Fótbolti

Fróði: Markvörðurinn okkar var frábær

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Fróði (7) fylgist með úr fjarlægð.
Fróði (7) fylgist með úr fjarlægð.
„Þetta var ekki nógu gott af okkar hálfu. Við lékum ekki eins og við vildum og töpuðum boltanum oft klaufalega“ sagði Fróði Benjaminsen leikmaður Færeyja eftir 1-0 tapið gegn Íslandi í kvöld.

„Ísland fékk fjölda færa og markmaðurinn okkar var frábær í kvöld. Ef Ísland hefði nýtt færin hefði þetta farið enn verra fyrir okkur.

„Við áttum einn góðan kafla í seinni hálfleik en náðu þar fyrir utan lítið að gera. Vörnin gekk ágætlega en sóknin var slök.

„Það komu nýir menn inn í hópinn og þjálfarinn fékk tækifæri til að meta þá. Það var gott við þetta.

„Íslenska liðið er mjög gott og við vissum það þegar við sáum uppstillinguna fyrir leikinn. Ísland er með mjög gott lið og hefur verið það síðustu tvö árin,“ sagði Fróði að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×