Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Svavar Hávarðsson skrifar 25. september 2013 08:00 Dr. Richard Feely er einn virtasti vísindamaður á sínu sviði í heiminum. Hann dró upp ófagra mynd í fyrirlestri á ársfundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) í gær. fréttablaðið/gva mynd/loftslag.is Höf heimsins hafa tekið til sín 30% af því koldíoxíði (koltvísýringur) sem losað hefur verið síðastliðin 250 ár, eða frá því að iðnbyltingin hófst. Loftslagsbreytingar eru þekktar af völdum bruna jarðefnaeldsneytis og eru á allra vitorði. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðunni um „hliðarafurðina; súrnun hafsins sem ekkert síður en loftslagsbreytingar mun hafa áhrif á vistkerfið og lífsskilyrði á jörðinni allri. Þetta var meðal þess sem kom fram í fyrirlestri dr. Richard Feely, hafefnafræðings frá Haf- og veðurfræðistofnun Bandaríkjanna, á ársfundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem haldinn er þessa dagana í Reykjavík. Af fyrirlestri dr. Feely mátti ráða að súrnun hafsins ætti ekkert síður að vera áhyggjuefni jarðarbúa en hlýnun jarðar. Svo er hins vegar ekki, og má því segja að súrnun hafsins sé lúmskur óvinur. „Rannsóknir á súrnun hafsins hafa staðið yfir í um fimmtíu ár, en það var aðeins fyrir um tíu til fimmtán árum sem vísindin voru komin það langt að menn gerðu sér grein fyrir vandanum,“ sagði dr. Feely og bætti við að miðað við óbreytta losun þá myndi ástand sjávar breytast hratt til hins verra. „Súrnun hafsins í dag er tífalt hraðari en nokkuð sem þekkt er í jarðsögunni. Af rannsóknagögnum höfum við áður séð sömu breytingar sem á tóku milljónir ára. Breytingarnar sem nú eru að verða hafa tekið nokkur hundruð ár, og aðallega á síðustu áratugum.“Hvað er að gerast? En hvað er að gerast í hafinu. Dr. Feely útskýrði að súrnun sjávar er þegar styrkur koldíoxíðs eykst og sýrustigið (pH-gildið) lækkar. Við þetta lækkar kalkmettun sjávar sem hefur víðtæk áhrif og kvíðvænleg áhrif. Í þessu samhengi fjallaði hann sérstaklega um áhrif súrnunar á kalkmettandi lífverur; lífverur sem mynda stoðvef úr kalki. Má þar nefna skeldýr ýmiss konar, svo ekki sé minnst á kóralrif heimsins. Þetta tvennt, þó með ólíkum hætti sé, gegnir ómissandi hlutverki í vistkerfum sjávar og í fæðukeðjunni. Hnignun þessara lífvera munu hafa dómínóáhrif á vistkerfið í heild, sagði dr. Feely enda eru atburðir í jarðsögunni þekktir. Vísaði hann til þess að fyrir 250 milljónum ára er talið að allt að 95% allra sjávarlífvera hafi dáið út eftir að koldíoxíð snarjókst í andrúmslofti og í hafinu.Í stærra samhengi Dr. Feely sagði að vísindin hefðu ekki svör við veigamiklum spurningum á þessum tímapunkti. Munu lífverur aðlagast – hafa þær getu til þess í ljósi þess hversu breytingarnar eru hraðar? Ekkert bendir til sérstakrar bjartsýni hvað þetta varðar, sagði dr. Feely. Þegar horft er til áhrifanna í stærra samhengi nefndi hann fjölmörg atriði. Hér kemur til álita almenn geta sjávardýra til að lifa af, hugsanlega hrekjast einstakar lífverur frá búsvæðum sínum og aðrar koma í þeirra stað, súrnun sjávar hefur líka áhrif á ratvísi lífvera í hafinu. Nýjustu rannsóknir sýna samband á milli sýrustigs í blóði og getu dýra til að verja sig; að forða sér frá rándýrum.Engar fréttir? Við Ísland eru þessar rannsóknir engin nýlunda. Jón Ólafsson, haffræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og hans fólk, hefur viðað að sér gögnum um hafið við Ísland allt frá árinu 1984. Fram hefur komið að gögnin sýna með afgerandi hætti við hvað er að eiga og hvernig það snertir Ísland, eins háð og það er gjöfum hafsins. Súrnun hafsins norðan við landið er nefnilega hraðari en víða á suðlægari slóðum. Þegar dr. Feely ræðir um lausn vandans, má í raun gera hann upp í fáum orðum og þar eru engin ný tíðindi. Draga verður verulega úr losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið, en aðrar lausnir til mótvægis eru í raun aðeins kenningar á borðum vísindamanna. Loftslagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
mynd/loftslag.is Höf heimsins hafa tekið til sín 30% af því koldíoxíði (koltvísýringur) sem losað hefur verið síðastliðin 250 ár, eða frá því að iðnbyltingin hófst. Loftslagsbreytingar eru þekktar af völdum bruna jarðefnaeldsneytis og eru á allra vitorði. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðunni um „hliðarafurðina; súrnun hafsins sem ekkert síður en loftslagsbreytingar mun hafa áhrif á vistkerfið og lífsskilyrði á jörðinni allri. Þetta var meðal þess sem kom fram í fyrirlestri dr. Richard Feely, hafefnafræðings frá Haf- og veðurfræðistofnun Bandaríkjanna, á ársfundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem haldinn er þessa dagana í Reykjavík. Af fyrirlestri dr. Feely mátti ráða að súrnun hafsins ætti ekkert síður að vera áhyggjuefni jarðarbúa en hlýnun jarðar. Svo er hins vegar ekki, og má því segja að súrnun hafsins sé lúmskur óvinur. „Rannsóknir á súrnun hafsins hafa staðið yfir í um fimmtíu ár, en það var aðeins fyrir um tíu til fimmtán árum sem vísindin voru komin það langt að menn gerðu sér grein fyrir vandanum,“ sagði dr. Feely og bætti við að miðað við óbreytta losun þá myndi ástand sjávar breytast hratt til hins verra. „Súrnun hafsins í dag er tífalt hraðari en nokkuð sem þekkt er í jarðsögunni. Af rannsóknagögnum höfum við áður séð sömu breytingar sem á tóku milljónir ára. Breytingarnar sem nú eru að verða hafa tekið nokkur hundruð ár, og aðallega á síðustu áratugum.“Hvað er að gerast? En hvað er að gerast í hafinu. Dr. Feely útskýrði að súrnun sjávar er þegar styrkur koldíoxíðs eykst og sýrustigið (pH-gildið) lækkar. Við þetta lækkar kalkmettun sjávar sem hefur víðtæk áhrif og kvíðvænleg áhrif. Í þessu samhengi fjallaði hann sérstaklega um áhrif súrnunar á kalkmettandi lífverur; lífverur sem mynda stoðvef úr kalki. Má þar nefna skeldýr ýmiss konar, svo ekki sé minnst á kóralrif heimsins. Þetta tvennt, þó með ólíkum hætti sé, gegnir ómissandi hlutverki í vistkerfum sjávar og í fæðukeðjunni. Hnignun þessara lífvera munu hafa dómínóáhrif á vistkerfið í heild, sagði dr. Feely enda eru atburðir í jarðsögunni þekktir. Vísaði hann til þess að fyrir 250 milljónum ára er talið að allt að 95% allra sjávarlífvera hafi dáið út eftir að koldíoxíð snarjókst í andrúmslofti og í hafinu.Í stærra samhengi Dr. Feely sagði að vísindin hefðu ekki svör við veigamiklum spurningum á þessum tímapunkti. Munu lífverur aðlagast – hafa þær getu til þess í ljósi þess hversu breytingarnar eru hraðar? Ekkert bendir til sérstakrar bjartsýni hvað þetta varðar, sagði dr. Feely. Þegar horft er til áhrifanna í stærra samhengi nefndi hann fjölmörg atriði. Hér kemur til álita almenn geta sjávardýra til að lifa af, hugsanlega hrekjast einstakar lífverur frá búsvæðum sínum og aðrar koma í þeirra stað, súrnun sjávar hefur líka áhrif á ratvísi lífvera í hafinu. Nýjustu rannsóknir sýna samband á milli sýrustigs í blóði og getu dýra til að verja sig; að forða sér frá rándýrum.Engar fréttir? Við Ísland eru þessar rannsóknir engin nýlunda. Jón Ólafsson, haffræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og hans fólk, hefur viðað að sér gögnum um hafið við Ísland allt frá árinu 1984. Fram hefur komið að gögnin sýna með afgerandi hætti við hvað er að eiga og hvernig það snertir Ísland, eins háð og það er gjöfum hafsins. Súrnun hafsins norðan við landið er nefnilega hraðari en víða á suðlægari slóðum. Þegar dr. Feely ræðir um lausn vandans, má í raun gera hann upp í fáum orðum og þar eru engin ný tíðindi. Draga verður verulega úr losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið, en aðrar lausnir til mótvægis eru í raun aðeins kenningar á borðum vísindamanna.
Loftslagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira