NBA: Svört jól í New York | Sjötti sigur Heat í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. desember 2013 11:00 LeBron James í baráttunni við Nick Young í leik Miami Heat og Los Angeles Lakers í gær. Í tilefni jóladags voru öll liðin í sérstökum stutterma jólatreyjum. Það voru svo sannarlega svört jól hjá körfuboltaliðum New York borgar í gær, bæði liðin steinlágu á heimavelli. Chicago Bulls vann öruggan sautján stiga sigur á Brooklyn Nets í Brooklyn 95-78. Eftir þrjá leikhluta leiddu Bulls með nítján stigum og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Taj Gibson var atkvæðamestur í liði Bulls með 20 stig af bekknum ásamt því að taka átta fráköst. Jason Kidd, þjálfari Nets kallaði til krísufundar leikmanna og þjálfara eftir leikinn enda hefur gengi Nets verið hörmulegt hingað til á tímabilinu með dýrasta leikmannahóp deildarinnar. Ekki var það betra hjá nágrönnum Nets í New York Knicks, án Carmelo Anthony áttu Knicks ekki möguleika gegn Oklahoma City Thunder. Leiknum lauk með 123-94 sigri Oklahoma, 29 stiga munur sem er stærsta tap heimaliðs í sögu jólaleikja NBA. Russel Westbrook átti glæsilegan leik fyrir Oklahoma og var með þrefalda tvennu í þriðja leikhluta með 14 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar en hvíldi allan fjórða leikhluta. Dwyane Wade og Chris Bosh leiddu Miami Heat í naumum 101-95 sigri á fámennum Los Angeles Lakers í Staples Center í þriðja leik kvöldsins. Miami leiddi lengst af í leiknum en Lakers gáfust aldrei upp og voru skammt undan allt til loka leiks þegar gestirnir frá Miami náðu að loka leiknum. Þetta var sjötti sigurleikur Miami í röð en byrjun tímabilsins í ár er besta byrjun liðsins frá upphafi. Houston Rockets unnu mikilvægan 13 stiga sigur á San Antonio Spurs á útivelli. James Harden sneri aftur í lið Rockets eftir meiðsli og var stigahæstur í liði Houston með 28 stig. Þá átti Dwight Howard góðan leik undir körfunni með 15 stig og 20 fráköst en í liði Spurs var Manu Ginobili atkvæðamestur með 22 stig af bekknum. Að lokum vann Golden State Warriors nauman heimasigur á Los Angeles Clippers í Oakland. Liðin skiptust á forskotinu allan leikinn og var mikill hiti í mönnum.Einum leikmanni úr hvoru liði var vikið úr húsi í leiknum og voru átök milli liðanna þegar lokaflautan gall. Clippers fengu nokkur ágætis færi á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en hittu ekki úr erfiðum skotum.Úrslit gærkvöldsins: Brooklyn Nets 78-95 Chicago Bulls New York Knicks 94-123 Oklahoma City Thunder Los Angeles Lakers 95-101 Miami Heta San Antonio Spurs 98-111 Houston Rockets Golden State Warriors 105-103 Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Það voru svo sannarlega svört jól hjá körfuboltaliðum New York borgar í gær, bæði liðin steinlágu á heimavelli. Chicago Bulls vann öruggan sautján stiga sigur á Brooklyn Nets í Brooklyn 95-78. Eftir þrjá leikhluta leiddu Bulls með nítján stigum og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Taj Gibson var atkvæðamestur í liði Bulls með 20 stig af bekknum ásamt því að taka átta fráköst. Jason Kidd, þjálfari Nets kallaði til krísufundar leikmanna og þjálfara eftir leikinn enda hefur gengi Nets verið hörmulegt hingað til á tímabilinu með dýrasta leikmannahóp deildarinnar. Ekki var það betra hjá nágrönnum Nets í New York Knicks, án Carmelo Anthony áttu Knicks ekki möguleika gegn Oklahoma City Thunder. Leiknum lauk með 123-94 sigri Oklahoma, 29 stiga munur sem er stærsta tap heimaliðs í sögu jólaleikja NBA. Russel Westbrook átti glæsilegan leik fyrir Oklahoma og var með þrefalda tvennu í þriðja leikhluta með 14 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar en hvíldi allan fjórða leikhluta. Dwyane Wade og Chris Bosh leiddu Miami Heat í naumum 101-95 sigri á fámennum Los Angeles Lakers í Staples Center í þriðja leik kvöldsins. Miami leiddi lengst af í leiknum en Lakers gáfust aldrei upp og voru skammt undan allt til loka leiks þegar gestirnir frá Miami náðu að loka leiknum. Þetta var sjötti sigurleikur Miami í röð en byrjun tímabilsins í ár er besta byrjun liðsins frá upphafi. Houston Rockets unnu mikilvægan 13 stiga sigur á San Antonio Spurs á útivelli. James Harden sneri aftur í lið Rockets eftir meiðsli og var stigahæstur í liði Houston með 28 stig. Þá átti Dwight Howard góðan leik undir körfunni með 15 stig og 20 fráköst en í liði Spurs var Manu Ginobili atkvæðamestur með 22 stig af bekknum. Að lokum vann Golden State Warriors nauman heimasigur á Los Angeles Clippers í Oakland. Liðin skiptust á forskotinu allan leikinn og var mikill hiti í mönnum.Einum leikmanni úr hvoru liði var vikið úr húsi í leiknum og voru átök milli liðanna þegar lokaflautan gall. Clippers fengu nokkur ágætis færi á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en hittu ekki úr erfiðum skotum.Úrslit gærkvöldsins: Brooklyn Nets 78-95 Chicago Bulls New York Knicks 94-123 Oklahoma City Thunder Los Angeles Lakers 95-101 Miami Heta San Antonio Spurs 98-111 Houston Rockets Golden State Warriors 105-103 Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira