Bæði lið urðu bikarmeistarar í handbolta á níunda áratug síðustu alda. Þróttarar fóru í Evrópukeppni árið eftir en féllu, að eigin sögn, úr leik í undanúrslitum á rangstöðumarki.
„Nú á að rífa upp handboltann í Þrótti og koma þessari þjóðaríþrótt aftur til vegs og virðingar í félaginu,“ segir í skemmtilegri auglýsingu sem sjá má hér að neðan.
Þróttarar bjóða KR-ingum í veislu bæði fyrir og eftir leik í félagsheimili Þróttar. Lúpínuseyði verður borið fram klukkan 18 og fyrsta smökkun hefst í kjölfarið. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 19.
Að leik loknum eru allir áhorfendur, leikmenn og aðstandendur velkomnir í stórborgara í félagsheimilið þar sem salurinn verður skreyttur litum félaganna.
„Það má því gera ráð fyrir að allir verði vinnir, allavega í aðra röndina.“
Auglýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan.
