Stóð á verði á meðan formaðurinn pissaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2013 13:18 Borghildur og stuðningsmenn FK Aktobe. Mynd/Samsett „Þetta var ákveðin upplifun. Ég kunni nú samt ekki við að taka myndir af þessu," segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Breiðablik tekur á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á fimmtudaginn. Gestirnir urðu ekki við beiðni Blika að spila á Kópavogsvelli og fer leikurinn því fram á Laugardalsvelli. „Þeir voru búnir að samþykkja þetta en svo neitaði þjálfarinn þeirra því að lokum," segir Borghildur. Í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar þurfa leikvangar að uppfylla meiri kröfur en í umferðinni á undan. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki allar kröfurnar, til að mynda þá sem snýr að flóðljósum, en heimalið getur óskað eftir því við gestaliðið að fá engu að síður að spila á heimavellinum. Þeirri kröfu neituðu forráðamenn Aktobe. „Þeir höfðu áhyggjur af því að fyrst leikvangurinn uppfyllti ekki allar kröfurnar að þá væri hann ekki góður. Þetta er annar menningarheimur og erfitt að útskýra hlutina fyrir þeim," segir Borghildur sem tekur málinu með stóískri ró. Hennar strákar séu klárir í slaginn á þjóðarleikvanginum þar sem þeir spila líka á morgun í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Fram. Heimavöllur Aktobe uppfyllti kröfur UEFA þrátt fyrir að bjóða ekki upp á klósettaðstöðu fyrir kvenkyns áhorfendur. Því fékk Borghildur að kynnast ytra í fyrri leiknum. Stúka hafi verið á hverri hlið vallarins og eitt klósett fyrir hverja af stúkunum fjórum. „Klósettið var risastórt með 25 pissuskálum og nokkrum holum í jörðinni. Mér var alltaf bent á að fara þangað," segir Borghildur hlæjandi. „Ég kíkti inn en sá bara fullt af karlmönnum og pissuskálarnar. Þetta hlaut að vera vitlaust," segir formaðurinn. Á endanum hafi heimamenn áttað sig á því að henni væri alvarlega mál. „Þá kom einhver vörður með mér, rak alla sem voru að pissa út og stóð vörð svo ég gæti farið inn," segir Borghildur. Hún minnir á að menningarheimurinn sé gjörólíkur og aðstaðan örugglega eðlileg í þeirra heimi. Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan 20. Evrópudeild UEFA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
„Þetta var ákveðin upplifun. Ég kunni nú samt ekki við að taka myndir af þessu," segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Breiðablik tekur á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á fimmtudaginn. Gestirnir urðu ekki við beiðni Blika að spila á Kópavogsvelli og fer leikurinn því fram á Laugardalsvelli. „Þeir voru búnir að samþykkja þetta en svo neitaði þjálfarinn þeirra því að lokum," segir Borghildur. Í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar þurfa leikvangar að uppfylla meiri kröfur en í umferðinni á undan. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki allar kröfurnar, til að mynda þá sem snýr að flóðljósum, en heimalið getur óskað eftir því við gestaliðið að fá engu að síður að spila á heimavellinum. Þeirri kröfu neituðu forráðamenn Aktobe. „Þeir höfðu áhyggjur af því að fyrst leikvangurinn uppfyllti ekki allar kröfurnar að þá væri hann ekki góður. Þetta er annar menningarheimur og erfitt að útskýra hlutina fyrir þeim," segir Borghildur sem tekur málinu með stóískri ró. Hennar strákar séu klárir í slaginn á þjóðarleikvanginum þar sem þeir spila líka á morgun í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Fram. Heimavöllur Aktobe uppfyllti kröfur UEFA þrátt fyrir að bjóða ekki upp á klósettaðstöðu fyrir kvenkyns áhorfendur. Því fékk Borghildur að kynnast ytra í fyrri leiknum. Stúka hafi verið á hverri hlið vallarins og eitt klósett fyrir hverja af stúkunum fjórum. „Klósettið var risastórt með 25 pissuskálum og nokkrum holum í jörðinni. Mér var alltaf bent á að fara þangað," segir Borghildur hlæjandi. „Ég kíkti inn en sá bara fullt af karlmönnum og pissuskálarnar. Þetta hlaut að vera vitlaust," segir formaðurinn. Á endanum hafi heimamenn áttað sig á því að henni væri alvarlega mál. „Þá kom einhver vörður með mér, rak alla sem voru að pissa út og stóð vörð svo ég gæti farið inn," segir Borghildur. Hún minnir á að menningarheimurinn sé gjörólíkur og aðstaðan örugglega eðlileg í þeirra heimi. Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan 20.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira