Körfubolti

D'Antoni: Enginn veit hvenær Kobe snýr aftur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Mynd/AP
Kobe Bryant er byrjaður að æfa með Los Angeles Lakers liðinu en bandarískir fjölmiðlar hafa ekki fengið að vita um það hvenær leikmaðurinn byrjar að spila aftur í NBA-deildinni í körfubolta. Bryant sleit hásin í lok síðasta tímabils.

Mike D'Antoni, þjálfari Los Angeles Lakers, var spurður út í endurkomu Kobe Bryant í gær.

„Við erum enn að meta stöðuna á honum. Er hann aumur í dag? Verður bakslag á morgun?," sagði Mike D'Antoni við blaðamann ESPN á æfingu Lakers-liðsins í gær.

„Hann er búinn að taka fyrsta skrefið en það eru mörg skref eftir. Við þurfum að fara varlega, halda "kúlinu" og slaka aðeins á," bætti D'Antoni við.

„Við vitum hvað hann getur en það mun taka sinn tíma að koma honum aftur inn á völlinn. Hann er áhrifaleikmaður fyrir liðið og sérstaklega mikilvægur undir lok leikja. Við verðum að einbeita okkur að því að vinna okkar leiki og það eru margir leikir óspilaðir áður en hann kemur til baka," sagði D'Antoni.

„Það er alltof snemmt til að segja hvenær Kobe snýr aftur. Við vitum það ekki. Það veit það enginn," sagði  D'Antoni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×