Vann alþjóðlega forritunarkeppni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2013 06:45 Kjartan Örn Styrkársson er 11 ára forritari Mynd/úr safni Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum í alþjóðlegu forritunarkeppninni Kodu Cup Challenge í aldursflokknum 9-12 ára. Hann hlýtur að launum þrjú þúsund dali, eða 365 þúsund krónur, frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft. Í dag mun forseti Íslands afhenda Kjartani verðlaunin á sal í Melaskóla, þar sem Kjartan er nemandi í sjötta bekk, að viðstöddum öllum nemendum skólans. Yfirskrift keppninnar í ár var „Kraftur æskunnar, sála plánetunnar“ og voru verkefni keppninnar að skoða sambandið á milli fólks og vatns. Leikur Kjartans ber heitið Eyðum menguninni þar sem markmið spilarans er að útrýma illri verksmiðju sem mengar andrúmsloftið og reyna um leið að uppgötva hreinar uppsprettur og vatnsból. „Mig langaði að koma því á framfæri hvað vatn er mikilvægur hluti lífs á jörðinni og að við verðum að gæta þess að menga ekki vatnsforðann okkar. Ég lenti líka í 1. sæti í forkeppninni á Íslandi og ég er virkilega hamingjusamur að hafa fengið fyrstu verðlaunin í alþjóðlegu keppninni í mínum aldursflokki. Ef maður er vinnusamur og vandar sig þá geta ótrúlegustu hlutir gerst,“ segir Kjartan Örn. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 ákvað Microsoft að setja á laggirnar ýmis verkefni sem stutt gætu við samfélagið í gegnum erfiðleikana. Eitt af því var YouthSpark verkefnið sem snýst um að styrkja ungt fólk með forritunarkennslu og forritunarkeppnum. Kodu Cup Challenge varð til upp úr þeirri vinnu og geta börn hvaðanæva að úr heiminum tekið þátt og spreytt sig á keppni í forritun. Kodu er forrit sem gerir börnum kleift að hanna sinn eigin leik fyrir PC-tölvur og Xbox-leikjatölvur í gegnum einfalt og myndrænt forritunarmál. Kodu kennir krökkum hvernig á að nota ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, leysa vandamál, segja sögur og forrita. Leikjavísir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum í alþjóðlegu forritunarkeppninni Kodu Cup Challenge í aldursflokknum 9-12 ára. Hann hlýtur að launum þrjú þúsund dali, eða 365 þúsund krónur, frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft. Í dag mun forseti Íslands afhenda Kjartani verðlaunin á sal í Melaskóla, þar sem Kjartan er nemandi í sjötta bekk, að viðstöddum öllum nemendum skólans. Yfirskrift keppninnar í ár var „Kraftur æskunnar, sála plánetunnar“ og voru verkefni keppninnar að skoða sambandið á milli fólks og vatns. Leikur Kjartans ber heitið Eyðum menguninni þar sem markmið spilarans er að útrýma illri verksmiðju sem mengar andrúmsloftið og reyna um leið að uppgötva hreinar uppsprettur og vatnsból. „Mig langaði að koma því á framfæri hvað vatn er mikilvægur hluti lífs á jörðinni og að við verðum að gæta þess að menga ekki vatnsforðann okkar. Ég lenti líka í 1. sæti í forkeppninni á Íslandi og ég er virkilega hamingjusamur að hafa fengið fyrstu verðlaunin í alþjóðlegu keppninni í mínum aldursflokki. Ef maður er vinnusamur og vandar sig þá geta ótrúlegustu hlutir gerst,“ segir Kjartan Örn. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 ákvað Microsoft að setja á laggirnar ýmis verkefni sem stutt gætu við samfélagið í gegnum erfiðleikana. Eitt af því var YouthSpark verkefnið sem snýst um að styrkja ungt fólk með forritunarkennslu og forritunarkeppnum. Kodu Cup Challenge varð til upp úr þeirri vinnu og geta börn hvaðanæva að úr heiminum tekið þátt og spreytt sig á keppni í forritun. Kodu er forrit sem gerir börnum kleift að hanna sinn eigin leik fyrir PC-tölvur og Xbox-leikjatölvur í gegnum einfalt og myndrænt forritunarmál. Kodu kennir krökkum hvernig á að nota ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, leysa vandamál, segja sögur og forrita.
Leikjavísir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira