Viðskipti erlent

Forstjóri AOL rak undirmann sinn fyrir framan þúsund manns

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Armstrong (t.v.) hafði ekki þolinmæði fyrir myndavél Lenz.
Armstrong (t.v.) hafði ekki þolinmæði fyrir myndavél Lenz. samsett mynd
Tim Armstrong, forstjóri fjölmiðlasamsteypunnar AOL, brást hinn versti við á þúsund manna símafundi á föstudag þegar einn undirmanna hans tók upp myndavél. Hann rak hann á staðnum svo allir heyrðu.

„Abel, leggðu myndavélina frá þér. Þú ert rekinn. Út með þig,“ sagði Armstrong við Abel Lenz, yfirmann þróunarmála hjá Patch, sem er fréttavefur í eigu AOL, en fundurinn var einmitt haldinn til að ræða framtíð Patch.

Stutt þögn fylgdi í kjölfar þessarar óhefðbundnu uppsagnar en svo hélt Armstrong fundinum áfram. Einn fundarmanna segist fyrst hafa haldið að um grín væri að ræða, en svo smám saman áttað sig á að Armstrong væri fúlasta alvara.

„No comment,“ tísti Lenz af öldurhúsi skömmu eftir fundinn, þar sem hann var án efa að drekkja sorgum sínum, en hvorki hann né Armstrong hafa viljað tjá sig um málið við fjölmiðla.

Hlusta má á umræddan hljóðbút af fundinum hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×