Kári og Tinna badmintonfólk ársins 13. desember 2013 18:48 Kári og Tinna. Mynd/Badmintonsamband Íslands Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Tinnu Helgadóttur og Kára Gunnarsson badmintonmann og badmintonkonu ársins 2013. Kári er Íslandsmeistari í einliðaleik annað árið í röð en Kári er búsettur í Danmörku og kom til landsins til að keppa á Meistaramóti Íslands. Að auki hefur hann keppt hérlendis á TBR Opið og Meistaramóti TBR á árinu og unnið þau bæði. Þeir Atli Jóhannesson unnu einnig TBR Opið í tvíliðaleik karla. Kári er í A-landsliðinu í badminton. Hann keppti með landsliðinu fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í Rússlandi fyrr á þessu ári. Kári er mikilvægur í landsliði Íslands í badminton og spilar jafnan fyrsta einliðaleik karla. Hann hefur verið í unglingalandsliðum Íslands á undanförnum árum og spilaði fyrst með A-landsliðinu árið 2010, þá aðeins 19 ára gamall. Kári stóð sig best allra íslensku keppendanna í einliðaleik karla á síðasta Iceland International móti en mótið gefur stig á heimslista og er innan mótaraðar Badminton Europe. Þar komst hann í átta manna úrslit og vann meðal annars þriðja hæsta Kóreubúa á heimslista, Park Sung Min en sá fékk aðra röðun á heimsmeistaramóti unglinga 2008. Tinna varð tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton á árinu 2013, í einliðaleik og tvíliðaleik með bróður sínum, Magnúsi Inga Helgasyni. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Tinnu í einliðaleik en síðast hampaði hún titlinum árið 2009. Hún hefur orðið sex sinnum Íslandsmeistari í tvenndarleik, árið 2005, 2008-2011 og 2013. Tinna keppti á einu öðru móti á Íslandi á árinu, Meistaramóti TBR. Þar keppti hún í tvíliðaleik og tvenndarleik og vann báðar greinar ásamt meðspilurum sínum. Tinna hefur spilað með danska liðinu Værløse á þessu ári. Hún er í aðalliði Værløse og hefur verið að spila með og á móti mörgum sterkustu badmintonspilurum heims en Værløse spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Tinna er í A-landsliðinu í badminton. Tinna hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd um árabil og var þar áður í unglingalandsliðum Íslands. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Sjá meira
Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Tinnu Helgadóttur og Kára Gunnarsson badmintonmann og badmintonkonu ársins 2013. Kári er Íslandsmeistari í einliðaleik annað árið í röð en Kári er búsettur í Danmörku og kom til landsins til að keppa á Meistaramóti Íslands. Að auki hefur hann keppt hérlendis á TBR Opið og Meistaramóti TBR á árinu og unnið þau bæði. Þeir Atli Jóhannesson unnu einnig TBR Opið í tvíliðaleik karla. Kári er í A-landsliðinu í badminton. Hann keppti með landsliðinu fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í Rússlandi fyrr á þessu ári. Kári er mikilvægur í landsliði Íslands í badminton og spilar jafnan fyrsta einliðaleik karla. Hann hefur verið í unglingalandsliðum Íslands á undanförnum árum og spilaði fyrst með A-landsliðinu árið 2010, þá aðeins 19 ára gamall. Kári stóð sig best allra íslensku keppendanna í einliðaleik karla á síðasta Iceland International móti en mótið gefur stig á heimslista og er innan mótaraðar Badminton Europe. Þar komst hann í átta manna úrslit og vann meðal annars þriðja hæsta Kóreubúa á heimslista, Park Sung Min en sá fékk aðra röðun á heimsmeistaramóti unglinga 2008. Tinna varð tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton á árinu 2013, í einliðaleik og tvíliðaleik með bróður sínum, Magnúsi Inga Helgasyni. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Tinnu í einliðaleik en síðast hampaði hún titlinum árið 2009. Hún hefur orðið sex sinnum Íslandsmeistari í tvenndarleik, árið 2005, 2008-2011 og 2013. Tinna keppti á einu öðru móti á Íslandi á árinu, Meistaramóti TBR. Þar keppti hún í tvíliðaleik og tvenndarleik og vann báðar greinar ásamt meðspilurum sínum. Tinna hefur spilað með danska liðinu Værløse á þessu ári. Hún er í aðalliði Værløse og hefur verið að spila með og á móti mörgum sterkustu badmintonspilurum heims en Værløse spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Tinna er í A-landsliðinu í badminton. Tinna hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd um árabil og var þar áður í unglingalandsliðum Íslands.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum