Hin 29 ára gamla Lindsey Vonn sleit krossband í febrúar síðastliðnum og var frá í sjö mánuði. Hún meiddist síðan á sama hné á æfingu í síðustu viku.
„Ef allt gengur að óskum þá verða ég farin að keppa í næstu viku. Ef þetta gengur ekki upp þá verð ég að taka mér hvíld og sjá til hvort ég komi til baka á þessu tímabili," sagði Lindsey Vonn við BBC.
Vonn hefur orðið heimsmeistari í bruni sex ár í röð en hún var yfirburðarmanneskja í heimsbikar kvenna áður á árunum 2009 til 2012 þegar hún vann samtals fjórtán heimsmeistaratitla.
„Endurhæfingin gengur vel og mér líður vel. Ég er farinn að stíga í löppina en ég veit ekkert fyrir víst fyrr en ég læt reyna á þetta í snjónum," sagði Vonn. Hún er ekki síður fræg fyrir að vera kærasta kylfingsins Tiger Woods.
„Það er löng leið eftir í endurkomunni en ég er fullviss um að þetta verði í lagi. Það eina sem ég get gert er að vera jákvæð," sagði Vonn.

