„Skítlegt af HK og HSÍ“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2013 13:15 Leikmenn KA/Þórs á síðustu leiktíð. Mynd/Heimasíða KA Forráðamenn KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handbolta eru afar ósáttir við vinnubrögð Handknattleikssambands Íslands og HK. Segja þeir landsbyggðarliðin og liðin á höfuðborgarsvæðinu ekki sitja við sama borð. Norðanmenn eru ósáttir með endurteknar frestanir á leikjum liðsins gegn HK. Upphaflega átti leikurinn að fara fram 10. nóvember og svo aftur á þriðjudagskvöldið. Flugi norður yfir heiðar var aflýst báða leikdaga. „HK hefði báða dagana getað sest upp í rútu, eins og KA/Þór gerir fyrir hvern útileik, og keyrt norður. Við vorum allir af vilja gerðir að seinka leiknum fram á kvöld báða dagana svo þeir gætu gefið sér góðan tíma í að teygja úr fótunum eftir fjögurra tíma ferðalag,“ segir Siguróli Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar á Norðursport.net. Bendir Siguróli á að Akureyringar hafi flogið leikmanni heim að sunnan í fyrri leikinn með dags fyrirvara vegna slæmrar veðurspár. Á þriðjudaginn hafi orðið ljóst að ekki yrði flugfært í hádeginu. Hann hafi rætt við forsvarsmenn HSÍ og stungið upp á að leikið yrði klukkan 20. Þá hefðu Kópavogsstelpur tíma til að keyra norður líkt og Akureyringar gera í alla útileiki sína. Bæði HSÍ og HK hafnaði tillögunni. „Ég veit þess dæmi að Akureyri Handboltafélag hefur fengið þau skilaboð að gjöra svo vel og keyra í bikarleiki og úrslitakeppni, ef útlit fyrir flug er slæmt. Þeir hafa farið eftir þeim skilaboðum. Ég skil ekki af hverju sama regla gildir ekki milli liða. Þá er einnig vert að minnast á að frestanir á leikjunum okkar voru ákveðnar með tveggja til þriggja tíma fyrirvara og þar af leiðandi öll undirbúningsvinna þjálfara, leikmanna og sjálfsboðaliða farin í vaskinn,“ segir Siguróli ósáttur. „Auðvitað finnst mér þetta skítlegt, bæði af HK og HSÍ.“ Leikur KA/Þórs og HK hefur verið settur á miðvikudaginn 8. janúar klukkan 17.30. Íslenski handboltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Forráðamenn KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handbolta eru afar ósáttir við vinnubrögð Handknattleikssambands Íslands og HK. Segja þeir landsbyggðarliðin og liðin á höfuðborgarsvæðinu ekki sitja við sama borð. Norðanmenn eru ósáttir með endurteknar frestanir á leikjum liðsins gegn HK. Upphaflega átti leikurinn að fara fram 10. nóvember og svo aftur á þriðjudagskvöldið. Flugi norður yfir heiðar var aflýst báða leikdaga. „HK hefði báða dagana getað sest upp í rútu, eins og KA/Þór gerir fyrir hvern útileik, og keyrt norður. Við vorum allir af vilja gerðir að seinka leiknum fram á kvöld báða dagana svo þeir gætu gefið sér góðan tíma í að teygja úr fótunum eftir fjögurra tíma ferðalag,“ segir Siguróli Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar á Norðursport.net. Bendir Siguróli á að Akureyringar hafi flogið leikmanni heim að sunnan í fyrri leikinn með dags fyrirvara vegna slæmrar veðurspár. Á þriðjudaginn hafi orðið ljóst að ekki yrði flugfært í hádeginu. Hann hafi rætt við forsvarsmenn HSÍ og stungið upp á að leikið yrði klukkan 20. Þá hefðu Kópavogsstelpur tíma til að keyra norður líkt og Akureyringar gera í alla útileiki sína. Bæði HSÍ og HK hafnaði tillögunni. „Ég veit þess dæmi að Akureyri Handboltafélag hefur fengið þau skilaboð að gjöra svo vel og keyra í bikarleiki og úrslitakeppni, ef útlit fyrir flug er slæmt. Þeir hafa farið eftir þeim skilaboðum. Ég skil ekki af hverju sama regla gildir ekki milli liða. Þá er einnig vert að minnast á að frestanir á leikjunum okkar voru ákveðnar með tveggja til þriggja tíma fyrirvara og þar af leiðandi öll undirbúningsvinna þjálfara, leikmanna og sjálfsboðaliða farin í vaskinn,“ segir Siguróli ósáttur. „Auðvitað finnst mér þetta skítlegt, bæði af HK og HSÍ.“ Leikur KA/Þórs og HK hefur verið settur á miðvikudaginn 8. janúar klukkan 17.30.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira