Fyrsti æfingaleikur íslenska kvennalandsliðsins af þremur gegn Sviss fór fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Þar höfðu Svisslendingar betur, 20-17.
Sviss hafði fimm marka forystu í hálfleik, 12-7, en Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í liði Íslands með fjögur mörk.
Liðin mætast aftur á morgun og svo í þriðja sinn á laugardaginn.
Mörk Íslands: Birna Berg Haraldsdóttir 4, Karólína Lárudóttir 3, Arna Sif Pálsdóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Karen Knútsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1.
Stelpurnar töpuðu fyrir Sviss
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti