Góðar líkur á að risagróðurhús rísi í Grindavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. október 2013 13:31 Tómatarækt er á næsta leiti í Grindavík verði af byggingu á risagróðurhúsi í útjaðri bæjarins. Góðar líkur er á því að 150 þúsund fermetra gróðurhús ætlað fyrir tómatarækt rísi í Grindavík. Gróðurhúsið er á stærð við 20 fótboltavelli og verður stærra en öllu gróðurhús á Íslandi samanlagt. Haldinn var íbúafundur í Grindavík í gær þar sem hollenska fjárfestingafélagið EsBro kynnti fyrir bæjarbúum fyrirhugað hátæknigróðurhús sem reisa á í útjaðri bæjarins. Gróðurhúsið verður engin smásmíði, 150 þúsund fermetrar að stærð eða um fimmföld stærð grunnflatar Smáralindar. Rækta á tómata á markað í Bretlandi en EsBro hefur vilyrði að samningi við birgja verslunarkeðjunnar Tesco sem rekur yfir 6300 verslanir á Bretlandseyjum. Áætlað er að um 125 störf skapist með þessu nýja gróðurhúsi ef af verður.Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.Mynd/Jón JúlíusHafa áhyggjur af ljósmengun Grindvíkingar lýstu yfir áhyggjum sínum af ljósmengun sem gæti skapast af þessu risagróðurhúsi. Fulltrúar hollenska fyrirtækisins fullvissuðu Grindvíkinga um að gróðurhúsið væri hannað með tvöföldum skermum og því myndi aðeins 5% af heildarljósmagni sleppa út úr gróðurhúsinu. Ljósmengun yrði því ekki vandamál. Róbert Ragnarsson, bæjarstóri í Grindavík, var ánægður með íbúafundinn. „Bæjarbúar spurðu mikið og Hollendingarnir voru hreinskiptir í sínum svörum. Það kom fram mikið af nýjum upplýsingum sem íbúar geta melt og komið sínum ábendingum á framfæri í skipulagsgerðinni,“ segir Róbert. Hann telur ágætar líkur á því að gróðurhúsið verði að veruleika. „Maður veit aldrei. Hollendingarnir voru spurðir á fundinum hversu ákveðnir þeir væru í að klára þessa framkvæmd. Þeir eru ákveðnir í að reisa gróðurhús og þurfa að standa við sínar skuldbindingar gagnvart kaupandanum. Hvort að gróðurhúsið muni rísa hér eða annars staðar kemur í ljós. Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út og við höldum áfram að vinna í þessu.“ „Þarna gætum við verið að fá inn nýja atvinnustarfsemi sem getur skapað fleiri tækifæri og fleiri störf. Það myndi efla samfélagið í Grindavík,“ bætir Róbert við. Fulltrúar Esbro vonast til að ná samkomulagi við bæjaryfirvöld í Grindavík um byggingu gróðurhússins. Náist samkomulag gætu framkvæmdir jafnvel hafist snemma á næsta ári.Dökkleiti reiturinn merkir mögulega staðsetningu á risagróðurhúsinu í útjaðri Grindavíkur. Það verður skammt frá Húsatóftavelli, golfvelli Grindvíkinga.Mynd/GrindavíkUm 70 Grindvíkingar mættu á íbúafund í Kvikunni í gær til að fræðast um nýtt gróðurhús sem mögulega gæti risið í útjaðri Grindavíkur.Mynd/Jón JúlíusMichael Visser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, fræddi Grindvíkinga um hátækni gróðurhús sem fyrirtækið áformar að reisa.Mynd/Jón Júlíus Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Góðar líkur er á því að 150 þúsund fermetra gróðurhús ætlað fyrir tómatarækt rísi í Grindavík. Gróðurhúsið er á stærð við 20 fótboltavelli og verður stærra en öllu gróðurhús á Íslandi samanlagt. Haldinn var íbúafundur í Grindavík í gær þar sem hollenska fjárfestingafélagið EsBro kynnti fyrir bæjarbúum fyrirhugað hátæknigróðurhús sem reisa á í útjaðri bæjarins. Gróðurhúsið verður engin smásmíði, 150 þúsund fermetrar að stærð eða um fimmföld stærð grunnflatar Smáralindar. Rækta á tómata á markað í Bretlandi en EsBro hefur vilyrði að samningi við birgja verslunarkeðjunnar Tesco sem rekur yfir 6300 verslanir á Bretlandseyjum. Áætlað er að um 125 störf skapist með þessu nýja gróðurhúsi ef af verður.Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.Mynd/Jón JúlíusHafa áhyggjur af ljósmengun Grindvíkingar lýstu yfir áhyggjum sínum af ljósmengun sem gæti skapast af þessu risagróðurhúsi. Fulltrúar hollenska fyrirtækisins fullvissuðu Grindvíkinga um að gróðurhúsið væri hannað með tvöföldum skermum og því myndi aðeins 5% af heildarljósmagni sleppa út úr gróðurhúsinu. Ljósmengun yrði því ekki vandamál. Róbert Ragnarsson, bæjarstóri í Grindavík, var ánægður með íbúafundinn. „Bæjarbúar spurðu mikið og Hollendingarnir voru hreinskiptir í sínum svörum. Það kom fram mikið af nýjum upplýsingum sem íbúar geta melt og komið sínum ábendingum á framfæri í skipulagsgerðinni,“ segir Róbert. Hann telur ágætar líkur á því að gróðurhúsið verði að veruleika. „Maður veit aldrei. Hollendingarnir voru spurðir á fundinum hversu ákveðnir þeir væru í að klára þessa framkvæmd. Þeir eru ákveðnir í að reisa gróðurhús og þurfa að standa við sínar skuldbindingar gagnvart kaupandanum. Hvort að gróðurhúsið muni rísa hér eða annars staðar kemur í ljós. Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út og við höldum áfram að vinna í þessu.“ „Þarna gætum við verið að fá inn nýja atvinnustarfsemi sem getur skapað fleiri tækifæri og fleiri störf. Það myndi efla samfélagið í Grindavík,“ bætir Róbert við. Fulltrúar Esbro vonast til að ná samkomulagi við bæjaryfirvöld í Grindavík um byggingu gróðurhússins. Náist samkomulag gætu framkvæmdir jafnvel hafist snemma á næsta ári.Dökkleiti reiturinn merkir mögulega staðsetningu á risagróðurhúsinu í útjaðri Grindavíkur. Það verður skammt frá Húsatóftavelli, golfvelli Grindvíkinga.Mynd/GrindavíkUm 70 Grindvíkingar mættu á íbúafund í Kvikunni í gær til að fræðast um nýtt gróðurhús sem mögulega gæti risið í útjaðri Grindavíkur.Mynd/Jón JúlíusMichael Visser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, fræddi Grindvíkinga um hátækni gróðurhús sem fyrirtækið áformar að reisa.Mynd/Jón Júlíus
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira