Dominos-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum og ber helst að nefna Reykjavíkurslaginn í Vodafone-höllinni þar sem Valur tekur á móti KR.
Grindavík fær Snæfell í heimsókn í Röstina, Keflavík tekur á móti Haukum og Hamar og Njarðvík eigast við í Hveragerði.
Valsstúlkum í spáð Íslandsmeistaratitlinum af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum deildarinnar.
„Tímabilið leggst hörku vel í mig,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, í samtali við blaðamann Vísis.
„Við erum með góðum hóp af stelpum sem eru mjög samrýmdar og því mikil breidd hjá okkur. Við erum með góða leikmenn í öllum stöðum.“
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Ágúst einnig um tímabilið sem framundan er hjá karlaliðinu.
Ágúst: Er með frábæran hóp í höndunum
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn