Viðskipti erlent

Er Phoneblock framtíðin á farsímamarkaði?

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Phoneblock er raðað á flöt líkt og Legó-kubbum.
Phoneblock er raðað á flöt líkt og Legó-kubbum. Mynd/Phoneblock
Phoneblock er hugmynd að nýjum síma og hefur fengið ótrúleg viðbrögð á samfélagsmiðlum. Símanum er raðað saman líkt og um Legó-kubba sé að ræða. Hollenski hönnuðurinn Dave Hakkens fékk hugmynd að þessum nýja síma eftir að myndavélin hans bilaði. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að sími eftir þessari hugmynd fari í framleiðslu.

Hakkens tók í sundur biluðu myndavélina sína og það eina sem var bilað í vélinni var linsumótorinn. Hann fór til framleiðenda og bað um nýjan linsumótor. Hann fékk hins vegar þau svör að skynsamlegast væri að að kaupa nýja myndavél.

Þar með kviknaðir hugmynd Hakkens að síma sem væri hannaður á þann hátt að það væri einn fastur flötur og hægt væri að raða öll öðrum hlutum eins og skjá, myndavél o.fl. á flötinn. Þannig myndi hver viðskiptavinur einfaldlega raða saman sínum síma eftir þörfum hvers og eins.

Myndband af þessum spennandi síma má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×