Tíu íslenskir leikmenn á topp 20 í framlagi í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2013 15:30 Emil Barja og Davíð Páll Hermannsson eru báðir á topp tuttugu. Mynd/Anton KFÍ-maðurinn Jason Smith var með hæsta framlagið í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta sem lauk í gærkvöldi. Emil Barja, 22 ára leikstjórnandi Hauka, kom best út af íslensku leikmönnum deildarinnar en hann var með þrefalda tvennu í sigri á Val. Emil Barja var með 31 framlagsstig í 85-70 sigri á Val en þessi öflugi strákur var með 11 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 2 varin skot í leiknum auk þess að tapa aðeins einum bolta á 33 mínútum. Jason Smith var langhæstur á framlagslistanum enda fékk hann 48 framlagsstig fyrir sinn fyrsta leik í Dominos-deildinni. Smith var með 41 stig í 98-106 tapi KFÍ á móti Njarðvík á Ísafirði en auk stiganna var þessi ára 30 ára bakvörður með 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Smith hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum og alls rötuðu 13 af 18 skotum hans utan af velli rétta leið. Það eru alls tíu íslenskir leikmenn sem komust inn á topp tuttugu listann í framlagi í fyrstu umferðinni þar af voru fjórir þeirra meðal tíu efstu. Þeir sem komust inn á topp tíu listann voru auk Emils þeir Björgvin Hafþór Ríkharðsson, bakvörður ÍR, Jón Ólafur Jónsson, framherji Snæfells og Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherji Þór Þorlákshafnar.Hæsta framlag leikmanna í 1. umferð Dominos-deildar karla: 1. Jason Smith, KFÍ 48 2. Michael Craion, Keflavík 38 3. Terrence Watson, Haukar 37 4. Mike Cook Jr., Þór Þ. 35 5. Emil Barja, Haukar 31 6. Mychal Green, Skallagrímur 30 7. Björgvin Hafþór Ríkharðsson, ÍR 29 8. Jón Ólafur Jónsson, Snæfell 28 8. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Þór Þ. 28 10. Nigel Moore, Njarðvík 27 11. Terry Leake Jr., ÍR 26 11. Páll Axel Vilbergsson, Skallagrímur 26 11. Chris Woods, Valur 26 14. Shawn Atupem, KR 23 15. Sveinbjörn Claessen, ÍR 22 15. Mirko Stefán Virijevic, KFÍ 22 17. Snorri Hrafnkelsson, Njarðvík 20 17. Davíð Páll Hermannsson, Haukar 20 17. Nemanja Sovic, Þór Þ. 20 20. Helgi Már Magnússon, KR 19 Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
KFÍ-maðurinn Jason Smith var með hæsta framlagið í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta sem lauk í gærkvöldi. Emil Barja, 22 ára leikstjórnandi Hauka, kom best út af íslensku leikmönnum deildarinnar en hann var með þrefalda tvennu í sigri á Val. Emil Barja var með 31 framlagsstig í 85-70 sigri á Val en þessi öflugi strákur var með 11 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 2 varin skot í leiknum auk þess að tapa aðeins einum bolta á 33 mínútum. Jason Smith var langhæstur á framlagslistanum enda fékk hann 48 framlagsstig fyrir sinn fyrsta leik í Dominos-deildinni. Smith var með 41 stig í 98-106 tapi KFÍ á móti Njarðvík á Ísafirði en auk stiganna var þessi ára 30 ára bakvörður með 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Smith hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum og alls rötuðu 13 af 18 skotum hans utan af velli rétta leið. Það eru alls tíu íslenskir leikmenn sem komust inn á topp tuttugu listann í framlagi í fyrstu umferðinni þar af voru fjórir þeirra meðal tíu efstu. Þeir sem komust inn á topp tíu listann voru auk Emils þeir Björgvin Hafþór Ríkharðsson, bakvörður ÍR, Jón Ólafur Jónsson, framherji Snæfells og Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherji Þór Þorlákshafnar.Hæsta framlag leikmanna í 1. umferð Dominos-deildar karla: 1. Jason Smith, KFÍ 48 2. Michael Craion, Keflavík 38 3. Terrence Watson, Haukar 37 4. Mike Cook Jr., Þór Þ. 35 5. Emil Barja, Haukar 31 6. Mychal Green, Skallagrímur 30 7. Björgvin Hafþór Ríkharðsson, ÍR 29 8. Jón Ólafur Jónsson, Snæfell 28 8. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Þór Þ. 28 10. Nigel Moore, Njarðvík 27 11. Terry Leake Jr., ÍR 26 11. Páll Axel Vilbergsson, Skallagrímur 26 11. Chris Woods, Valur 26 14. Shawn Atupem, KR 23 15. Sveinbjörn Claessen, ÍR 22 15. Mirko Stefán Virijevic, KFÍ 22 17. Snorri Hrafnkelsson, Njarðvík 20 17. Davíð Páll Hermannsson, Haukar 20 17. Nemanja Sovic, Þór Þ. 20 20. Helgi Már Magnússon, KR 19
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira