Neyddar til að vinna sautján tíma á sólarhring Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. september 2013 13:45 Nadesjda Tolokonnikova í réttarsal í sumar. Mynd/AP „Þú skalt vita það að við höfum brotið viljasterkara fólk en þig á bak aftur,” segir Nadesjda Tolokonnikova að aðstoðaryfirfangavörður í fangabúðunum Mordovia hafi sagt við sig, þegar hún var nýkomin til að apflána þar tveggja ára dóm. Hún hafði sagt honum, harla borubrött, að hún ætlaði sér sko ekki að vinna meira en þá átta tíma á dag, sem skylt væri samkvæmt reglunum. Hún hefur nú verið í þessum illræmdu fangabúðum í heilt ár, en er búin að fá nóg. Á mánudag birti hún opið bréf, þar sem hún sagðist vera farin í hungurverkfall. Breska dagblaðið The Guardian hefur birt þetta bréf á fréttavef sínum. Hún hefur unnið á saumastofu í fangabúðunum þar sem framleiddir eru lögreglubúningar. Í bréfinu segir hún að vinnutíminn sé almennt 16 til 17 tímar á dag, eða frá hálfátta að morgni til hálfeitt eftir miðnætti. „Í besta falli náum við fjögurra tíma svefn á nóttu. Við fáum einn frídag á eins og hálfs mánaðar fresti. Við vinnum nánast alla sunnudaga," segir í bréfinu. Formlega eru fangarnir látnir fylla út beiðni um að fá að vinna um helgar, en nánast enginn þorir að óhlýðnast eindregnum skipunum um að fylla út slíka beiðni. „Einu sinni bað fimmtug kona um að fá að fara aftur í svefnskála klukkan átta að kvöldi í staðinn fyrir að vinna til hálfeitt, þannig að hún kæmist í rúmið klukkan 10 og gæti náð átta tíma svefni bara einu sinni í viku. Henni leið illa og var með háan blóðþrýsting. Viðbrögðin voru þau að haldinn var deildarfundur til þess að gera lítið úr henni, niðurlægja og auðmýkja hana, og stimpla hana sem sníkjudýr: Hvað, heldurðu að þú sért sú eina sem vill meiri svefn. Þú þarft að leggja harðar að þér, beljan þín!" Tolonnikova var handtekin snemma á síðasta ári ásamt tveimur félögum sínum úr rússnesku kvennapönksveitinni Pussy Riot. Þær höfðu efnt til uppákomu í Kristskirkjunni í Moskvu, mikilvægustu dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, þar sem þær gagnrýndu Vladimír Pútín forseta harðlega. Hún segist vera heppin að vera þekkt persóna og hafi því sloppið við barsmíðar: „Hinir eru barðir. Fyrir að geta ekki haldið í við hina. Þeir berja þá í nýrun og í andlitið.” Yfirmenn í fangelsinu gæta þess reyndar vandlega að standa ekki sjálfir í slíkum barsmíðum, heldur láta aðra fanga sjá um það - fanga sem eru í náðinni en þurfa í staðinn að standa í slíkum skítverkum. Andrúmsloftið í fangabúðunum sé þrungið spennu og stöðugt sé verið að hóta föngum: „Fangarnir eru alltaf á barmi taugaáfalls, æpa hver á annan og slást um smæstu hluti. Bara nýlega var kona stungin í hausinn með skærum vegna þess að hún skilaði ekki buxum af sér á réttum tíma. Önnur reyndi að skera gat á magann sinn með járnsög. Þeir stöðvuðu hana.” Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
„Þú skalt vita það að við höfum brotið viljasterkara fólk en þig á bak aftur,” segir Nadesjda Tolokonnikova að aðstoðaryfirfangavörður í fangabúðunum Mordovia hafi sagt við sig, þegar hún var nýkomin til að apflána þar tveggja ára dóm. Hún hafði sagt honum, harla borubrött, að hún ætlaði sér sko ekki að vinna meira en þá átta tíma á dag, sem skylt væri samkvæmt reglunum. Hún hefur nú verið í þessum illræmdu fangabúðum í heilt ár, en er búin að fá nóg. Á mánudag birti hún opið bréf, þar sem hún sagðist vera farin í hungurverkfall. Breska dagblaðið The Guardian hefur birt þetta bréf á fréttavef sínum. Hún hefur unnið á saumastofu í fangabúðunum þar sem framleiddir eru lögreglubúningar. Í bréfinu segir hún að vinnutíminn sé almennt 16 til 17 tímar á dag, eða frá hálfátta að morgni til hálfeitt eftir miðnætti. „Í besta falli náum við fjögurra tíma svefn á nóttu. Við fáum einn frídag á eins og hálfs mánaðar fresti. Við vinnum nánast alla sunnudaga," segir í bréfinu. Formlega eru fangarnir látnir fylla út beiðni um að fá að vinna um helgar, en nánast enginn þorir að óhlýðnast eindregnum skipunum um að fylla út slíka beiðni. „Einu sinni bað fimmtug kona um að fá að fara aftur í svefnskála klukkan átta að kvöldi í staðinn fyrir að vinna til hálfeitt, þannig að hún kæmist í rúmið klukkan 10 og gæti náð átta tíma svefni bara einu sinni í viku. Henni leið illa og var með háan blóðþrýsting. Viðbrögðin voru þau að haldinn var deildarfundur til þess að gera lítið úr henni, niðurlægja og auðmýkja hana, og stimpla hana sem sníkjudýr: Hvað, heldurðu að þú sért sú eina sem vill meiri svefn. Þú þarft að leggja harðar að þér, beljan þín!" Tolonnikova var handtekin snemma á síðasta ári ásamt tveimur félögum sínum úr rússnesku kvennapönksveitinni Pussy Riot. Þær höfðu efnt til uppákomu í Kristskirkjunni í Moskvu, mikilvægustu dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, þar sem þær gagnrýndu Vladimír Pútín forseta harðlega. Hún segist vera heppin að vera þekkt persóna og hafi því sloppið við barsmíðar: „Hinir eru barðir. Fyrir að geta ekki haldið í við hina. Þeir berja þá í nýrun og í andlitið.” Yfirmenn í fangelsinu gæta þess reyndar vandlega að standa ekki sjálfir í slíkum barsmíðum, heldur láta aðra fanga sjá um það - fanga sem eru í náðinni en þurfa í staðinn að standa í slíkum skítverkum. Andrúmsloftið í fangabúðunum sé þrungið spennu og stöðugt sé verið að hóta föngum: „Fangarnir eru alltaf á barmi taugaáfalls, æpa hver á annan og slást um smæstu hluti. Bara nýlega var kona stungin í hausinn með skærum vegna þess að hún skilaði ekki buxum af sér á réttum tíma. Önnur reyndi að skera gat á magann sinn með járnsög. Þeir stöðvuðu hana.”
Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira