Blekktu Interpol til að lýsa eftir Sigurði

Hann segir að sérstakur saksóknari hafi tilkynnt Interpol að Sigurður væri „á flótta“ og eftirlýstur vegna saksóknar - en það er svokallað „Red Notice“ skilyrði þess að hægt sé að lýsa eftir sakamönnum hjá Interpol.
Hins vegar hafi ákæruvaldið vitað vel að Sigurður var bara heima hjá sér í London og embættið vildi bara taka af honum skýrslu.
Verjandinn sagði í ræðu sinni að þessi tilkynning til Interpol hafi ekki verið dregin til baka fyrr en rúmum þremur mánuðum síðar, þrátt fyrir að sjá megi á samskiptum bresku lögreglunnar við sérstakan saksóknara að lögreglan teldi að Sigurður uppfyllti ekki þessi „Red Notice“ skilyrði.
Verjandinn dró þá ályktun að þetta væri ein af ástæðum þess að Sigurður hafi verið ákærður í málinu, þar sem sérstakur saksóknari hafi ekki getað sleppt því eftir allt sem á undan var gengið.
Tengdar fréttir

Sigurður kærir handtökuskipun til Hæstaréttar
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur kært handtökuskipun sem gefin var út á hendur honum til Hæstaréttar. Interpol hefur lýst eftir Sigurði en sérstakur saksóknari vill fá hann til viðtals. Í hádegisfréttum RÚV var greint frá því að kæran hafi borist í gærdag og að frestur málsaðila til þess að skila gögnum renni út í dag. Þá sagði að líklegt væri að Hæstiréttur felli úrskurð sinn fljótlega.

Kemur ekki ótilneyddur
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ætlar ekki að mæta sjálfviljugur til Íslands í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Þetta sagði Sigurður þegar Fréttablaðið náði tali af honum í London í gærkvöldi.

Breskur dómstóll þarf að úrskurða um framsal
Breskur dómstóll þarf að úrskurða um framsal Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, til Íslands að beiðni sérstaks saksóknara. Hann hefur verið eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol frá því í gærkvöld.

Hæstiréttur vísar kæru Sigurðar frá
Hæstiréttur hefur vísað frá kæru Sigurðar Einarssonar fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings sem kærði alþjóðlega handtökuskipun sem gefin hefur verið út á hendur honum vegna rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnenda Kaupþings.

Bretar hafa enn ekki orðið við beiðni Íslendinga
Breska lögreglan hefur enn ekki orðið við beiðni sérstaks saksóknara um að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, verði handtekinn og framseldur til Íslands. Dómsmálaráðherra segir að framsalssamningur milli Íslands og Bretlands sé í fullu gildi.

Sigurður á lista yfir eftirlýsta glæpamenn
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings er kominn á lista yfir eftirlýsta glæpamenn á vefsíðu Interpol. Til stóð að Sigurður kæmi til landsins í lok vikunnar og yrði þá yfirheyrður vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á Kaupþingi.