Grófar kynlífssenur í nýjustu stiklunni frá Lars Von Trier 22. nóvember 2013 22:00 Stikla í fullri lengd er nú loksins búið að gefa út fyrir nýjustu kvikmynd úr smiðju Lars Von Trier, Nymphomaniac. Myndin hefur vakið athygli fyrir grófar kynlífssenur. Þannig var tölvutækni notuð til að klippa höfuð aðalleikaranna við klámmyndaleikara, sem sáu um grófustu atriðin í myndinni. Einnig hefur Von Trier farið óhefðbundnar leiðir í kynningu á kvikmyndinni, meðal annars með því að gefa út plaggöt með myndum af aðalpersónum myndarinnar þar sem ein stjarna á hverju plaggati er við það að fá fullnægingu. Í myndinni leikur Charlotte Gainsbourg kynlífsfíkilinn Joe, sem segir erótíska sögu sína frá fæðingu til fimmtugs. Auk hennar koma fram í myndinni Shia LaBeouf, Stellan Skarsgard, Jamie Bell, Uma Thurman og Christian Slater. Nymphomaniac verður frumsýnd í Danmörku þann tuttugusta og fimmta desember, en það verður að öllum líkindum ljósbláa útgáfan af myndinni þar sem Lars Von Trier vill geyma grófari útgáfuna fyrir Cannes. Sagan segir að sú útgáfa sé fimm tíma löng. Stiklan fylgir fréttinni. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Stikla í fullri lengd er nú loksins búið að gefa út fyrir nýjustu kvikmynd úr smiðju Lars Von Trier, Nymphomaniac. Myndin hefur vakið athygli fyrir grófar kynlífssenur. Þannig var tölvutækni notuð til að klippa höfuð aðalleikaranna við klámmyndaleikara, sem sáu um grófustu atriðin í myndinni. Einnig hefur Von Trier farið óhefðbundnar leiðir í kynningu á kvikmyndinni, meðal annars með því að gefa út plaggöt með myndum af aðalpersónum myndarinnar þar sem ein stjarna á hverju plaggati er við það að fá fullnægingu. Í myndinni leikur Charlotte Gainsbourg kynlífsfíkilinn Joe, sem segir erótíska sögu sína frá fæðingu til fimmtugs. Auk hennar koma fram í myndinni Shia LaBeouf, Stellan Skarsgard, Jamie Bell, Uma Thurman og Christian Slater. Nymphomaniac verður frumsýnd í Danmörku þann tuttugusta og fimmta desember, en það verður að öllum líkindum ljósbláa útgáfan af myndinni þar sem Lars Von Trier vill geyma grófari útgáfuna fyrir Cannes. Sagan segir að sú útgáfa sé fimm tíma löng. Stiklan fylgir fréttinni.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira