Fótbolti

Svekkjandi fyrir Söru og Þóru - Malmö tapaði á víti í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir urðu að sætta sig við 1-2 tap í dag þegar LdB Malmö mætti þýska liðinu Wolfsburg í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Wolfsburg skoraði sigurmarkið sitt úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Alexandra Popp fiskaði vítið á Malin Levenstad, miðvörð sænska liðsins, og Martina Müller skoraði úr því.

Alexandra Popp kom Wolfsburg í 1-0 á 34. mínútu leiksins en svissneska landsliðskonan Ramona Bachmann jafnaði fyrir LdB Malmö á 64. mínútu.

Þóra Björg Helgadóttir og Sara Bjork Gunnarsdóttir spiluðu allan leikinn fyrir LdB Malmö en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Wolfsburg eftir fjóra daga.

Þetta lítur því ekki alltof vel út fyrir Wolfsburg því liðið tapaði á heimavelli og fékk einnig á sig tvö útivallarmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×