Finnur Orri: Hlustaði ekki á þá sem sögðu að ég gæti ekki skorað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2013 16:30 Finnur Orri Margeirsson. Mynd/Arnþór Finnur Orri Margeirsson skoraði langþráð mark í 1-0 sigri Blika á Akotbe í leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær en það dugði ekki til því Blikar féllu út í vítakeppni. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið ákveðinn léttir að ná loksins að skora. Þetta var orðið tímabært og ágætis leikur til þess að brjóta ísinn," segir Finnur Orri í samtali við Vísi en það mátti heyra að kappinn var eins og félagar hans í Breiðabliki enn að jafna sig eftir sárgrætilegt úrslit í Laugardalnum í gær. Finnur Orri var búinn leika 139 keppnisleiki með Blikum án þess að ná að skora (110 deildarleikir, 18 bikarleikir og 11 Evrópuleikir) „Það var skelfilegt að þetta skyldi ekki duga og það skyggir mikið á þetta mark. Það skiptir meira máli að komast áfram en hver skorar þessi mörk. Við vorum alveg grátlega nálægt því," sagði Finnur Orri. „Það voru nokkrir farnir að gauka því að mér að ég gæti hreinlega ekki skorað. Ef maður hlustar á alla þá yrði maður fljótt bilaður," segir Finnur í léttum tón og hann er bjartsýnn á framhaldið hjá Breiðabliki í Pepsi-deildinni. „Það verður fínt að taka deildina með trompi það sem eftir er. Evrópukeppnin gefur okkur mikla vitneskju um það hversu vel við getum spilað. Það er sú frammistaða sem við þurfum að miða við," segir Finnur Orri að lokum. Hægt er að sjá umfjöllun um mark Finns Orra í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag en það er tengill á þá frétt hér fyrir neðan. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Langþráð mark Finns Orra dugði ekki til | Myndband Blikar féllu úr leik í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Aktobe frá Kasakstan. Úrslitin réðust í dramatískri vítaspyrnukeppni. 9. ágúst 2013 08:55 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson skoraði langþráð mark í 1-0 sigri Blika á Akotbe í leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær en það dugði ekki til því Blikar féllu út í vítakeppni. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið ákveðinn léttir að ná loksins að skora. Þetta var orðið tímabært og ágætis leikur til þess að brjóta ísinn," segir Finnur Orri í samtali við Vísi en það mátti heyra að kappinn var eins og félagar hans í Breiðabliki enn að jafna sig eftir sárgrætilegt úrslit í Laugardalnum í gær. Finnur Orri var búinn leika 139 keppnisleiki með Blikum án þess að ná að skora (110 deildarleikir, 18 bikarleikir og 11 Evrópuleikir) „Það var skelfilegt að þetta skyldi ekki duga og það skyggir mikið á þetta mark. Það skiptir meira máli að komast áfram en hver skorar þessi mörk. Við vorum alveg grátlega nálægt því," sagði Finnur Orri. „Það voru nokkrir farnir að gauka því að mér að ég gæti hreinlega ekki skorað. Ef maður hlustar á alla þá yrði maður fljótt bilaður," segir Finnur í léttum tón og hann er bjartsýnn á framhaldið hjá Breiðabliki í Pepsi-deildinni. „Það verður fínt að taka deildina með trompi það sem eftir er. Evrópukeppnin gefur okkur mikla vitneskju um það hversu vel við getum spilað. Það er sú frammistaða sem við þurfum að miða við," segir Finnur Orri að lokum. Hægt er að sjá umfjöllun um mark Finns Orra í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag en það er tengill á þá frétt hér fyrir neðan.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Langþráð mark Finns Orra dugði ekki til | Myndband Blikar féllu úr leik í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Aktobe frá Kasakstan. Úrslitin réðust í dramatískri vítaspyrnukeppni. 9. ágúst 2013 08:55 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
Langþráð mark Finns Orra dugði ekki til | Myndband Blikar féllu úr leik í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Aktobe frá Kasakstan. Úrslitin réðust í dramatískri vítaspyrnukeppni. 9. ágúst 2013 08:55