„Þarna var einhver strákur í gömlu Hagkaupsskónum sem ætlaði að dekka mig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2013 14:30 „Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ Teitur Örlygsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta og fyrrverandi landsliðsmaður, segist predika fyrir leikmönnum sínum að bera virðingu fyrir öllum sem þeir gera. Tekur hann sjálfan sig oft sem dæmi líkt og hann gerði í þættinum Liðið mitt á Stöð 2 Sport. Teitur rifjaði upp þegar hann spilaði í körfuboltakeppni Landsmótsins þegar hann var einn besti leikmaður landsins. „Þá vorum við að spila á móti einhverjum sveitavörgum, með allri virðingu. Ég var einhver voðaleg stjarna úr úrvalsdeildinni og ætlaði að spila. Þarna var einhver strákur í gömlu Hagkaupsskónum sem ætlaði að dekka mig. Ég í fínu Air-Jordan skónum,“ segir Teitur sem fór með rangt hugarfar inn í leikinn. „Þetta byrjar á því að hann stelur af mér boltanu, fer upp og skorar,“ segir Teitur en atvikið endurtók sig strax í næstu sókn. Þá braut Teitur reyndar á mótherjanum í skotinu. Hann skoraði og fékk vítaskot að auki. „Þarna fór allt í taugarnar á mér, stóra egóið. Ég reif kjaft við dómarann og fékk tæknivillu,“ segir Teitur sem man ekki nákvæmlega hvort honum var hent út eða ekki. „Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ „Svo um kvöldið þegar allir hittast og skemmta sér á Landsmótinu þá stendur strákurinn þarna, horfir á mig og hlær að mér. Segir að þessi geti ekkert í körfubolta,“ segir Teitur. Hefði hann hins vegar borið virðingu fyrir andstæðingnum, tekið hann í gegn þá hefði annað verið uppi á teningnum. „Þá hefði ég komið þarna labbandi út um kvöldið og hann hefði verið búinn að segja strákunum hvað Teitur væri hrikalega góður leikmaður. Ég hefði fengið virðinguna af því ég bar virðingu fyrir honum.“ Teitur segir stóran mun á því að vera góður leikmaður og vera frábær leikmaður. „Þessir frábæru bera virðingu fyrir öllum og eru alltaf góðir. Þeir láta ekkert ná sér á svona smáatriðum.“ Sögustund Teits hefst eftir um tvær og hálfa mínútu af myndbandinu að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira
„Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ Teitur Örlygsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta og fyrrverandi landsliðsmaður, segist predika fyrir leikmönnum sínum að bera virðingu fyrir öllum sem þeir gera. Tekur hann sjálfan sig oft sem dæmi líkt og hann gerði í þættinum Liðið mitt á Stöð 2 Sport. Teitur rifjaði upp þegar hann spilaði í körfuboltakeppni Landsmótsins þegar hann var einn besti leikmaður landsins. „Þá vorum við að spila á móti einhverjum sveitavörgum, með allri virðingu. Ég var einhver voðaleg stjarna úr úrvalsdeildinni og ætlaði að spila. Þarna var einhver strákur í gömlu Hagkaupsskónum sem ætlaði að dekka mig. Ég í fínu Air-Jordan skónum,“ segir Teitur sem fór með rangt hugarfar inn í leikinn. „Þetta byrjar á því að hann stelur af mér boltanu, fer upp og skorar,“ segir Teitur en atvikið endurtók sig strax í næstu sókn. Þá braut Teitur reyndar á mótherjanum í skotinu. Hann skoraði og fékk vítaskot að auki. „Þarna fór allt í taugarnar á mér, stóra egóið. Ég reif kjaft við dómarann og fékk tæknivillu,“ segir Teitur sem man ekki nákvæmlega hvort honum var hent út eða ekki. „Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ „Svo um kvöldið þegar allir hittast og skemmta sér á Landsmótinu þá stendur strákurinn þarna, horfir á mig og hlær að mér. Segir að þessi geti ekkert í körfubolta,“ segir Teitur. Hefði hann hins vegar borið virðingu fyrir andstæðingnum, tekið hann í gegn þá hefði annað verið uppi á teningnum. „Þá hefði ég komið þarna labbandi út um kvöldið og hann hefði verið búinn að segja strákunum hvað Teitur væri hrikalega góður leikmaður. Ég hefði fengið virðinguna af því ég bar virðingu fyrir honum.“ Teitur segir stóran mun á því að vera góður leikmaður og vera frábær leikmaður. „Þessir frábæru bera virðingu fyrir öllum og eru alltaf góðir. Þeir láta ekkert ná sér á svona smáatriðum.“ Sögustund Teits hefst eftir um tvær og hálfa mínútu af myndbandinu að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira