Andstæðingar Blika sakaðir um hótanir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 12:41 Forráðamenn norska félagins Hödd ber kollegum sínum hjá FK Aktobe frá Kasakstan ekki vel söguna. Aktobe og Hödd mættust í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hödd vann 1-0 sigur í heimaleiknum en Aktobe sneri við blaðinu með 2-0 sigri á heimavelli í Aktobe. Þar léku Norðmennirnir án tveggja sterkra leikmanna.Á vef Aftenposten deilir André Nevstad, yfirmaður íþróttamála hjá Hödd, sögunni sem hann segir mikilvægt að fólk fái að heyra. Þannig var að að Hödd fékk þau skilaboð frá norska knattspyrnusambandinu í aðdraganda einvígis liðanna að tveir leikmenn Aktobe frá Úsbekistan ættu í erfiðleikum með að fá vegabréfsáritun. Nokkru síðar barst símtal frá enskumælandi fulltrúa Aktobe sem spurðist fyrir um hvert vandamálið væri. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að hvorki ég né Hödd hefði vald til þess að skerast í leikinn," segir Nevstad. Í kjölfarið hafi sér verið hótað. „Ef ekki yrði greitt úr flækjunni fengi Akeem Latifu, lykilmaður Hödd, ekki að koma til Kasakstan." Nevstad segist hafa brugðist illa við og sagt að svona gengu hlutirnir ekki fyrir sig í Noregi. Í kjölfarið var lagt á. Svo fór að leikmennirnir umræddu fengu vegabréfsáritun á endanum en hún barst þó of seint til að þeir gætu spilað leikinn.NevstadMynd/Heimasíða HöddNokkrum dögum eftir fyrri leikinn, sem lauk með 1-0 sigri Hödd, bárust þau tíðindi að Latifu, Sivert Heltne Nilsen og tveir stuðningsmenn, hefði verið neitað um vegabréfsáritun. „Engin skýring var gefin. Það eina sem kom fram var að um lokaákvörðun væri að ræða. Auðvitað var það mikið áfall fyrir okkur," segir Nevstad. Aktobe vann sigur í síðari leiknum 2-0 og komst því áfram samanlagt 2-1. Forráðamönnum Hödd og blaðamönnum Aftenposten hefur gengið illa að fá svör frá sendiráði Kasakstan í Noregi vegna málsins. Kvörtun hefur verið send til norska knattspyrnusambandsins og Knattspyrnusambands Evrópu. Breiðablik mætir Aktobe í fyrri leik liðanna í Aktobe í dag. Allir leikmenn Blika komust áfallalaust til Kasakstan. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Svipmyndir úr síðari leik Aktobe og Hödd má sjá í spilaranum að ofan. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Forráðamenn norska félagins Hödd ber kollegum sínum hjá FK Aktobe frá Kasakstan ekki vel söguna. Aktobe og Hödd mættust í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hödd vann 1-0 sigur í heimaleiknum en Aktobe sneri við blaðinu með 2-0 sigri á heimavelli í Aktobe. Þar léku Norðmennirnir án tveggja sterkra leikmanna.Á vef Aftenposten deilir André Nevstad, yfirmaður íþróttamála hjá Hödd, sögunni sem hann segir mikilvægt að fólk fái að heyra. Þannig var að að Hödd fékk þau skilaboð frá norska knattspyrnusambandinu í aðdraganda einvígis liðanna að tveir leikmenn Aktobe frá Úsbekistan ættu í erfiðleikum með að fá vegabréfsáritun. Nokkru síðar barst símtal frá enskumælandi fulltrúa Aktobe sem spurðist fyrir um hvert vandamálið væri. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að hvorki ég né Hödd hefði vald til þess að skerast í leikinn," segir Nevstad. Í kjölfarið hafi sér verið hótað. „Ef ekki yrði greitt úr flækjunni fengi Akeem Latifu, lykilmaður Hödd, ekki að koma til Kasakstan." Nevstad segist hafa brugðist illa við og sagt að svona gengu hlutirnir ekki fyrir sig í Noregi. Í kjölfarið var lagt á. Svo fór að leikmennirnir umræddu fengu vegabréfsáritun á endanum en hún barst þó of seint til að þeir gætu spilað leikinn.NevstadMynd/Heimasíða HöddNokkrum dögum eftir fyrri leikinn, sem lauk með 1-0 sigri Hödd, bárust þau tíðindi að Latifu, Sivert Heltne Nilsen og tveir stuðningsmenn, hefði verið neitað um vegabréfsáritun. „Engin skýring var gefin. Það eina sem kom fram var að um lokaákvörðun væri að ræða. Auðvitað var það mikið áfall fyrir okkur," segir Nevstad. Aktobe vann sigur í síðari leiknum 2-0 og komst því áfram samanlagt 2-1. Forráðamönnum Hödd og blaðamönnum Aftenposten hefur gengið illa að fá svör frá sendiráði Kasakstan í Noregi vegna málsins. Kvörtun hefur verið send til norska knattspyrnusambandsins og Knattspyrnusambands Evrópu. Breiðablik mætir Aktobe í fyrri leik liðanna í Aktobe í dag. Allir leikmenn Blika komust áfallalaust til Kasakstan. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Svipmyndir úr síðari leik Aktobe og Hödd má sjá í spilaranum að ofan.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00