Teitur Örlygsson er þjálfari Stjörnumanna í Domnios-deild karla í körfubolta og Sverrir Bergmann ræddi við hann í þættinum Liðið Mitt þar sem Garðabæjarliðið átti sviðið.
Sverrir spyr Teit fyrst um þá ákvörðun að láta Bandaríkjamanninn Nasir Jamal Robinson fara eftir aðeins tvo deildarleiki.
„Hann lagði hart að sér bæði á æfingum og í leikjum en hann var ekki góður í neinu. Hann var allt í lagi í öllu. af hverju eigum við að vera púkka upp á Bandaríkjamenn þegar þeir eru ekki betri en íslensku strákarnir," segir Teitur Örlygsson að sinni þekktu hreinskilni.
Nasir Jamal Robinson var með 16,0 stig og 8,0 fráköst að meðaltali í tveimur leikjum sem töpuðust báðir.
Teitur segir að það hafi strax spurst út að hann væri að fara skipta um kana og að umboðsmenn hafi strax farið að hringja í hann.
„Það er svolítið Gullgrafaraæði í þessu. Það eru ofboðslega margir umboðsmenn og skrifstofur og stundum er ekki alveg borinn virðing fyrir Íslandi. Þá eru þeir að senda leikmenn sem myndu kannski duga í 1. deildinni," segir Teitur.
Það er hægt að sjá allt viðtalið við Teit með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
Þátturinn Liðið mitt er á dasgkrá á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldum klukkan 18.55 og næst verður fjallað um Val.
PSG
Manchester City