta er fremur spurning um hvernig við forgangsröðum fjármunum til olíuleitar,“ hefur Upstream eftir talsmanni Exxon Mobil. Berlingske Tidende bendir á að í olíusandinum geti félögin gengið að olíunni nokkurn veginn vísri. Á Norðurslóðum, eins og við Austur- og Vestur-Grænland, þurfi þau hins vegar að gera ráð fyrir verja milljörðum dollara til olíuleitar án þess að vera viss um að finna einn einasta dropa. Þá segir Upstream að leitarkostnaður við Grænland hafi hækkað verulega vegna strangari öryggiskrafna landsins. Exxon Mobil er sem stendur þátttakandi í svokölluðum Kanumas-hópi, með olíurisum eins og Statoil, BP, Chevron og Shell, sem hefur forgang að sérleyfum við Austur-Grænland.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira