Twitter slær í gegn á Wall Street Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. nóvember 2013 15:53 Eftirspurnin eftir hlutabréfum í Twitter er 30 sinnum meiri en framboðið. mynd/AFP Verið er að skrá samfélagsmiðilinn Twitter á markað í kauphöllinni í New York í þessum skrifuðu orðum. Um er að ræða stærstu skráningu á netfyrirtækis á markað síðan Facebook var skráð í maí á síðasta ári. Það stefnir í að þetta verði jafnvel stærri skráning en þegar Google fór á markað árið 2004. Um 70 milljónir hlutabréfa eru í boði. Upphaflegt verð var 23 dollarar en sökum gríðarlegrar eftirspurnar var verðið komið upp í 45,1 dollar þegar kauphöllin opnaði. Sögðu miðlar vestanhafs frá því að eftirspurn hefði verið 30 sinnum meiri en framboðið strax í morgun. Miðað við eftirspurnina má búast við því að verðið haldi áfram að rjúka upp. Þegar Facebook fór á markað í fyrra hækkaði verðið á hlutabréfum í fyrirtækinu gríðarlega fyrstu vikurnar. Þróunin snérist þó við nokkrum vikum seinna og verðið hrundi. Facebook hefur þó verið á stöðugri uppsiglingu síðan og hafa verð á bréfum í fyrirtækinu hækkað um 100 prósent síðustu þrjá mánuði. Mikill áhugi er á skráningunni víða um heim enda er Twitter ein af tíu stærstu vefsíðum í heimi og með um 230 milljónir notenda um allan heim. Hægt er að fylgjast með þróun mála á vef Telegraph.#Ring!— Twitter (@twitter) November 7, 2013 We just priced our IPO. pic.twitter.com/NWXaO4Myq0— Twitter (@twitter) November 6, 2013 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Verið er að skrá samfélagsmiðilinn Twitter á markað í kauphöllinni í New York í þessum skrifuðu orðum. Um er að ræða stærstu skráningu á netfyrirtækis á markað síðan Facebook var skráð í maí á síðasta ári. Það stefnir í að þetta verði jafnvel stærri skráning en þegar Google fór á markað árið 2004. Um 70 milljónir hlutabréfa eru í boði. Upphaflegt verð var 23 dollarar en sökum gríðarlegrar eftirspurnar var verðið komið upp í 45,1 dollar þegar kauphöllin opnaði. Sögðu miðlar vestanhafs frá því að eftirspurn hefði verið 30 sinnum meiri en framboðið strax í morgun. Miðað við eftirspurnina má búast við því að verðið haldi áfram að rjúka upp. Þegar Facebook fór á markað í fyrra hækkaði verðið á hlutabréfum í fyrirtækinu gríðarlega fyrstu vikurnar. Þróunin snérist þó við nokkrum vikum seinna og verðið hrundi. Facebook hefur þó verið á stöðugri uppsiglingu síðan og hafa verð á bréfum í fyrirtækinu hækkað um 100 prósent síðustu þrjá mánuði. Mikill áhugi er á skráningunni víða um heim enda er Twitter ein af tíu stærstu vefsíðum í heimi og með um 230 milljónir notenda um allan heim. Hægt er að fylgjast með þróun mála á vef Telegraph.#Ring!— Twitter (@twitter) November 7, 2013 We just priced our IPO. pic.twitter.com/NWXaO4Myq0— Twitter (@twitter) November 6, 2013
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira