Hvar má ég veiða rjúpu? 3. nóvember 2013 20:56 Á hverju hausti velta þeir sem eru nýkomnir með byssupróf og veiðikort því fyrir sér hvar þeir mega ganga til rjúpna án þess að vera á veiðum í óleyfi. Þeir sem hafa skotið lengi lenda líka oft í vandræðum á nýjum svæðum og þeir veiðimenn sem vilja eiga góð samskipti við landeigendur tala mikið um að þarna megi gera bragarbót á upplýsingum um lönd og landareignir. Það hefur lengi verið rætt milli rjúpnaskyttna að það mættu verða aðgengilegar upplýsingar um hvar mörk almennings og eignarlanda liggja. Það mætti sem dæmi skjóta þeirra hugmynd að Umhverfisstofnun eða Veiðimálastofnun að hafa þessar upplýsingar á síðunum hjá þeim. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir alla aðila ef veiðimenn gætu fyrir hverja veiðiferð kynnt sér hvar þeir mega skjóta á hvaða svæði. Það kemur reglulega fyrir að til einhverra smá árekstra komi þegar landeigendur eða leigutakar þeirra reka menn af svæðum sem þeir telja sig vera með á leigu, oft réttilega en það kemur líka fyrir að menn séu reknir af veiðilöndum sem eru almenningur og þá er það landeigenda að sanna eignarrétt á því svæði. Það skortir líka merkingar á sumum svæðum þar sem landeigendur hafa alfarið bannað veiðar en víða er þetta mjög vel merkt, en það hefur þó komið fyrir að veiði hefur verið bönnuð á svæðum sem ná ekki til landareigna. Kynnum okkur vel hvernig þessu er háttað á þeim svæðum sem við skjótum og virðum rétt þeirra sem banna veiðar á sínum löndum. Nú er rjúpnatímabilið hálfnað og vonandi eru allir að ná í jólamatinn. Stangveiði Mest lesið 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði
Á hverju hausti velta þeir sem eru nýkomnir með byssupróf og veiðikort því fyrir sér hvar þeir mega ganga til rjúpna án þess að vera á veiðum í óleyfi. Þeir sem hafa skotið lengi lenda líka oft í vandræðum á nýjum svæðum og þeir veiðimenn sem vilja eiga góð samskipti við landeigendur tala mikið um að þarna megi gera bragarbót á upplýsingum um lönd og landareignir. Það hefur lengi verið rætt milli rjúpnaskyttna að það mættu verða aðgengilegar upplýsingar um hvar mörk almennings og eignarlanda liggja. Það mætti sem dæmi skjóta þeirra hugmynd að Umhverfisstofnun eða Veiðimálastofnun að hafa þessar upplýsingar á síðunum hjá þeim. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir alla aðila ef veiðimenn gætu fyrir hverja veiðiferð kynnt sér hvar þeir mega skjóta á hvaða svæði. Það kemur reglulega fyrir að til einhverra smá árekstra komi þegar landeigendur eða leigutakar þeirra reka menn af svæðum sem þeir telja sig vera með á leigu, oft réttilega en það kemur líka fyrir að menn séu reknir af veiðilöndum sem eru almenningur og þá er það landeigenda að sanna eignarrétt á því svæði. Það skortir líka merkingar á sumum svæðum þar sem landeigendur hafa alfarið bannað veiðar en víða er þetta mjög vel merkt, en það hefur þó komið fyrir að veiði hefur verið bönnuð á svæðum sem ná ekki til landareigna. Kynnum okkur vel hvernig þessu er háttað á þeim svæðum sem við skjótum og virðum rétt þeirra sem banna veiðar á sínum löndum. Nú er rjúpnatímabilið hálfnað og vonandi eru allir að ná í jólamatinn.
Stangveiði Mest lesið 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði