Það þarf að opna augu fólks - "Við erum sem betur fer ekki öll eins“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. nóvember 2013 23:03 "Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. „Mér finnst algjört bull að lögreglan hafi ekki ætlað að rannsaka eða gera neitt í þessu,“ segir Azra Crnas, 16 ára stúlka úr Keflavík um það að lögreglan hafi ekki ætlað að afhafast nokkuð í því þegar svínshausum og blóði var komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi. Azra er fædd og uppalin á Íslandi og segist hafa tileinkað sér íslenska siði. En hún er frá Bosníu þar sem Íslam eru ríkjandi trúarbrögð og er sjálf Íslams trúar. Azra hafði sjálf samband við fréttastofu sem ákvað að heyra hvað hún hefði að segja. „Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. Um það að nú hafi Óskar Bjarnason játað að hafa verið þarna að verki ásamt fleirum segir hún að það sé enn verra ef ekkert komi út úr störfum lögreglu, sem hafa þó eftir játningu Óskars boðað hann til yfirheyrslu. „Ég mun ekki geta skilið það ef hann verður ekki kærður og velti því fyrir mér hvort við múslimar getum þá kært hann. Ég vona bara að lögreglan haldi áfram með þetta mál,“ segir hún. Hún telur að fólk þurfi að vera upplýstara um trú og trúarbrögð. „Það þarf að opna augu fólks, til dæmis með meiri trúarbragðakennslu og þá er ég ekkert að meina að kenna fólki bara um múslima, heldur um öll trúarbrögð og hvernig heimurinn í kringum okkur er. Við erum sem betur fer ekki öll eins og við verðum læra að bera virðingu fyrir hvert öðru,“ segir Azra. „Það er langt í frá að alir múslimar tilheyri einhverjum öfgahópum og ég held að það sé nú bara svipað með þá og aðra sem trúa á eitthvað annað. Andres Breivik er til dæmis bara kristinn og var samt fær um að fremja mjög alvarlega glæpi, einmitt af ótta við múslima,“ segir hún. Reykjavík Trúmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Mér finnst algjört bull að lögreglan hafi ekki ætlað að rannsaka eða gera neitt í þessu,“ segir Azra Crnas, 16 ára stúlka úr Keflavík um það að lögreglan hafi ekki ætlað að afhafast nokkuð í því þegar svínshausum og blóði var komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi. Azra er fædd og uppalin á Íslandi og segist hafa tileinkað sér íslenska siði. En hún er frá Bosníu þar sem Íslam eru ríkjandi trúarbrögð og er sjálf Íslams trúar. Azra hafði sjálf samband við fréttastofu sem ákvað að heyra hvað hún hefði að segja. „Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. Um það að nú hafi Óskar Bjarnason játað að hafa verið þarna að verki ásamt fleirum segir hún að það sé enn verra ef ekkert komi út úr störfum lögreglu, sem hafa þó eftir játningu Óskars boðað hann til yfirheyrslu. „Ég mun ekki geta skilið það ef hann verður ekki kærður og velti því fyrir mér hvort við múslimar getum þá kært hann. Ég vona bara að lögreglan haldi áfram með þetta mál,“ segir hún. Hún telur að fólk þurfi að vera upplýstara um trú og trúarbrögð. „Það þarf að opna augu fólks, til dæmis með meiri trúarbragðakennslu og þá er ég ekkert að meina að kenna fólki bara um múslima, heldur um öll trúarbrögð og hvernig heimurinn í kringum okkur er. Við erum sem betur fer ekki öll eins og við verðum læra að bera virðingu fyrir hvert öðru,“ segir Azra. „Það er langt í frá að alir múslimar tilheyri einhverjum öfgahópum og ég held að það sé nú bara svipað með þá og aðra sem trúa á eitthvað annað. Andres Breivik er til dæmis bara kristinn og var samt fær um að fremja mjög alvarlega glæpi, einmitt af ótta við múslima,“ segir hún.
Reykjavík Trúmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira