Körfubolti

Rodman gæti þjálfað landslið Norður-Kóreu

Rodman ásamt Kim Jong Un.
Rodman ásamt Kim Jong Un.
Það er nóg að gera hjá diplómatanum Dennis Rodman þessa dagana en hann er með annan fótinn í Norður-Kóreu hjá nýjasta besti vini hans, Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu.

Rodman er nýkominn úr ferð til Kóreu þar sem hann fékk meðal annars að halda á nýfæddri dóttur Kim. Rodman segist vera eini útlendingurinn sem hafi fengið þann heiður.

Nú er hann að skipuleggja tvo æfingaleiki í Norður-Kóreu þar sem hann ætlar að reyna að fá gamlar NBA-kempur með sér í lið.

Fyrri leikurinn á að vera á afmælisdegi Kim, 8. janúar, og sá síðari tveim dögum síðar.

"Michael Jordan mun ekki taka þátt því hann er Michael Jordan," sagði Rodman en hann vonast til þess að fá Scottie Pippen og Karl Malone með sér í leikina.

Kim vill líka fá Rodman til þess að þjálfa landslið Norður-Kóreu með það að markmiði að taka þátt á Ólympíuleikunum árið 2016.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×