"Þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2013 16:50 Myndirnar birtust á netinu í morgun. „Þetta eru myndir af atriði sem var tekið í Króatíu fyrir um mánuði síðan,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson um myndir sem láku á internetið í dag og hafa vakið mikla athygli þar sem hann sést sveifla stóru sverði þakið blóði við tökur á Game of Thrones. Hafþór segist ekkert geta gefið upp um hvað sé að gerast á myndunum fyrir utan það sem sést. En á myndunum virðist hann stinga mann á hol með sverðinu stóra og lyfta honum svo upp og fleygja honum til hliðar. „Þetta er manneskja sem leikur þarna, þetta er ekki brúða,“ segir Hafþór. „En auðvitað er, eins og með allar kvikmyndir, notast við brellur og tækni.“ Hafþór dvaldi í Króatíu í um tvær vikur og segir hann þetta góða lífsreynslu. „Þetta var gífurlega gaman og gott tækifæri fyrir mig til þess að kynna mér þennan bransa.“ Hafþór segist enga leikreynslu hafa en að honum finnist tökur hafa gengið vel. „Ég er í þremur þáttum alls,“ segir Hafþór en þessi fjórða þáttaröð samanstendur af tíu þáttum líkt og þær fyrri. „Ég fer út til Belfast 3. október og klára tökur þar.“ Hafþór segist hafa góða trú á því að þetta verði mjög góð sería spurður að því hvort að væntanleg þáttaröð verði ekki sú besta. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi af þessum þáttum og fyrstu þrjár seríurnar hafa verið mjög góðar. Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast nema í þeim söguþræði sem ég leik í.“En er ekkert erfitt fyrir svo indælan mann að leika illmenni? „Ég get alveg viðurkennt að það voru sum atriði þarna sem voru svo raunveruleg að þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni,“ útskýrir Hafþór. „Þetta er svo flott, maður lifir sig svo mikið inn í þetta. Þegar maður er búinn að endurtaka senurnar aftur og aftur, þá kemur andi yfir mann og maður vill gera vel. Maður datt inn í eitthvað zone og mér leið eins og þetta væri í alvörunni. Á þeim augnablikum þegar ég var að gera eitthvað „nastí“, þá spurði ég mig „hvað er ég eiginlega að gera hérna?,“ segir Hafþór og hlær. „En þetta er bara gaman." Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Þetta eru myndir af atriði sem var tekið í Króatíu fyrir um mánuði síðan,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson um myndir sem láku á internetið í dag og hafa vakið mikla athygli þar sem hann sést sveifla stóru sverði þakið blóði við tökur á Game of Thrones. Hafþór segist ekkert geta gefið upp um hvað sé að gerast á myndunum fyrir utan það sem sést. En á myndunum virðist hann stinga mann á hol með sverðinu stóra og lyfta honum svo upp og fleygja honum til hliðar. „Þetta er manneskja sem leikur þarna, þetta er ekki brúða,“ segir Hafþór. „En auðvitað er, eins og með allar kvikmyndir, notast við brellur og tækni.“ Hafþór dvaldi í Króatíu í um tvær vikur og segir hann þetta góða lífsreynslu. „Þetta var gífurlega gaman og gott tækifæri fyrir mig til þess að kynna mér þennan bransa.“ Hafþór segist enga leikreynslu hafa en að honum finnist tökur hafa gengið vel. „Ég er í þremur þáttum alls,“ segir Hafþór en þessi fjórða þáttaröð samanstendur af tíu þáttum líkt og þær fyrri. „Ég fer út til Belfast 3. október og klára tökur þar.“ Hafþór segist hafa góða trú á því að þetta verði mjög góð sería spurður að því hvort að væntanleg þáttaröð verði ekki sú besta. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi af þessum þáttum og fyrstu þrjár seríurnar hafa verið mjög góðar. Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast nema í þeim söguþræði sem ég leik í.“En er ekkert erfitt fyrir svo indælan mann að leika illmenni? „Ég get alveg viðurkennt að það voru sum atriði þarna sem voru svo raunveruleg að þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni,“ útskýrir Hafþór. „Þetta er svo flott, maður lifir sig svo mikið inn í þetta. Þegar maður er búinn að endurtaka senurnar aftur og aftur, þá kemur andi yfir mann og maður vill gera vel. Maður datt inn í eitthvað zone og mér leið eins og þetta væri í alvörunni. Á þeim augnablikum þegar ég var að gera eitthvað „nastí“, þá spurði ég mig „hvað er ég eiginlega að gera hérna?,“ segir Hafþór og hlær. „En þetta er bara gaman."
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira