Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni Svavar Hávarðsson skrifar 25. september 2013 08:00 Dr. Richard Feely er einn virtasti vísindamaður á sínu sviði í heiminum. Hann dró upp ófagra mynd í fyrirlestri á ársfundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) í gær. fréttablaðið/gva mynd/loftslag.is Höf heimsins hafa tekið til sín 30% af því koldíoxíði (koltvísýringur) sem losað hefur verið síðastliðin 250 ár, eða frá því að iðnbyltingin hófst. Loftslagsbreytingar eru þekktar af völdum bruna jarðefnaeldsneytis og eru á allra vitorði. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðunni um „hliðarafurðina; súrnun hafsins sem ekkert síður en loftslagsbreytingar mun hafa áhrif á vistkerfið og lífsskilyrði á jörðinni allri. Þetta var meðal þess sem kom fram í fyrirlestri dr. Richard Feely, hafefnafræðings frá Haf- og veðurfræðistofnun Bandaríkjanna, á ársfundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem haldinn er þessa dagana í Reykjavík. Af fyrirlestri dr. Feely mátti ráða að súrnun hafsins ætti ekkert síður að vera áhyggjuefni jarðarbúa en hlýnun jarðar. Svo er hins vegar ekki, og má því segja að súrnun hafsins sé lúmskur óvinur. „Rannsóknir á súrnun hafsins hafa staðið yfir í um fimmtíu ár, en það var aðeins fyrir um tíu til fimmtán árum sem vísindin voru komin það langt að menn gerðu sér grein fyrir vandanum,“ sagði dr. Feely og bætti við að miðað við óbreytta losun þá myndi ástand sjávar breytast hratt til hins verra. „Súrnun hafsins í dag er tífalt hraðari en nokkuð sem þekkt er í jarðsögunni. Af rannsóknagögnum höfum við áður séð sömu breytingar sem á tóku milljónir ára. Breytingarnar sem nú eru að verða hafa tekið nokkur hundruð ár, og aðallega á síðustu áratugum.“Hvað er að gerast? En hvað er að gerast í hafinu. Dr. Feely útskýrði að súrnun sjávar er þegar styrkur koldíoxíðs eykst og sýrustigið (pH-gildið) lækkar. Við þetta lækkar kalkmettun sjávar sem hefur víðtæk áhrif og kvíðvænleg áhrif. Í þessu samhengi fjallaði hann sérstaklega um áhrif súrnunar á kalkmettandi lífverur; lífverur sem mynda stoðvef úr kalki. Má þar nefna skeldýr ýmiss konar, svo ekki sé minnst á kóralrif heimsins. Þetta tvennt, þó með ólíkum hætti sé, gegnir ómissandi hlutverki í vistkerfum sjávar og í fæðukeðjunni. Hnignun þessara lífvera munu hafa dómínóáhrif á vistkerfið í heild, sagði dr. Feely enda eru atburðir í jarðsögunni þekktir. Vísaði hann til þess að fyrir 250 milljónum ára er talið að allt að 95% allra sjávarlífvera hafi dáið út eftir að koldíoxíð snarjókst í andrúmslofti og í hafinu.Í stærra samhengi Dr. Feely sagði að vísindin hefðu ekki svör við veigamiklum spurningum á þessum tímapunkti. Munu lífverur aðlagast – hafa þær getu til þess í ljósi þess hversu breytingarnar eru hraðar? Ekkert bendir til sérstakrar bjartsýni hvað þetta varðar, sagði dr. Feely. Þegar horft er til áhrifanna í stærra samhengi nefndi hann fjölmörg atriði. Hér kemur til álita almenn geta sjávardýra til að lifa af, hugsanlega hrekjast einstakar lífverur frá búsvæðum sínum og aðrar koma í þeirra stað, súrnun sjávar hefur líka áhrif á ratvísi lífvera í hafinu. Nýjustu rannsóknir sýna samband á milli sýrustigs í blóði og getu dýra til að verja sig; að forða sér frá rándýrum.Engar fréttir? Við Ísland eru þessar rannsóknir engin nýlunda. Jón Ólafsson, haffræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og hans fólk, hefur viðað að sér gögnum um hafið við Ísland allt frá árinu 1984. Fram hefur komið að gögnin sýna með afgerandi hætti við hvað er að eiga og hvernig það snertir Ísland, eins háð og það er gjöfum hafsins. Súrnun hafsins norðan við landið er nefnilega hraðari en víða á suðlægari slóðum. Þegar dr. Feely ræðir um lausn vandans, má í raun gera hann upp í fáum orðum og þar eru engin ný tíðindi. Draga verður verulega úr losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið, en aðrar lausnir til mótvægis eru í raun aðeins kenningar á borðum vísindamanna. Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
mynd/loftslag.is Höf heimsins hafa tekið til sín 30% af því koldíoxíði (koltvísýringur) sem losað hefur verið síðastliðin 250 ár, eða frá því að iðnbyltingin hófst. Loftslagsbreytingar eru þekktar af völdum bruna jarðefnaeldsneytis og eru á allra vitorði. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðunni um „hliðarafurðina; súrnun hafsins sem ekkert síður en loftslagsbreytingar mun hafa áhrif á vistkerfið og lífsskilyrði á jörðinni allri. Þetta var meðal þess sem kom fram í fyrirlestri dr. Richard Feely, hafefnafræðings frá Haf- og veðurfræðistofnun Bandaríkjanna, á ársfundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem haldinn er þessa dagana í Reykjavík. Af fyrirlestri dr. Feely mátti ráða að súrnun hafsins ætti ekkert síður að vera áhyggjuefni jarðarbúa en hlýnun jarðar. Svo er hins vegar ekki, og má því segja að súrnun hafsins sé lúmskur óvinur. „Rannsóknir á súrnun hafsins hafa staðið yfir í um fimmtíu ár, en það var aðeins fyrir um tíu til fimmtán árum sem vísindin voru komin það langt að menn gerðu sér grein fyrir vandanum,“ sagði dr. Feely og bætti við að miðað við óbreytta losun þá myndi ástand sjávar breytast hratt til hins verra. „Súrnun hafsins í dag er tífalt hraðari en nokkuð sem þekkt er í jarðsögunni. Af rannsóknagögnum höfum við áður séð sömu breytingar sem á tóku milljónir ára. Breytingarnar sem nú eru að verða hafa tekið nokkur hundruð ár, og aðallega á síðustu áratugum.“Hvað er að gerast? En hvað er að gerast í hafinu. Dr. Feely útskýrði að súrnun sjávar er þegar styrkur koldíoxíðs eykst og sýrustigið (pH-gildið) lækkar. Við þetta lækkar kalkmettun sjávar sem hefur víðtæk áhrif og kvíðvænleg áhrif. Í þessu samhengi fjallaði hann sérstaklega um áhrif súrnunar á kalkmettandi lífverur; lífverur sem mynda stoðvef úr kalki. Má þar nefna skeldýr ýmiss konar, svo ekki sé minnst á kóralrif heimsins. Þetta tvennt, þó með ólíkum hætti sé, gegnir ómissandi hlutverki í vistkerfum sjávar og í fæðukeðjunni. Hnignun þessara lífvera munu hafa dómínóáhrif á vistkerfið í heild, sagði dr. Feely enda eru atburðir í jarðsögunni þekktir. Vísaði hann til þess að fyrir 250 milljónum ára er talið að allt að 95% allra sjávarlífvera hafi dáið út eftir að koldíoxíð snarjókst í andrúmslofti og í hafinu.Í stærra samhengi Dr. Feely sagði að vísindin hefðu ekki svör við veigamiklum spurningum á þessum tímapunkti. Munu lífverur aðlagast – hafa þær getu til þess í ljósi þess hversu breytingarnar eru hraðar? Ekkert bendir til sérstakrar bjartsýni hvað þetta varðar, sagði dr. Feely. Þegar horft er til áhrifanna í stærra samhengi nefndi hann fjölmörg atriði. Hér kemur til álita almenn geta sjávardýra til að lifa af, hugsanlega hrekjast einstakar lífverur frá búsvæðum sínum og aðrar koma í þeirra stað, súrnun sjávar hefur líka áhrif á ratvísi lífvera í hafinu. Nýjustu rannsóknir sýna samband á milli sýrustigs í blóði og getu dýra til að verja sig; að forða sér frá rándýrum.Engar fréttir? Við Ísland eru þessar rannsóknir engin nýlunda. Jón Ólafsson, haffræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og hans fólk, hefur viðað að sér gögnum um hafið við Ísland allt frá árinu 1984. Fram hefur komið að gögnin sýna með afgerandi hætti við hvað er að eiga og hvernig það snertir Ísland, eins háð og það er gjöfum hafsins. Súrnun hafsins norðan við landið er nefnilega hraðari en víða á suðlægari slóðum. Þegar dr. Feely ræðir um lausn vandans, má í raun gera hann upp í fáum orðum og þar eru engin ný tíðindi. Draga verður verulega úr losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið, en aðrar lausnir til mótvægis eru í raun aðeins kenningar á borðum vísindamanna.
Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira