Fyrsti æfingaleikur íslenska kvennalandsliðsins af þremur gegn Sviss fór fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Þar höfðu Svisslendingar betur, 20-17.
Sviss hafði fimm marka forystu í hálfleik, 12-7, en Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í liði Íslands með fjögur mörk.
Liðin mætast aftur á morgun og svo í þriðja sinn á laugardaginn.
Mörk Íslands: Birna Berg Haraldsdóttir 4, Karólína Lárudóttir 3, Arna Sif Pálsdóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Karen Knútsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1.
