Málmhaus heimsfrumsýnd á Toronto-kvikmyndahátíðinni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. ágúst 2013 11:20 Ragnar fylgir myndinni til Toronto. samsett mynd Málmhaus, kvikmynd Ragnars Bragasonar, hefur verið valin inn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Toronto sem hefst þann 5. september. Hátíðin er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum og um er að ræða heimsfrumsýningu. Ragnar segir það mikinn heiður að fá að frumsýna á hátíðinni, en hann verður viðstaddur frumsýninguna ásamt framleiðendunum Árni Filippussyni, Davíð Óskari Ólafssyni og aðalleikkonunni Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur. „Þetta er ein af þessum stærri hátíðum og einhverjar þúsundir mynda sem sækja um að komast inn þannig að það er alltaf ákveðinn gæðastimpill að ná að frumsýna þarna. Svo opnar þetta líka möguleika fyrir frekari dreifingu og sölu á myndinni.“ Fulltrúi frá hátíðinni kom hingað til lands og fékk að sjá óklárað eintak af myndinni. „Hann horfði á myndina frekar grófa. Það var búið að klippa en allt útlit og hljóð á grunnstigum, en hann virðist hafa séð í gegnum það. En myndin er tilbúin núna og bíður frumsýningar.“ Málmhaus er frumsýnd 11. október í Háskólabíó og Smárabíó, en hún segir frá ungri stúlku sem leitar í þungarokk til að takast á við fjölskylduharmleik. „Þetta er lítil fjölskyldusaga úr íslenskri sveit á 9. og 10. áratug síðustu aldar og segir frá fjölskyldu sem býr á kúabúi og þarf að eiga við fjölskylduharmleik, og hvernig dóttirin höndlar hann með því að leita í þungarokk. Hana dreymir um að vera þungarokksstjarna og spilar tónlist foreldrum sínum og sveitungum til meiri ama en skemmtunar.“Megadeth og Geirmundur í bland Ragnar segir mikið af erlendu þungarokki í myndinni frá þessum árum. „Það er mikið af gamalli klassík sem fólk kannast við sem hlustaði á þessa tónlist. Hljómsveitir eins og Judas Priest og Megadeth og fleira. En við erum líka með íslensku sveitastemninguna á móti. Geirmund Valtýs og svona. Það eru kontrastar í þessu.“ Að sögn Ragnars var bæði langt og flókið ferli að fá réttinn til að nota erlendu tónlistina og tók það um eitt og hálft ár að ganga frá réttindum áður en farið var í tökur. „Þetta liggur nú yfirleitt ekki á sömu hendi, flutnings- og upptökuréttur, þannig að þetta fór langa leið í gegnum plötufyrirtæki og réttindaskrifstofur erlendis. Og það kostar alveg skilding, en við náðum að sannfæra fólk um að við værum á litlu málsvæði og myndin væri lítil og sjálfstæð þannig að við vorum kannski ekki alveg rukkuð um Hollywood-prísa.“ Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Málmhaus, kvikmynd Ragnars Bragasonar, hefur verið valin inn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Toronto sem hefst þann 5. september. Hátíðin er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum og um er að ræða heimsfrumsýningu. Ragnar segir það mikinn heiður að fá að frumsýna á hátíðinni, en hann verður viðstaddur frumsýninguna ásamt framleiðendunum Árni Filippussyni, Davíð Óskari Ólafssyni og aðalleikkonunni Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur. „Þetta er ein af þessum stærri hátíðum og einhverjar þúsundir mynda sem sækja um að komast inn þannig að það er alltaf ákveðinn gæðastimpill að ná að frumsýna þarna. Svo opnar þetta líka möguleika fyrir frekari dreifingu og sölu á myndinni.“ Fulltrúi frá hátíðinni kom hingað til lands og fékk að sjá óklárað eintak af myndinni. „Hann horfði á myndina frekar grófa. Það var búið að klippa en allt útlit og hljóð á grunnstigum, en hann virðist hafa séð í gegnum það. En myndin er tilbúin núna og bíður frumsýningar.“ Málmhaus er frumsýnd 11. október í Háskólabíó og Smárabíó, en hún segir frá ungri stúlku sem leitar í þungarokk til að takast á við fjölskylduharmleik. „Þetta er lítil fjölskyldusaga úr íslenskri sveit á 9. og 10. áratug síðustu aldar og segir frá fjölskyldu sem býr á kúabúi og þarf að eiga við fjölskylduharmleik, og hvernig dóttirin höndlar hann með því að leita í þungarokk. Hana dreymir um að vera þungarokksstjarna og spilar tónlist foreldrum sínum og sveitungum til meiri ama en skemmtunar.“Megadeth og Geirmundur í bland Ragnar segir mikið af erlendu þungarokki í myndinni frá þessum árum. „Það er mikið af gamalli klassík sem fólk kannast við sem hlustaði á þessa tónlist. Hljómsveitir eins og Judas Priest og Megadeth og fleira. En við erum líka með íslensku sveitastemninguna á móti. Geirmund Valtýs og svona. Það eru kontrastar í þessu.“ Að sögn Ragnars var bæði langt og flókið ferli að fá réttinn til að nota erlendu tónlistina og tók það um eitt og hálft ár að ganga frá réttindum áður en farið var í tökur. „Þetta liggur nú yfirleitt ekki á sömu hendi, flutnings- og upptökuréttur, þannig að þetta fór langa leið í gegnum plötufyrirtæki og réttindaskrifstofur erlendis. Og það kostar alveg skilding, en við náðum að sannfæra fólk um að við værum á litlu málsvæði og myndin væri lítil og sjálfstæð þannig að við vorum kannski ekki alveg rukkuð um Hollywood-prísa.“
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira