Emirates kynnir mestu flugvélakaup sögunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2013 16:59 Eigandi flugfélagsins, emírinn í Dubai, Mohammed Bin Rashid al-Maktoum, mætir á flugsýninguna í dag. Airbus A380 í bakgrunni. Emirates-flugfélagið í Dubai tilkynnti í dag um að það hefði samið um kaup á 200 risaþotum, þar af 150 Boeing 777X-þotum og 50 Airbus A380-þotum, sem eru stærstu farþegavélar heims. Þetta eru mestu flugvélakaup sögunnar, upp á samtals 12 þúsund milljarða íslenskra króna, en Boeing fær 76 milljarða dollara í sinn hlut og Airbus 23 milljarða dollara. Tilkynnt var um kaupin á flugsýningu í Dubai en Emirates-flugfélagið er í eigu emírsins þar í landi. Kaupin þýða að Emirates verður stærsti flugrekandi bæði Boeing 777 og Airbus A380. Með þessari viðbót er Emirates samtals búið að panta 140 þotur af gerðinni Airbus A380, en það er þegar komið með 39 slíkar í rekstur, fleiri en nokkurt annað flugfélag. Vélarnar eru með 40% stærra farþegarými en næst stærsta farþegavél heims, Boeing 747, og eru innréttaðar fyrir 525 til 850 farþega á tveimur hæðum. Boeing-menn höfðu þó meiri ástæðu til að fagna í dag og þeir fullyrða að aldrei í flugsögunni hafi ný gerð af farþegaþotu fengið jafn góðar viðtökur í dollurum mælt og Boeing 777X. Vélarnar munu koma í tveimur gerðum, með 350 sætum og 406 sætum. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Emirates-flugfélagið í Dubai tilkynnti í dag um að það hefði samið um kaup á 200 risaþotum, þar af 150 Boeing 777X-þotum og 50 Airbus A380-þotum, sem eru stærstu farþegavélar heims. Þetta eru mestu flugvélakaup sögunnar, upp á samtals 12 þúsund milljarða íslenskra króna, en Boeing fær 76 milljarða dollara í sinn hlut og Airbus 23 milljarða dollara. Tilkynnt var um kaupin á flugsýningu í Dubai en Emirates-flugfélagið er í eigu emírsins þar í landi. Kaupin þýða að Emirates verður stærsti flugrekandi bæði Boeing 777 og Airbus A380. Með þessari viðbót er Emirates samtals búið að panta 140 þotur af gerðinni Airbus A380, en það er þegar komið með 39 slíkar í rekstur, fleiri en nokkurt annað flugfélag. Vélarnar eru með 40% stærra farþegarými en næst stærsta farþegavél heims, Boeing 747, og eru innréttaðar fyrir 525 til 850 farþega á tveimur hæðum. Boeing-menn höfðu þó meiri ástæðu til að fagna í dag og þeir fullyrða að aldrei í flugsögunni hafi ný gerð af farþegaþotu fengið jafn góðar viðtökur í dollurum mælt og Boeing 777X. Vélarnar munu koma í tveimur gerðum, með 350 sætum og 406 sætum.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira