Sérstakur skattur á námsmenn? María Rut Kristinsdóttir skrifar 12. desember 2013 21:20 Ég átta mig fyllilega á stöðu samfélagsins og hversu slæm hún er. Það er niðurskurður alls staðar og öllum finnast þeir þurfa á meira fjármagni að halda. Það er mjög skiljanlegt. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að forgangsraða verkefnum. Mig langar samt sem áður að staldra aðeins við og gera þér grein fyrir því sem blasir við. Hjarta mitt verður nefnilega mjög þungt þegar ég hugsa um nærumhverfi mitt, Háskóla Íslands (HÍ). Staðan í skólanum er háalvarleg. Ég veit að þegar ekki er nóg til skiptanna er gjarnan hrópað hátt. Við höfum kannski ekki hrópað nógu hátt - vottur af akademískri kurteisi? Ég veit það ekki. En nú er tími til kominn að láta heyra aðeins í sér. Því ég trúi því af fyllstu einlægni að niðurskurður í menntamálum sé niðurskurður í mikilvægustu auðlind samfélagsins; mannauðnum. Háskóli Íslands er dýrmætt djásn Hugsaðu þér að í allri veröldinni eru um 17.000 háskólar og Háskóli Íslands er í 269. sæti þegar gæði skólastarfs eru mæld. Það þýðir að HÍ er í efstu 2% í heiminum. Það liggur því í augum uppi að þarna eigum við dýrmætt djásn. Djásn sem við eigum að státa okkur af sem flaggskipi þjóðarinnar. Hinn góði árangur sem Háskóli Íslands hefur náð er langt frá því að vera sjálfgefinn. Við megum aldrei vanmeta og vanrækja þær gersemar sem sem við eigum í góðum skólum og þá ekki síst Háskóla Íslands. Það er staðreynd að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mun að óbreyttu koma harkalega niður á starfsemi Háskólans verði það samþykkt. Fá ríki innan OECD hafa skorið meira niður í menntamálum en Ísland síðustu ár. Frá árinu 2008 hafa fjárveitingar til HÍ dregist saman um 16% að raunvirði. Á sama tíma hefur ársverkum nemenda fjölgað um 17%. Ítrekuð dæmi eru um að ekki hafi tekist að ráða fólk í kennara- eða stjórnsýslustörf undanfarið vegna þess hve bág kjör Háskólinn getur boðið. Sérstök skattlagning á námsmenn? Þú ert kannski farin/n að sjá fyrir þér þá sviðsmynd sem blasir við okkur, stúdentum og starfsfólki, á hverjum degi. Þetta er ekki allt; verði ekki breyting á frumvarpinu stefnir í að 350 nemendur verði í námi við Háskóla Íslands á yfirstandandi skólaári án þess að fjárframlag til kennslu þeirra sé raunverulega fyrir hendi. Hér er um að ræða um 200 m. kr. og er Háskóli Íslands eini skólinn sem hefur búið við þessar aðstæður svo árum skiptir. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveðið hefur verið að hækka skuli skrásetningargjöld skólans úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Skólinn er fjársveltur og við nemendur vitum að hækkunin er gerð af illri nauðsyn. En þá er komið að því sem mér þykir alvarlegast og við hjá SHÍ setjum spurningarmerki við lögmæti þeirrar aðgerðar: stærstur hluti tekna vegna gjaldsins mun aldrei skila sér til Háskólans þar sem framlag ríkissjóðs lækkar um sömu fjárhæð á móti. Háskólinn mun aðeins halda 39,2 milljónum af þeim u.þ.b. 180 milljónum sem eiga að skapast við hækkun gjaldsins. Finnst þér þetta í lagi? Hvernig eigum við eiginlega að geta sætt okkur við þetta? Það er algjör lágmarkskrafa að þeir fjármunir sem verða til með hækkun gjaldsins skili sér til skólans – til þeirra fjölmörgu verkefna sem þeim er ætlað að standa undir. Sé ætlunin að hækka skrásetningargjöld hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands gert þá skýlausu kröfu að þeir fjármunir sem eiga að koma til með hækkun skrásetningargjalda skili sér inn í þá liði sem þeim er ætlað að standa undir. Annars getum við bara kallað þetta það sem það er: sérstakan skatt á námsmenn. Í nefndaráliti Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis kemur eftirfarandi fram: ,, ... telur meirihlutinn að hækkun skólagjalda kunni að hvetja námsmenn til að nýta betur það nám sem opinberir háskólar bjóða uppá“ – nú spyr ég, hvernig í ósköpunum er það hvetjandi fyrir námsmenn við HÍ að borga meira fyrir minni gæði? Ætlum við að missa af tækifærinu? Sex ára niðurskurður fjárveitinga til Háskóla Íslands er staðreynd. Á þessum árum hefur Háskólinn sniðið sér stakk eftir vexti og þrátt fyrir gríðarlega aukningu á fjölda nemenda hefur skólinn ávallt haldið sig innan ramma fjárlaga og einsett sér að halda mikilvægum markmiðum sínum til streitu; að efla rannsóknarstarf og leitast við að verða á meðal framsæknustu háskóla heims. Þetta hefur vissulega reynst erfitt en nú er róðurinn orðinn verulega þungur. Skertar fjárveitingar árum saman geta hæglega hrundið af stað hrörnunarferli sem erfitt getur verið að komast út úr. Ætlum við að missa af tækifærinu til að festa okkur kyrfilega í sessi sem þjóð sem á einn af fremstu háskólum heimsins og sólunda þannig tækifærum komandi kynslóða? Það er ljóst að nú dugir engin bjartsýni, nú þurfum við aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átta mig fyllilega á stöðu samfélagsins og hversu slæm hún er. Það er niðurskurður alls staðar og öllum finnast þeir þurfa á meira fjármagni að halda. Það er mjög skiljanlegt. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að forgangsraða verkefnum. Mig langar samt sem áður að staldra aðeins við og gera þér grein fyrir því sem blasir við. Hjarta mitt verður nefnilega mjög þungt þegar ég hugsa um nærumhverfi mitt, Háskóla Íslands (HÍ). Staðan í skólanum er háalvarleg. Ég veit að þegar ekki er nóg til skiptanna er gjarnan hrópað hátt. Við höfum kannski ekki hrópað nógu hátt - vottur af akademískri kurteisi? Ég veit það ekki. En nú er tími til kominn að láta heyra aðeins í sér. Því ég trúi því af fyllstu einlægni að niðurskurður í menntamálum sé niðurskurður í mikilvægustu auðlind samfélagsins; mannauðnum. Háskóli Íslands er dýrmætt djásn Hugsaðu þér að í allri veröldinni eru um 17.000 háskólar og Háskóli Íslands er í 269. sæti þegar gæði skólastarfs eru mæld. Það þýðir að HÍ er í efstu 2% í heiminum. Það liggur því í augum uppi að þarna eigum við dýrmætt djásn. Djásn sem við eigum að státa okkur af sem flaggskipi þjóðarinnar. Hinn góði árangur sem Háskóli Íslands hefur náð er langt frá því að vera sjálfgefinn. Við megum aldrei vanmeta og vanrækja þær gersemar sem sem við eigum í góðum skólum og þá ekki síst Háskóla Íslands. Það er staðreynd að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mun að óbreyttu koma harkalega niður á starfsemi Háskólans verði það samþykkt. Fá ríki innan OECD hafa skorið meira niður í menntamálum en Ísland síðustu ár. Frá árinu 2008 hafa fjárveitingar til HÍ dregist saman um 16% að raunvirði. Á sama tíma hefur ársverkum nemenda fjölgað um 17%. Ítrekuð dæmi eru um að ekki hafi tekist að ráða fólk í kennara- eða stjórnsýslustörf undanfarið vegna þess hve bág kjör Háskólinn getur boðið. Sérstök skattlagning á námsmenn? Þú ert kannski farin/n að sjá fyrir þér þá sviðsmynd sem blasir við okkur, stúdentum og starfsfólki, á hverjum degi. Þetta er ekki allt; verði ekki breyting á frumvarpinu stefnir í að 350 nemendur verði í námi við Háskóla Íslands á yfirstandandi skólaári án þess að fjárframlag til kennslu þeirra sé raunverulega fyrir hendi. Hér er um að ræða um 200 m. kr. og er Háskóli Íslands eini skólinn sem hefur búið við þessar aðstæður svo árum skiptir. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveðið hefur verið að hækka skuli skrásetningargjöld skólans úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Skólinn er fjársveltur og við nemendur vitum að hækkunin er gerð af illri nauðsyn. En þá er komið að því sem mér þykir alvarlegast og við hjá SHÍ setjum spurningarmerki við lögmæti þeirrar aðgerðar: stærstur hluti tekna vegna gjaldsins mun aldrei skila sér til Háskólans þar sem framlag ríkissjóðs lækkar um sömu fjárhæð á móti. Háskólinn mun aðeins halda 39,2 milljónum af þeim u.þ.b. 180 milljónum sem eiga að skapast við hækkun gjaldsins. Finnst þér þetta í lagi? Hvernig eigum við eiginlega að geta sætt okkur við þetta? Það er algjör lágmarkskrafa að þeir fjármunir sem verða til með hækkun gjaldsins skili sér til skólans – til þeirra fjölmörgu verkefna sem þeim er ætlað að standa undir. Sé ætlunin að hækka skrásetningargjöld hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands gert þá skýlausu kröfu að þeir fjármunir sem eiga að koma til með hækkun skrásetningargjalda skili sér inn í þá liði sem þeim er ætlað að standa undir. Annars getum við bara kallað þetta það sem það er: sérstakan skatt á námsmenn. Í nefndaráliti Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis kemur eftirfarandi fram: ,, ... telur meirihlutinn að hækkun skólagjalda kunni að hvetja námsmenn til að nýta betur það nám sem opinberir háskólar bjóða uppá“ – nú spyr ég, hvernig í ósköpunum er það hvetjandi fyrir námsmenn við HÍ að borga meira fyrir minni gæði? Ætlum við að missa af tækifærinu? Sex ára niðurskurður fjárveitinga til Háskóla Íslands er staðreynd. Á þessum árum hefur Háskólinn sniðið sér stakk eftir vexti og þrátt fyrir gríðarlega aukningu á fjölda nemenda hefur skólinn ávallt haldið sig innan ramma fjárlaga og einsett sér að halda mikilvægum markmiðum sínum til streitu; að efla rannsóknarstarf og leitast við að verða á meðal framsæknustu háskóla heims. Þetta hefur vissulega reynst erfitt en nú er róðurinn orðinn verulega þungur. Skertar fjárveitingar árum saman geta hæglega hrundið af stað hrörnunarferli sem erfitt getur verið að komast út úr. Ætlum við að missa af tækifærinu til að festa okkur kyrfilega í sessi sem þjóð sem á einn af fremstu háskólum heimsins og sólunda þannig tækifærum komandi kynslóða? Það er ljóst að nú dugir engin bjartsýni, nú þurfum við aðgerðir.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar