Búist við metskráningu í Meistaramánuð Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. september 2013 16:52 Jökull, Þorsteinn Kári og Magnús Berg vinna standa á bakvið Meistaramánuðinn í ár. Mynd/Vísir Meistaramánuðurinn 2013 verður að öllum líkindum stærri en nokkru sinni fyrr í ár. Meistaramánuður er árlegur viðburður þar sem þátttakendur reyna eftir fremsta megni að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel, borða hollari mat og njóta lífsins betur en aðra daga. Mennirnir á bakvið Meistaramánuðinn eru þeir Magnús Berg Magnússon, Þorsteinn Kári Jónsson og Jökull Sólberg Auðunsson. „Við opnuðum fyrir skráningu á mánudag og nú þegar eru um 1000 manns búnir að skrá sig,“ segir Þorsteinn Kári. „Við vorum bara tveir þegar við Magnús fórum af stað árið 2008 þannig að þetta hefur heldur betur vaxið á síðustu árum. Í fyrra voru 5000 manns sem tóku þátt og við stefnum að því að gera enn betur í ár.“ Allir geta tekið þátt og er eina skilyrðið að fólk sé tilbúið að skora sjálft sig á hólm. Fólk setur sjálft reglurnar í sínum Meistaramánuði og geta markmiðin eða áskoranirnar verið gríðarlega fjölbreyttar. Á meðan sumir leggja mikið á sig í líkamsræktinni og mataræðinu hafa aðrir meðal annars málað eina mynd á dag, gert góðverk, reynt að ná tökum á fjármálunum eða heimsótt fjölskyldu og ættingja oftar. Hægt er að skrá sig til leiks í Meistaramánuðinum á heimasíðu mánaðarins. Jafnframt verður mánuðurinn sýnilegur á samfélagsmiðlunum. „Við verðum með mikinn og öflugan stuðning við þátttakendur á Facebook síðunni, Twitter og fleiri miðlum. Á næstu dögum munum við svo kynna nýjung sem við erum gríðarlega spenntir fyrir. Það verður að koma í ljós síðar hvað það verður en við lofum að það á eftir að vekja mikla athygli,“ segir Magnús Berg. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mánaðarins.www.meistaramanudur.is Meistaramánuður Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Meistaramánuðurinn 2013 verður að öllum líkindum stærri en nokkru sinni fyrr í ár. Meistaramánuður er árlegur viðburður þar sem þátttakendur reyna eftir fremsta megni að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel, borða hollari mat og njóta lífsins betur en aðra daga. Mennirnir á bakvið Meistaramánuðinn eru þeir Magnús Berg Magnússon, Þorsteinn Kári Jónsson og Jökull Sólberg Auðunsson. „Við opnuðum fyrir skráningu á mánudag og nú þegar eru um 1000 manns búnir að skrá sig,“ segir Þorsteinn Kári. „Við vorum bara tveir þegar við Magnús fórum af stað árið 2008 þannig að þetta hefur heldur betur vaxið á síðustu árum. Í fyrra voru 5000 manns sem tóku þátt og við stefnum að því að gera enn betur í ár.“ Allir geta tekið þátt og er eina skilyrðið að fólk sé tilbúið að skora sjálft sig á hólm. Fólk setur sjálft reglurnar í sínum Meistaramánuði og geta markmiðin eða áskoranirnar verið gríðarlega fjölbreyttar. Á meðan sumir leggja mikið á sig í líkamsræktinni og mataræðinu hafa aðrir meðal annars málað eina mynd á dag, gert góðverk, reynt að ná tökum á fjármálunum eða heimsótt fjölskyldu og ættingja oftar. Hægt er að skrá sig til leiks í Meistaramánuðinum á heimasíðu mánaðarins. Jafnframt verður mánuðurinn sýnilegur á samfélagsmiðlunum. „Við verðum með mikinn og öflugan stuðning við þátttakendur á Facebook síðunni, Twitter og fleiri miðlum. Á næstu dögum munum við svo kynna nýjung sem við erum gríðarlega spenntir fyrir. Það verður að koma í ljós síðar hvað það verður en við lofum að það á eftir að vekja mikla athygli,“ segir Magnús Berg. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mánaðarins.www.meistaramanudur.is
Meistaramánuður Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira