Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 25-22 | Rauð jól í Hafnarfirði Sigmar Sigfússon skrifar 14. desember 2013 11:31 Mynd/Stefán Haukar eru deildabikarmeistarar eftir þriggja marka sigur á erkifjendum sínum í FH. Haukar voru sterkari heilt yfir í leiknum í dag. FH-ingar áttu í vandræðum að leysa sóknaleik sinn gegn sterkri vörn Hauka og Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, átti stórleik í markinu. Sigurbergur Sveinsson átti frábæran leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Það verða rauð jól í Hafnarfirðinum þetta árið. Haukarnir mætti mun grimmari til leiks og náðu forystu snemma í leiknum. Varnarleikur þeirra rauðklæddu gerði FH-ingum erfitt fyrir. Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, fylgdi góðri vörn sinna manna og varði vel. Haukar voru duglegir að refsa með hraðaupphlaupsmörkum og voru eldsnöggir fram. FH-ingar voru klaufar í sókn á löngum köflum og fengu til að mynda dæmd á sig skref í tveimur sóknum í röð. Sigurbergur Sveinsson var frábær í leiknum og skoraði hvert markið á eftir öðru í öllum regnboganslitum. Ágúst Elí Björgvinsson, markmaður FH, áttu virkilega góðan leik í marki FH með 16 varða bolta. Frábær kafli hjá Haukum undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í góða stöðu og fóru þeir með fimm marka forystu til búningsklefa. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir með sjö marka forystu eftir sex mínútna leik. FH-ingar áttu fína spretti inn á milli og minnkuðu muninn en bilið var of mikið. Það var augljóst að leikurinn í gær við Eyjamenn hafi setið í FH-mönnum. Þeir hvítklæddu virkuðu þreyttir í dag. Lengra komust FH-ingar ekki í leiknum og Haukar sigldu þessum bikar í höfn og eru deildabikarmeistarar 2013. Patrekur: Mikið af hæfileikaríkum leikmönnum„Við mættum klárir í þennan leik. FH-ingar lentu í erfiðum leik í gær sem kostaði þá mikla orku. Á meðan við gátum rúllað mikið á liðinu gegn Fram,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég var mjög ánægður með kaflann undir lok í fyrri hálfleik ásamt upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Náðum átta mörkum og þannig séð klárum leikinn.“ „Vörnin var góð í dag. Haukar hafa í gegnum tíðina verið með góða vörn en það sem er að koma núna hjá okkur að við erum orðnir fjölbreyttari í sókn.“ „Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu með mikinn leikskilning. Auðvitað erum við með grunnskipulag og taktík sem við förum eftir en þessir strákar eru mjög góðir einstaklingar. Frábær leikur hjá þeim í dag og ég er virkilega sáttur með fyrsta bikar vetrarins,“ sagði Patrekur að lokum. Einar Andri: Við vorum þreyttir„Ég veit ekki beint hvað fór úrskeiðis. Mér fannst við spila svona þokkalegan leik en vörnin byrjaði ekki nægilega vel og við þurftum að vera hræra í henni allan leikinn“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum þreyttir og vorum að spila fram að miðnætti í gær. Það var mikið um mistök hjá okkur og ég held að við höfum verið með fimmtán tapaða bolta í leiknum. Það er óvenju mikið.“ „Svona heilt yfir fannst mér við leggja allt í þetta og vera ansi nálægt því að koma okkur inn í leikinn eftir þessa tvo skelfilegu kafla hjá okkur.“ „En Haukaliðið var sterk hérna í dag. Samt sem áður klúðruðum við þessu sjálfir með slæmum kafla hjá okkur,“ sagði Einar að lokum. Sigurbergur: Frábær sigur„Algjör karaktersigur og við mættum ákveðnir til leiks alveg frá byrjun. Við höfum verið betri aðilinn gegn FH undanfarið og það hélt áfram í dag. Framan af leiknum vorum við miklu betri á öllum sviðum fannst mér,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskytta Hauka, eftir leikinn. „Við fórum að gefa aðeins eftir í lokin sem er kannski eðlilegt enda mikið álag á mönnum. Þetta getur verið sveiflukennt en þegar upp er staðið er þetta frábær sigur hjá okkur,“ sagði Sigurbergur, augljóslega mjög sáttur með sigur sinna manna. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira
Haukar eru deildabikarmeistarar eftir þriggja marka sigur á erkifjendum sínum í FH. Haukar voru sterkari heilt yfir í leiknum í dag. FH-ingar áttu í vandræðum að leysa sóknaleik sinn gegn sterkri vörn Hauka og Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, átti stórleik í markinu. Sigurbergur Sveinsson átti frábæran leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Það verða rauð jól í Hafnarfirðinum þetta árið. Haukarnir mætti mun grimmari til leiks og náðu forystu snemma í leiknum. Varnarleikur þeirra rauðklæddu gerði FH-ingum erfitt fyrir. Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, fylgdi góðri vörn sinna manna og varði vel. Haukar voru duglegir að refsa með hraðaupphlaupsmörkum og voru eldsnöggir fram. FH-ingar voru klaufar í sókn á löngum köflum og fengu til að mynda dæmd á sig skref í tveimur sóknum í röð. Sigurbergur Sveinsson var frábær í leiknum og skoraði hvert markið á eftir öðru í öllum regnboganslitum. Ágúst Elí Björgvinsson, markmaður FH, áttu virkilega góðan leik í marki FH með 16 varða bolta. Frábær kafli hjá Haukum undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í góða stöðu og fóru þeir með fimm marka forystu til búningsklefa. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir með sjö marka forystu eftir sex mínútna leik. FH-ingar áttu fína spretti inn á milli og minnkuðu muninn en bilið var of mikið. Það var augljóst að leikurinn í gær við Eyjamenn hafi setið í FH-mönnum. Þeir hvítklæddu virkuðu þreyttir í dag. Lengra komust FH-ingar ekki í leiknum og Haukar sigldu þessum bikar í höfn og eru deildabikarmeistarar 2013. Patrekur: Mikið af hæfileikaríkum leikmönnum„Við mættum klárir í þennan leik. FH-ingar lentu í erfiðum leik í gær sem kostaði þá mikla orku. Á meðan við gátum rúllað mikið á liðinu gegn Fram,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég var mjög ánægður með kaflann undir lok í fyrri hálfleik ásamt upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Náðum átta mörkum og þannig séð klárum leikinn.“ „Vörnin var góð í dag. Haukar hafa í gegnum tíðina verið með góða vörn en það sem er að koma núna hjá okkur að við erum orðnir fjölbreyttari í sókn.“ „Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu með mikinn leikskilning. Auðvitað erum við með grunnskipulag og taktík sem við förum eftir en þessir strákar eru mjög góðir einstaklingar. Frábær leikur hjá þeim í dag og ég er virkilega sáttur með fyrsta bikar vetrarins,“ sagði Patrekur að lokum. Einar Andri: Við vorum þreyttir„Ég veit ekki beint hvað fór úrskeiðis. Mér fannst við spila svona þokkalegan leik en vörnin byrjaði ekki nægilega vel og við þurftum að vera hræra í henni allan leikinn“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum þreyttir og vorum að spila fram að miðnætti í gær. Það var mikið um mistök hjá okkur og ég held að við höfum verið með fimmtán tapaða bolta í leiknum. Það er óvenju mikið.“ „Svona heilt yfir fannst mér við leggja allt í þetta og vera ansi nálægt því að koma okkur inn í leikinn eftir þessa tvo skelfilegu kafla hjá okkur.“ „En Haukaliðið var sterk hérna í dag. Samt sem áður klúðruðum við þessu sjálfir með slæmum kafla hjá okkur,“ sagði Einar að lokum. Sigurbergur: Frábær sigur„Algjör karaktersigur og við mættum ákveðnir til leiks alveg frá byrjun. Við höfum verið betri aðilinn gegn FH undanfarið og það hélt áfram í dag. Framan af leiknum vorum við miklu betri á öllum sviðum fannst mér,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskytta Hauka, eftir leikinn. „Við fórum að gefa aðeins eftir í lokin sem er kannski eðlilegt enda mikið álag á mönnum. Þetta getur verið sveiflukennt en þegar upp er staðið er þetta frábær sigur hjá okkur,“ sagði Sigurbergur, augljóslega mjög sáttur með sigur sinna manna.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira