Björgunarmiðstöð verði á Bjarnarey Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2013 16:22 Bjarnarey er miðja vegu milli Svalbarða og nyrsta odda Noregs. Einn helsti áhrifamaður olíugeirans í Norður Noregi hvetur norsk stjórnvöld til að gera Bjarnarey að björgunarmiðstöð vegna olíuleitar í Barentshafi en eyjan er miðja vegu milli nyrsta odda Noregs og Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nyheter. Blaðið vitnar í erindi sem Johan Petter Barlindhaug, stjórnarformaður North Energy, olíufélags í Norður-Noregi, flutti nýlega á ráðstefnu um olíu- og efnahagsmál. Fram kemur að hafís, myrkur, ölduhæð og hafdýpi séu aðeins hluti af þeim áskorunum sem felist í olíuvinnslu í Barentshafi. Ef þar eigi að verða framtíðarolíusvæði Noregs verði að koma til björgunar- og fjarskiptamiðstöð. Í dag sé á mörkunum að þyrlur dragi frá meginlandinu til olíusvæða Barentshafs, nema með mjög skertu burðarþoli. Barlindhaug segir algerlega ljóst, eftir að miklar olíulindir fundust í Barentshafi, að þar sé framundan mikil uppbygging á nýjum olíuvinnslusvæðum. Ekki sé eftir neinu að bíða að takast á við þær áskoranir. Á Bjarnarey þurfi að byggja upp fullkomna leitar- og björgunarmiðstöð. Norðmenn hafa frá árinu 1918 starfrækt veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey og þar eru að jafnaði um tíu starfsmenn. Eyjan er 178 ferkílómetrar að flatarmáli. Hún var talin hernaðarlega mikilvæg á dögum kalda stríðsins og ein af spennusögum rithöfundarins Alistair MacLean gerist á eynni.Norðmenn starfrækja veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey.Stór hluti Bjarnareyjar er í dag friðlýstur. Barlindhaug bendir hins vegar á að ekki þurfi endilega að nýta þann hluta undir björgunarmiðstöð. Vera kunni að svæðið við núverandi fjarskiptastöð nægi en það er undanþegið friðlýsingu. Byggja þurfi upp björgunarmiðstöð með aðflugsbúnaði og flugskýli fyrir þyrlur. Ennfremur þurfi sjúkraaðstöðu til að veita fólki neyðarhjálp. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Einn helsti áhrifamaður olíugeirans í Norður Noregi hvetur norsk stjórnvöld til að gera Bjarnarey að björgunarmiðstöð vegna olíuleitar í Barentshafi en eyjan er miðja vegu milli nyrsta odda Noregs og Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nyheter. Blaðið vitnar í erindi sem Johan Petter Barlindhaug, stjórnarformaður North Energy, olíufélags í Norður-Noregi, flutti nýlega á ráðstefnu um olíu- og efnahagsmál. Fram kemur að hafís, myrkur, ölduhæð og hafdýpi séu aðeins hluti af þeim áskorunum sem felist í olíuvinnslu í Barentshafi. Ef þar eigi að verða framtíðarolíusvæði Noregs verði að koma til björgunar- og fjarskiptamiðstöð. Í dag sé á mörkunum að þyrlur dragi frá meginlandinu til olíusvæða Barentshafs, nema með mjög skertu burðarþoli. Barlindhaug segir algerlega ljóst, eftir að miklar olíulindir fundust í Barentshafi, að þar sé framundan mikil uppbygging á nýjum olíuvinnslusvæðum. Ekki sé eftir neinu að bíða að takast á við þær áskoranir. Á Bjarnarey þurfi að byggja upp fullkomna leitar- og björgunarmiðstöð. Norðmenn hafa frá árinu 1918 starfrækt veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey og þar eru að jafnaði um tíu starfsmenn. Eyjan er 178 ferkílómetrar að flatarmáli. Hún var talin hernaðarlega mikilvæg á dögum kalda stríðsins og ein af spennusögum rithöfundarins Alistair MacLean gerist á eynni.Norðmenn starfrækja veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey.Stór hluti Bjarnareyjar er í dag friðlýstur. Barlindhaug bendir hins vegar á að ekki þurfi endilega að nýta þann hluta undir björgunarmiðstöð. Vera kunni að svæðið við núverandi fjarskiptastöð nægi en það er undanþegið friðlýsingu. Byggja þurfi upp björgunarmiðstöð með aðflugsbúnaði og flugskýli fyrir þyrlur. Ennfremur þurfi sjúkraaðstöðu til að veita fólki neyðarhjálp.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira