Í rökstuðningi nefndarinnar segir að vísindamennirnir tveir hljóti verðlaunin fyrir rannsóknir sem auki skilning á uppruna massa öreinda.
Bretinn Higgs er best þekktur fyrir skrif sín frá sjöunda áratugunum þar sem hann spáði fyrir um að ný öreind, oftast kölluð Higgs-bóseindin, eða Guðeindin, myndi uppgötvast. Englert, sem er Belgi, setti fram svipaðar kenningar á sama tíma.
Í fyrrasumar staðfestu vísindamenn, eftir rannsóknir í öreindahraðli Cern í Sviss, að þeir hefðu fundið merki um tilvist Higgs-bóseindarinnar og sannaði þar með kenningar tvímenninganna. Sú uppgötvun var talin marka mikinn áfanga í skilningi okkar á eðli alheimsins.
Þeir skipta með sér verðlaunafé sem nemur um 150 milljónum íslenskra króna.
Athygli vakti að tilkynningunni var frestað um klukkustund þar sem valnefndin var enn að störfum. Slíkt hefur ekki tíðkast, en akademían gaf enga skýringu á töfunum.