Körfubolti

Rose spilar ekki meira á tímabilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, hefur gengist undir aðgerð á hné og mun af þeim sökum missa af tímabilinu öllu í NBA-deildinni.

Þetta er mikið áfall fyrir Chicago og Rose sjálfan en hann missti af öllu síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband í maí í fyrra. Árið þar á undan var hann kjörinn leikmaður ársins.

Rose er með lifinn liðþófa en hægt er að gera að slíkum meiðslum þannig að leikmaðurinn snúi aftur innan fárra vikna. Svo virðist hins vegar vera að forráðamenn Bulls hafi ákveðið að senda Rose í mun flóknari aðgerð þar sem gert er betur að liðþófanum. Sú aðgerð þýðir hins vegar að Rose þarf lengri endurhæfingu.

Aðrar NBA-stjörnur sem hafa gengist undir einfaldari aðgerðina segja að það geta valdið frekari vandamálum síðar á ferlinum.

Rose er 25 ára gamall og er með langtímasamning við Chicago Bulls.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×