Körfubolti

LeBron býður öllu Miami-liðinu heim til sín á Þakkargjörðardaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Mynd/NordicPhotos/Getty
Á morgun er Þakkargjörðardagurinn (Thanksgiving Day) í Bandaríkjunum og þá leggja Bandaríkjamenn mikið upp úr því að vera með fjölskyldu og vinum. Leikmenn í NBA-deildinni í körfubolta lenda hinsvegar oft í því að vera á útivallaferðalagi á þessum degi og þannig er nú málum háttað hjá meisturunum í Miami Heat.

LeBron James dó þó ekki ráðalaus en eins og flestum er kunnugt þá á hann enn heimili í Cleveland þar sem hann spilaði fyrstu sjö árin á sínum NBA-ferli.

Miami-liðið mætir Cleveland í kvöld en James fékk forráðamenn Miami til að breyta ferðatilhögun liðsins þannig að allt Miami Heat liðið gæti mætt heim til LeBron á morgun og borðað saman þakkargjörðardagsmáltíð.

„Ég vildi að við gætum verið heima í Miami en ég er ánægður að geta gert eitthvað fyrir liðið mitt á Þakkargjörðardeginum," sagði LeBron James.

„Við erum ekki heima með fjölskyldum okkar en það er góð lausn en að fá að vera heima hjá einhverjum öðrum. Við erum líka fara á mjög fínt heimi," sagði Dwyane Wade.

Miami spilar síðan í  Toronto á föstudagskvöldið en ólíkt NFL-deildinni (ameríski fóboltinn) þá eru engir leikir í NBA-deildinni á Þakkargjörðardeginum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×