Íslenska fimleikalandsliðið stóð sig vel á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum. Ísland átti þrjá fulltrúa í úrslitunum í dag.
Agnes Suto náði bestum árangri Íslendingana en hún hafnaði í fimmta sæti á tvíslá. Agnes var einnig í úrslitum í stökki og þar hafnaði hún í sjötta sæti.
Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir endaði áttunda sæti í gólfæfingum og Jón Sigurður Gunnarsson varð sjöundi í stökki.
Í fjölþrautinni náði Sigurður Andrés Sigurðsson bestum árangri strákanna með því að hafna í tuttugasta sæti. Agnes Suto gerði enn betur og hafnaði í þrettánda sæti í fjölþrautinni.
Fínasti árangur hjá krökkunum og í tilkynningu frá Fimleikasambandinu kemur fram að þjálfarar liðsins hafi verið hæstánægðir með árangurinn.
Agnes Suto náði besta árangri fimleikalandsliðsins

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn