Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 103-77 | Öruggur sigur Keflavíkur Árni Jóhannsson skrifar 14. desember 2013 11:42 Mynd/Vilhelm Keflavík komst upp að hlið KR á toppi Domino's-deild karla með sanngjörnum sigri á Snæfelli á heimavelli í dag. Bæði lið eru með 20 stig á toppnum en KR-ingar eiga leik til góða gegn Haukum annað kvöld. Snæfellingar byrjuðu leikinn örlítið betur en Keflvíkingar voru fljótir að ná sér og þegar fimm mínútur voru liðnar var staðan jöfn 10-10. Þá tóku heimamenn völdin í leiknum og skoruðu nánast að vild og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 34-14 Keflavík í vil. Það sem skilaði þessari stóru forystu var gífurlega góður varnarleikur heimamanna og komust Snæfellingar hvorki lönd né strönd í sóknarleik sínum. Snæfellingar spiluðu mun betur í sókninni í öðrum leikhluta enda unnu þeir hann 19-22. Keflvíkingar héldu samt sem áður áfram að spila sinn leik og þar með gátu þeir haldið gestunum svona langt fyrir aftan sig. Guðmundur Jónsson fann fjölina sína vel í fyrri hálfleiknum og hafði nýtt 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Michael Craion fór mikinn fyrir Keflavík eins og endra nær, hafði í hálfleik skorað 19 stig og stolið fjórum boltum. Hjá Snæfell var Sigurður Þorvaldsson stigahæstur með 13 stig og var þar að auki með 100% nýtingu utan af velli í hálfleik. Liðsfélagar hans voru ekki jafn mikið með á nótunum en í hálfleik hafði Snæfell tapað 15 boltum á meðan Keflavík hafði einungis tapað 6. Keflavík hóf seinni hálfleikinn af miklum krafti og var það varnarleikur þeirra sem var að skila mörgum stigum í hús. Þeir komust mest 29 stigum yfir um miðjan hálfleikinn en þá virtist sem þeir slökuðu aðeins á og Snæfell reyndi að ganga á lagið. Keflvíkingar hleyptu þeim þó ekki nema 23 stigum nærri sér og juku síðan kraftinn í lok leikhluta sem lauk með stöðunni 81-58. Fjórði leikhlutinn var síðan bara formsatriði að klára bæði lið skiptu inn á ungum og óreyndum leikmönnum og gáfu þeim þar með mikilvægar mínútur. Hjá Keflavík voru það fimm leikmenn sem að skoruðu yfir tíu stig á meðan einungis tveir náðu því hjá Snæfell. Þá verður að líta til þess að Keflvíkingar spiluðu fantavörn og voru með 15 stolna bolta í leiknum og tapaði Snæfell að auki boltanum 25 sinnum. Keflavík jafnar KR þá að stigum þangað til allavega á morgun þegar KR-ingar eiga leik við Hauka.Sigurður Þorvaldsson: Við byrjuðum aldrei leikinn „Við byrjuðum aldrei leikinn og vorum aldrei tilbúnir. Ég veit ekki hvort við vorum svona sáttir með sigurinn á Njarðvík um daginn, sem við vorum í skýjunum með. Við vorum bara ömurlegir“ sagði hundfúll Sigurður Þorvaldsson eftir leikinn á móti Keflavík í dag. „Mér fannst við andlausir og það var ekki stemmningin sem við ætluðum að hafa. Menn voru kannski ekki vaknaðir, leikurinn of snemma eða eitthvað. Komumst aldrei í gang.“ Sigurður var beðinn um að leggja mat á tímabilið hingað til. „Það eru vonbrigði, við erum undir pari og verðum að nýta jólafríið í að laga það sem þarf að laga. Það eru fullt af hlutum. Til dæmis eins og í dag, að mæta ekki tilbúnir í alla leiki, við vorum þvílíkt tilbúnir í leikinn á móti Njarðvík fyrir tveimur dögum og það er óásættanlegt að við séum ekki tilbúnir í leikina. Fullt af hlutum bæði í sókn og vörn sem þarf að laga.“Andy Johnston: Það þarf að verjast fyrst og sóknin kemur í kjölfarið „Við spiluðum vel í dag, við höfum náð krafti aftur í sóknina í undanförnum leikjum. Það getur gerst að lið byrji að hitta illa og missa einbeitningu í sókninni yfir tímabilið. Seinustu tveir leikir hafa verið góðir sóknarlega, við höfum ýtt boltanum upp og nýtt skotin okkar“ sagði kátur þjálfari Keflvíkinga eftir leik. „Við spiluðum mjög góða vörn í dag. Hún er alltaf helsta ástæða þess að lið vinna, það þarf að verjast fyrst og sóknin ætti að koma í kjölfarið en lið eiga alltaf á hættu að detta niður sóknarlega og nýta ekki færin sín en hún var til staðar í dag. Við þurftum samt að spila af krafti í dag, Snæfell er með gott lið og unnu hörkusigur á Njarðvík um daginn.“ Um tímabilið hingað til sagði Andy: „Ég er mjög stoltur af strákunum mínum. Magnús [Þór Gunnarsson] hefur lítið verið með okkur en hann er einn af leiðtogunum okkar. Fyrri hluti tímabilsins hefur verið árangursríkur, nokkrir hikstar, við munum ekki vinna alla leiki en það er mikilvægt að koma til baka. Við höfum verið að koma til baka eftir nokkra leiki þar sem við spiluðum ekki vel en ég held að hléið muni gera okkur gott.“ „Markmið okkar er að verða alltaf betri og betri með hverjum leik. Við viljum verða betri sem lið og ná eins miklum árangri með því. Þetta eru góðir strákar, það er gott að umgangast þá og þeir eru duglegir. Þetta er langt tímabil og við verðum bara að halda áfram.“Tölfræði leiksins:Keflavík-Snæfell 103-77 (34-14, 19-22, 28-22, 22-19)Keflavík: Michael Craion 25/5 fráköst/7 stolnir, Guðmundur Jónsson 20, Darrel Keith Lewis 14, Gunnar Ólafsson 12, Valur Orri Valsson 10/9 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 9, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 5/7 stoðsendingar.Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 24/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 12, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/8 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 8, Vance Cooksey 7/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 6, Finnur Atli Magnússon 3, Sveinn Arnar Davíðsson 3/5 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 3, Jóhann Kristófer Sævarsson 2.Bein textalýsing:4. leikhluti | 103-77: Leiknum er lokið með sanngjörnum sigri heimamanna.4. leikhluti | 103-77: Liðin hafa skipst á að skora og er minna en mínúta eftir af leiknum.4. leikhluti | 101-74: Nú fá Keflvíkingar dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Andri Guðmundsson ýtti frá sér eftir að hafa fengið dæmda á sig villu. Hvorugt vítið fór niður og ekki nýttu Snæfellingar sóknina á eftir. 2:25 eftir.4. leikhluti | 101-74: Leikurinn er þannig lagað búinn, bæði lið nýta tækifærið til að gefa leikmönnum mínútur sem fá ekki margar venjulega. 2:52 eftir.4. leikhluti | 101-74: Sigurður Þorvaldsson er sá Snæfellingur sem hefur sýnt af sér besta frammistöðu í dag. Hann er kominn með 24 stig og eru einungis tveir Snæfellingar komnir yfir 10 stig. 3:23 eftir.4. leikhluti | 101-71: 30 stiga munur. Keflvíkingar hafa spilað frábæran körfubolta í dag. 4:50 eftir.4. leikhluti | 95-69: Sigurður Þorvaldsson skoraði körfu og fékk villu að auki. Vítið fór niður einnig. 6:02 eftir.4. leikhluti | 95-66: Enn ein óíþróttamannsleg villa á Snæfell. Þeir eru að hanga of mikið í leikmönnum eftir að búið er að dæma villu. Valur Valsson nýtti bæði vítin og Almar Guðbrandsson bætti tveimur stigum við. 6:33 eftir.4. leikhluti | 91-66: Tveir þristar í röð frá Ragnar Albertssyni Keflvíking. Liðin eru samt að skiptast á að skora. 7 mín. eftir.4. leikhluti | 85-58: Valur Orri Valsson bætti þremur stigum í sarpinn og er munurinn 27 stig. 8:55 eftir. Lykilleikmenn Keflavíkur fá hvíld á bekknum þessa stundina.4. leikhluti | 82-58: Fjórði leikhluti hafinn og náði Almar Guðbrandsson sér í villu sem dæmd var óíþróttamannsleg. Annað vítið fór niður og Keflavík fékk boltann aftur en klúðraði sókninni. 9:20 eftir.3. leikhluti | 81-58: Bæði lið reyndu skot á seinustu sekúndunum en bæði geiguðu og hafa heimamenn 23 stiga forustu fyrir lokafjórðunginn.3. leikhluti | 81-58: Snæfell hefur skorað fimm síðustu stig. 24 sek. eftir.3. leikhluti | 81-53: Valur Valsson keyrði að körfunni og náði í villu. Bæði vítin fóru niður. 1:41 eftir.3. leikhluti | 79-53: Liðin skiptast á að skora. Vörn heimamanna er að koma aftur og sóknin sömuleiðis. Valur Valsson með þrist. 2:10 eftir.3. leikhluti | 74-51: Það gengur betur hjá Snæfellingum þessa stundina. 4 mín eftir.3. leikhluti | 72-49: Snæfellingar náðu loks að leysa svæðisvörn heimamanna og skilaði það troðslu frá Sigurði Þorvaldssyni. 4:23 eftir.3. leikhluti | 72-47: Keflavík tekur leikhlé þegar 5:01 eru eftir. Þjálfari Keflvíkinga fannst sínir leikmenn vera að slaka á klónni og ætlar að reyna að koma í veg fyrir það.3. leikhluti | 72-45: Nú er skipst á ða skora og hentar Keflvíkingum afar vel. 5:25 eftir.3. leikhluti | 67-41: Varnarleikur heimamanna hefur verið til fyrirmyndar í dag og sést það á muninum á liðunum. Guðmundur Jónsson nýtir tvö víti. 7:07 eftir.3. leikhluti | 65-41: Tveir stolnir boltar í röð hjá Keflavík og tvö hraðaupphlaup í kjölfarið. Snæfell tekur leikhlé þegar 7:34 eru eftir.3. leikhluti | 58-39: Guðmundur Jónsson heldur áfram að negla niður þristunum. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 55-39: Heimamenn hófu stigaskorunina en Snæfellingar svöruðu að bragði með þriggja stiga körfu. 9:25 eftir. 3. leikhluti | 53-36: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru gestirnir sem hefja leik. 9:58 eftir.2. leikhluti | 53-36: Seinasta skotið geigaði en Keflvíkingar halda 17 stiga forystu í hálfleik. Snæfell spilaði mun betur í öðrum leikhluta en Keflvíkingar gáfu lítið eftir í sínu spili og þess vegna halda þeir forystunni.2. leikhluti | 53-36: Fimm sekúndur eftir og Vance Cooksey fór á vítalínuna og nýtti tvö víti. Keflvíkingar fá seinasta skotið.2. leikhluti | 51-34: 47 sekúndur eftir af hálfleiknum og Snæfell tapar boltanum með moki.2. leikhluti | 51-32: Guðmundur Jónsson hefur verið heitur fimm af fimm í þriggja stiga skotum. 1:33 eftir.2. leikhluti | 48-32: Tvær þriggja stiga körfur í röð hjá Snæfell en Keflavík svaraði fyrir það með góðri körfu. 2:19 eftir.2. leikhluti | 46-29: Sigurður Þorvaldsson skoraði körfu og náði sér í villu að auki. Vítið geigaði en Snæfell náði sóknarfrákastinu og skoraði þriggja stiga körfu. 3:06 eftir.2. leikhluti | 46-24: Það hafði ekki komið karfa í góðann tíma en Craion eykur muninn fyrir Keflavík. 3:33 eftir.2. leikhluti | 44-24: Enn eru Snæfellingar að tapa boltanum klaufalega, hafa tvær sóknir í röð stigið útaf. 4:40 eftir.2. leikhluti | 44-24: Varnarleikur heimamanna hefur verið stórgóður það sem af er leik. 5:13 eftir.2. leikhluti | 44-24: 20 stiga munur heimamönnum í vil og leikhlé tekið þegar 5:32 eru eftir.2. leikhluti | 44-21: Flott boltahreyfing hjá heimamönnum sem endar á því að Guðmundur Jónsson skorar þriggja stiga körfu og er munurinn 23 stig þegar 6:59 eru eftir.2. leikhluti | 41-21: Craion treður en Sigurður Þorvaldsson svarar með þriggja stiga körfu. 7:45 eftir2. leikhluti | 39-18: Skipst á að skora aftur og leikhlé tekið þegar 8:16 er eftir.2. leikhluti | 37-16: Guðmundur Jónsson hefur annan leikhlutann eins og hann lauk fyrri með þriggja stiga körfu en Snæfellingar svara. 9:32 eftir.1. leikhluti | 34-14: Keflavík fékk boltann aftur skoraði og náði boltanum aftur og Guðmundur Jónsson skoraði þriggja stiga körfu þegar nokkrar sekúndur lifðu af leikhlutanum. 20 stiga munur fyrir annan leikhluta.1. leikhluti | 29-14: Óíþróttamannsleg villa dæmd á Jón Jónsson og svo fær Ingi Þór dæmda á sig tæknivillu fyrir tuð. 35 sek eftir.1. leikhluti | 27-14: Heimamenn eru komnir með 13 stiga forystu og mínúta eftir. Keflavík er komið í svæðisvörn og er að spila betur.1. leikhluti | 23-14: Snæfellingar tapa boltanum klaufalega, það var dæmt tvígrip á þá. Keflavík fór í sókn og skoraði Craion körfu og fékk villu að auki. Vítið fór ofan í. 1:55 eftir.1. leikhluti | 20-14: Góður kafli heimamanna neyðir Inga Þór í að taka leikhlé þegar 2:12 eru eftir. Arnar Freyr og Michael Craion spiluðu fallega á milli sín sem endaði með því að Craion tróð boltanum af miklum krafti eftir skrín og veltu (e. pick and roll)1. leikhluti | 18-14: Það er skipst á að skora hérna, Guðmundur Jónsson var rétt í þessu að negla niður þrist. 2:30 eftir.1. leikhluti | 13-12: Heimamenn ná forystunni, Arnar Freyr Jónsson skorar þriggja stiga körfu en Snæfellingar svöruðu um hæl. 3:55 eftir.1. leikhluti | 10-10: Keflvíkingar skora fjögur stig í röð og jafna leikinn. 5:08 eftir.1. leikhluti | 6-10: Keflvíkingar sýndu góðan varnarleik og þröngvuðu Snæfellinga í að skjóta með lítif eftir af skotklukkunni en gestirnir náðu sóknarfrákasti og Sigurður Þorvaldsson skoraði þriggja stiga körfu. 5:43 eftir.1. leikhluti | 4-7: Sigurður Þorvaldsson nýtir eitt víti en Snæfell stelur boltanum strax aftur og Cooksey leggur boltann í körfuna. 7 mín. eftir.1. leikhluti | 2-2: Snæfellingar skora fyrstu stigin í dag en heimamenn svara að bragði. 8:15 eftir1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Snæfell sem hefja leik. 9:58.Fyrir leik: Liðin verða nú kynnt til leiks og það styttist í leik. Enn eru örfáar hræður í húsinu, það er greinilegt að jólatörnin er að rífa fólk frá því að horfa á körfubolta í dag.Fyrir leik: Þessi leikur er seinni hluti tvíhöfða í TM-höllinni í Keflavík en fyrr í dag vann kvennalið Snæfells heimakonur 58-84 í leik sem í raun og veru var búinn í hálfleik.Fyrir leik: Það eru 20 mínútur í leik og liðin hita upp af krafti. Keflavík er fyrir leik í öðru sæti með 18 stig en Snæfell situr í 8. sæti með 10 stig. Snæfell vann seinasta leik á mótir Njarðvík 90-77 og Keflavík gerði góða ferð í Breiðholtið og vann ÍR 89-102.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu Vísis frá leik Keflavíkur og Snæfells. Dominos-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
Keflavík komst upp að hlið KR á toppi Domino's-deild karla með sanngjörnum sigri á Snæfelli á heimavelli í dag. Bæði lið eru með 20 stig á toppnum en KR-ingar eiga leik til góða gegn Haukum annað kvöld. Snæfellingar byrjuðu leikinn örlítið betur en Keflvíkingar voru fljótir að ná sér og þegar fimm mínútur voru liðnar var staðan jöfn 10-10. Þá tóku heimamenn völdin í leiknum og skoruðu nánast að vild og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 34-14 Keflavík í vil. Það sem skilaði þessari stóru forystu var gífurlega góður varnarleikur heimamanna og komust Snæfellingar hvorki lönd né strönd í sóknarleik sínum. Snæfellingar spiluðu mun betur í sókninni í öðrum leikhluta enda unnu þeir hann 19-22. Keflvíkingar héldu samt sem áður áfram að spila sinn leik og þar með gátu þeir haldið gestunum svona langt fyrir aftan sig. Guðmundur Jónsson fann fjölina sína vel í fyrri hálfleiknum og hafði nýtt 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Michael Craion fór mikinn fyrir Keflavík eins og endra nær, hafði í hálfleik skorað 19 stig og stolið fjórum boltum. Hjá Snæfell var Sigurður Þorvaldsson stigahæstur með 13 stig og var þar að auki með 100% nýtingu utan af velli í hálfleik. Liðsfélagar hans voru ekki jafn mikið með á nótunum en í hálfleik hafði Snæfell tapað 15 boltum á meðan Keflavík hafði einungis tapað 6. Keflavík hóf seinni hálfleikinn af miklum krafti og var það varnarleikur þeirra sem var að skila mörgum stigum í hús. Þeir komust mest 29 stigum yfir um miðjan hálfleikinn en þá virtist sem þeir slökuðu aðeins á og Snæfell reyndi að ganga á lagið. Keflvíkingar hleyptu þeim þó ekki nema 23 stigum nærri sér og juku síðan kraftinn í lok leikhluta sem lauk með stöðunni 81-58. Fjórði leikhlutinn var síðan bara formsatriði að klára bæði lið skiptu inn á ungum og óreyndum leikmönnum og gáfu þeim þar með mikilvægar mínútur. Hjá Keflavík voru það fimm leikmenn sem að skoruðu yfir tíu stig á meðan einungis tveir náðu því hjá Snæfell. Þá verður að líta til þess að Keflvíkingar spiluðu fantavörn og voru með 15 stolna bolta í leiknum og tapaði Snæfell að auki boltanum 25 sinnum. Keflavík jafnar KR þá að stigum þangað til allavega á morgun þegar KR-ingar eiga leik við Hauka.Sigurður Þorvaldsson: Við byrjuðum aldrei leikinn „Við byrjuðum aldrei leikinn og vorum aldrei tilbúnir. Ég veit ekki hvort við vorum svona sáttir með sigurinn á Njarðvík um daginn, sem við vorum í skýjunum með. Við vorum bara ömurlegir“ sagði hundfúll Sigurður Þorvaldsson eftir leikinn á móti Keflavík í dag. „Mér fannst við andlausir og það var ekki stemmningin sem við ætluðum að hafa. Menn voru kannski ekki vaknaðir, leikurinn of snemma eða eitthvað. Komumst aldrei í gang.“ Sigurður var beðinn um að leggja mat á tímabilið hingað til. „Það eru vonbrigði, við erum undir pari og verðum að nýta jólafríið í að laga það sem þarf að laga. Það eru fullt af hlutum. Til dæmis eins og í dag, að mæta ekki tilbúnir í alla leiki, við vorum þvílíkt tilbúnir í leikinn á móti Njarðvík fyrir tveimur dögum og það er óásættanlegt að við séum ekki tilbúnir í leikina. Fullt af hlutum bæði í sókn og vörn sem þarf að laga.“Andy Johnston: Það þarf að verjast fyrst og sóknin kemur í kjölfarið „Við spiluðum vel í dag, við höfum náð krafti aftur í sóknina í undanförnum leikjum. Það getur gerst að lið byrji að hitta illa og missa einbeitningu í sókninni yfir tímabilið. Seinustu tveir leikir hafa verið góðir sóknarlega, við höfum ýtt boltanum upp og nýtt skotin okkar“ sagði kátur þjálfari Keflvíkinga eftir leik. „Við spiluðum mjög góða vörn í dag. Hún er alltaf helsta ástæða þess að lið vinna, það þarf að verjast fyrst og sóknin ætti að koma í kjölfarið en lið eiga alltaf á hættu að detta niður sóknarlega og nýta ekki færin sín en hún var til staðar í dag. Við þurftum samt að spila af krafti í dag, Snæfell er með gott lið og unnu hörkusigur á Njarðvík um daginn.“ Um tímabilið hingað til sagði Andy: „Ég er mjög stoltur af strákunum mínum. Magnús [Þór Gunnarsson] hefur lítið verið með okkur en hann er einn af leiðtogunum okkar. Fyrri hluti tímabilsins hefur verið árangursríkur, nokkrir hikstar, við munum ekki vinna alla leiki en það er mikilvægt að koma til baka. Við höfum verið að koma til baka eftir nokkra leiki þar sem við spiluðum ekki vel en ég held að hléið muni gera okkur gott.“ „Markmið okkar er að verða alltaf betri og betri með hverjum leik. Við viljum verða betri sem lið og ná eins miklum árangri með því. Þetta eru góðir strákar, það er gott að umgangast þá og þeir eru duglegir. Þetta er langt tímabil og við verðum bara að halda áfram.“Tölfræði leiksins:Keflavík-Snæfell 103-77 (34-14, 19-22, 28-22, 22-19)Keflavík: Michael Craion 25/5 fráköst/7 stolnir, Guðmundur Jónsson 20, Darrel Keith Lewis 14, Gunnar Ólafsson 12, Valur Orri Valsson 10/9 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 9, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 5/7 stoðsendingar.Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 24/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 12, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/8 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 8, Vance Cooksey 7/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 6, Finnur Atli Magnússon 3, Sveinn Arnar Davíðsson 3/5 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 3, Jóhann Kristófer Sævarsson 2.Bein textalýsing:4. leikhluti | 103-77: Leiknum er lokið með sanngjörnum sigri heimamanna.4. leikhluti | 103-77: Liðin hafa skipst á að skora og er minna en mínúta eftir af leiknum.4. leikhluti | 101-74: Nú fá Keflvíkingar dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Andri Guðmundsson ýtti frá sér eftir að hafa fengið dæmda á sig villu. Hvorugt vítið fór niður og ekki nýttu Snæfellingar sóknina á eftir. 2:25 eftir.4. leikhluti | 101-74: Leikurinn er þannig lagað búinn, bæði lið nýta tækifærið til að gefa leikmönnum mínútur sem fá ekki margar venjulega. 2:52 eftir.4. leikhluti | 101-74: Sigurður Þorvaldsson er sá Snæfellingur sem hefur sýnt af sér besta frammistöðu í dag. Hann er kominn með 24 stig og eru einungis tveir Snæfellingar komnir yfir 10 stig. 3:23 eftir.4. leikhluti | 101-71: 30 stiga munur. Keflvíkingar hafa spilað frábæran körfubolta í dag. 4:50 eftir.4. leikhluti | 95-69: Sigurður Þorvaldsson skoraði körfu og fékk villu að auki. Vítið fór niður einnig. 6:02 eftir.4. leikhluti | 95-66: Enn ein óíþróttamannsleg villa á Snæfell. Þeir eru að hanga of mikið í leikmönnum eftir að búið er að dæma villu. Valur Valsson nýtti bæði vítin og Almar Guðbrandsson bætti tveimur stigum við. 6:33 eftir.4. leikhluti | 91-66: Tveir þristar í röð frá Ragnar Albertssyni Keflvíking. Liðin eru samt að skiptast á að skora. 7 mín. eftir.4. leikhluti | 85-58: Valur Orri Valsson bætti þremur stigum í sarpinn og er munurinn 27 stig. 8:55 eftir. Lykilleikmenn Keflavíkur fá hvíld á bekknum þessa stundina.4. leikhluti | 82-58: Fjórði leikhluti hafinn og náði Almar Guðbrandsson sér í villu sem dæmd var óíþróttamannsleg. Annað vítið fór niður og Keflavík fékk boltann aftur en klúðraði sókninni. 9:20 eftir.3. leikhluti | 81-58: Bæði lið reyndu skot á seinustu sekúndunum en bæði geiguðu og hafa heimamenn 23 stiga forustu fyrir lokafjórðunginn.3. leikhluti | 81-58: Snæfell hefur skorað fimm síðustu stig. 24 sek. eftir.3. leikhluti | 81-53: Valur Valsson keyrði að körfunni og náði í villu. Bæði vítin fóru niður. 1:41 eftir.3. leikhluti | 79-53: Liðin skiptast á að skora. Vörn heimamanna er að koma aftur og sóknin sömuleiðis. Valur Valsson með þrist. 2:10 eftir.3. leikhluti | 74-51: Það gengur betur hjá Snæfellingum þessa stundina. 4 mín eftir.3. leikhluti | 72-49: Snæfellingar náðu loks að leysa svæðisvörn heimamanna og skilaði það troðslu frá Sigurði Þorvaldssyni. 4:23 eftir.3. leikhluti | 72-47: Keflavík tekur leikhlé þegar 5:01 eru eftir. Þjálfari Keflvíkinga fannst sínir leikmenn vera að slaka á klónni og ætlar að reyna að koma í veg fyrir það.3. leikhluti | 72-45: Nú er skipst á ða skora og hentar Keflvíkingum afar vel. 5:25 eftir.3. leikhluti | 67-41: Varnarleikur heimamanna hefur verið til fyrirmyndar í dag og sést það á muninum á liðunum. Guðmundur Jónsson nýtir tvö víti. 7:07 eftir.3. leikhluti | 65-41: Tveir stolnir boltar í röð hjá Keflavík og tvö hraðaupphlaup í kjölfarið. Snæfell tekur leikhlé þegar 7:34 eru eftir.3. leikhluti | 58-39: Guðmundur Jónsson heldur áfram að negla niður þristunum. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 55-39: Heimamenn hófu stigaskorunina en Snæfellingar svöruðu að bragði með þriggja stiga körfu. 9:25 eftir. 3. leikhluti | 53-36: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru gestirnir sem hefja leik. 9:58 eftir.2. leikhluti | 53-36: Seinasta skotið geigaði en Keflvíkingar halda 17 stiga forystu í hálfleik. Snæfell spilaði mun betur í öðrum leikhluta en Keflvíkingar gáfu lítið eftir í sínu spili og þess vegna halda þeir forystunni.2. leikhluti | 53-36: Fimm sekúndur eftir og Vance Cooksey fór á vítalínuna og nýtti tvö víti. Keflvíkingar fá seinasta skotið.2. leikhluti | 51-34: 47 sekúndur eftir af hálfleiknum og Snæfell tapar boltanum með moki.2. leikhluti | 51-32: Guðmundur Jónsson hefur verið heitur fimm af fimm í þriggja stiga skotum. 1:33 eftir.2. leikhluti | 48-32: Tvær þriggja stiga körfur í röð hjá Snæfell en Keflavík svaraði fyrir það með góðri körfu. 2:19 eftir.2. leikhluti | 46-29: Sigurður Þorvaldsson skoraði körfu og náði sér í villu að auki. Vítið geigaði en Snæfell náði sóknarfrákastinu og skoraði þriggja stiga körfu. 3:06 eftir.2. leikhluti | 46-24: Það hafði ekki komið karfa í góðann tíma en Craion eykur muninn fyrir Keflavík. 3:33 eftir.2. leikhluti | 44-24: Enn eru Snæfellingar að tapa boltanum klaufalega, hafa tvær sóknir í röð stigið útaf. 4:40 eftir.2. leikhluti | 44-24: Varnarleikur heimamanna hefur verið stórgóður það sem af er leik. 5:13 eftir.2. leikhluti | 44-24: 20 stiga munur heimamönnum í vil og leikhlé tekið þegar 5:32 eru eftir.2. leikhluti | 44-21: Flott boltahreyfing hjá heimamönnum sem endar á því að Guðmundur Jónsson skorar þriggja stiga körfu og er munurinn 23 stig þegar 6:59 eru eftir.2. leikhluti | 41-21: Craion treður en Sigurður Þorvaldsson svarar með þriggja stiga körfu. 7:45 eftir2. leikhluti | 39-18: Skipst á að skora aftur og leikhlé tekið þegar 8:16 er eftir.2. leikhluti | 37-16: Guðmundur Jónsson hefur annan leikhlutann eins og hann lauk fyrri með þriggja stiga körfu en Snæfellingar svara. 9:32 eftir.1. leikhluti | 34-14: Keflavík fékk boltann aftur skoraði og náði boltanum aftur og Guðmundur Jónsson skoraði þriggja stiga körfu þegar nokkrar sekúndur lifðu af leikhlutanum. 20 stiga munur fyrir annan leikhluta.1. leikhluti | 29-14: Óíþróttamannsleg villa dæmd á Jón Jónsson og svo fær Ingi Þór dæmda á sig tæknivillu fyrir tuð. 35 sek eftir.1. leikhluti | 27-14: Heimamenn eru komnir með 13 stiga forystu og mínúta eftir. Keflavík er komið í svæðisvörn og er að spila betur.1. leikhluti | 23-14: Snæfellingar tapa boltanum klaufalega, það var dæmt tvígrip á þá. Keflavík fór í sókn og skoraði Craion körfu og fékk villu að auki. Vítið fór ofan í. 1:55 eftir.1. leikhluti | 20-14: Góður kafli heimamanna neyðir Inga Þór í að taka leikhlé þegar 2:12 eru eftir. Arnar Freyr og Michael Craion spiluðu fallega á milli sín sem endaði með því að Craion tróð boltanum af miklum krafti eftir skrín og veltu (e. pick and roll)1. leikhluti | 18-14: Það er skipst á að skora hérna, Guðmundur Jónsson var rétt í þessu að negla niður þrist. 2:30 eftir.1. leikhluti | 13-12: Heimamenn ná forystunni, Arnar Freyr Jónsson skorar þriggja stiga körfu en Snæfellingar svöruðu um hæl. 3:55 eftir.1. leikhluti | 10-10: Keflvíkingar skora fjögur stig í röð og jafna leikinn. 5:08 eftir.1. leikhluti | 6-10: Keflvíkingar sýndu góðan varnarleik og þröngvuðu Snæfellinga í að skjóta með lítif eftir af skotklukkunni en gestirnir náðu sóknarfrákasti og Sigurður Þorvaldsson skoraði þriggja stiga körfu. 5:43 eftir.1. leikhluti | 4-7: Sigurður Þorvaldsson nýtir eitt víti en Snæfell stelur boltanum strax aftur og Cooksey leggur boltann í körfuna. 7 mín. eftir.1. leikhluti | 2-2: Snæfellingar skora fyrstu stigin í dag en heimamenn svara að bragði. 8:15 eftir1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Snæfell sem hefja leik. 9:58.Fyrir leik: Liðin verða nú kynnt til leiks og það styttist í leik. Enn eru örfáar hræður í húsinu, það er greinilegt að jólatörnin er að rífa fólk frá því að horfa á körfubolta í dag.Fyrir leik: Þessi leikur er seinni hluti tvíhöfða í TM-höllinni í Keflavík en fyrr í dag vann kvennalið Snæfells heimakonur 58-84 í leik sem í raun og veru var búinn í hálfleik.Fyrir leik: Það eru 20 mínútur í leik og liðin hita upp af krafti. Keflavík er fyrir leik í öðru sæti með 18 stig en Snæfell situr í 8. sæti með 10 stig. Snæfell vann seinasta leik á mótir Njarðvík 90-77 og Keflavík gerði góða ferð í Breiðholtið og vann ÍR 89-102.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu Vísis frá leik Keflavíkur og Snæfells.
Dominos-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira