Áhrif innbrotsins á vef Vodafone og gagnalekans, voru ekki mikil á hlutabréfaverð félagsins í dag. Velta með hlutabréfin var einungis 90 milljónir króna, en heildarvelta dagsins var 989 milljónir. Þá stóð gengið í stað í lok dags.
Samkvæmt Keldunni hækkaði gengi Haga um 0,94% í dag, TM um 0,48% og Eimskipafélagið um 0,20%. Össur lækkaði um 1,11%, Reginn um 0,63% og Icelandair um 0,30%.
